sunnudagur, apríl 22

Kaldhæðni

Þetta er án efa kaldhæðnasta færsla sem ég mun nokkurntíman rita...en ég sé mér ekki fært um að betrumbæta þessa blessuðu síðu, auk þess sem blogger er alltaf til mikilla vandræða

Nýja síðan er www.hrebbna.blog.is

Verið velkomin...alltaf heitt á könnunni og stafrænar kleinur í boði fyrir áhugasama...

Góðar stundir

www.hrebbna.tk
-..farvel...-

sunnudagur, apríl 1

Cha..cha..ch..ch..changes!

Kæru lesendur!

Nú hefur undirrituð tekið fram skrúbbinn og gúmmíhanskana og mun taka til á þessu bloggi í páskafríinu.

Þá verður eflaust hægt að kommtenta á færslur og annað slíkt..en það virðist hafa gengið frekar erfiðlega síðustu mánuði...

...nú er ég komin til að vera

www.hrebbna.tk
-skúra..skrúbba...bóna-

þriðjudagur, mars 20

Blíðviðrið

,,Nú er úti norðanvindur
..nú er hvítur Esjutindur
ef ég ætti úti kindur...
þá myndi ég láta þær allar inn...
elsku best vinur minn.."

Þessi litla vísa kom upp í huga mér meðan ég fauk milli húsa og trjáa þegar ég hugðist labba heim eftir vinnu.

Fólk á förnum vegi fauk líka út og suður, sem og húsdýr og aðrir lausamunir.

Eins gott að ég makaði á mig sólarvörn áður en ég lagði af stað

www.hrebbna.tk
-í 30° hita...eða frosti-

laugardagur, mars 17

Plögg um plögg frá plöggi til plöggs

Vil vekja athygli fólks á sýningunni

Öskubuska...úr öskunni í eldinn sem FG sýnir um þessar mundir

Aðstoðarleikstjóri sýningarinnar er ekki af verri endanum..ykkar einlæg!
Sýningin er einungis fyrir þá sem fíla frábærann húmor...og alla hina líka!

Næstu sýningar eru sunnudaginn 18. mars kl 20, þriðjudaginn 20 mars kl 20 og miðvikudaginn 21 mars kl 20!

Miðasala er í síma 520-1600...5-2-0-1-6-0-0 eða fimmtuttugusextánhundruð

www.hrebbna.tk
-plögger-

laugardagur, mars 10

Af öllu öðru

Endurmenntunarstefna mín hefur gengið prýðilega undanfarið..

Í síðustu viku lærði ég stafinn G sem er besti vinur g

Stóra G og litla g eru bestu vinir!

G,g,g Goggi kaupir gel...

Einnig lærði ég að plúsa stór og erfið reikningsdæmi með skeljum og legókubbum
.....
..
.

Með þessu áframhaldi stefni ég á háskólanám árið 2070

www.hrebbna.tk
-það er leikur að læra-

mánudagur, febrúar 26

Elliárin

Í dag var ég kölluð alls 34 sinnum kona...

Ef það er ekki merki um það að ég sé að verða gömul..þá veit ég ekki hvað

Ekki bætti það úr skák að þegar ég kom heim úr vinnu og fór í sturtu...fékk ég tak í bakið..og geng nú eins og..jú þið giskuðuð rétt;...

....gömul kona...

www.hrebbna.tk
-120 ára-

þriðjudagur, febrúar 6

Karma comes back around!

Árið er 1998
Undirrituð situr í skólastofu sinni í 6. bekk og gerir, ásamt bekkjarfélögum sínum, forfallakennaranum lífið leitt með því að skálda upp nöfn eins og Mist Eik, Bolli Und Yr Skalason, og Brandur Ari. Strákarnir spýta blautum pappírskúlum úr rörum og tvær stelpur reyna að læra í öllum ólátunum.

Aumingjans forfallakennarinn reynir eins og hann eigi lífið að leysa að kenna ólátabelgjunum dönsku

Árið er 2007
Undirrituð stendur sömu stöðu í skólastofu 6. bekkjar, en hinu megin við borðið.
Aumingjans forfallakennarinn...

...er ég!

www.hrebbna.tk
-fröken kennari-