miðvikudagur, október 29

Nú er úti veður vont
Ég fór á skauta í dag, án þess að borga.
Skautasvell þetta var staðsett fyrir utan hús mitt, nánar tiltekið á hellu einni sem staðsett er fyrir framan útidyrahurðina.
Er ég, nývöknuð og morgunhress steig út rann ég beint á rassinn aftur inn í forstofu sem var gott því þar er hiti í gólfi, skárra en að lenda úti í kuldanum.

Hef ég ákveðið að fjárfesta í mannbroddum þegar ég fæ útborgað en á meðan verð ég að notast við hárbroddana á fótum mér til að hindra þetta týpíska "fótbrautmigíhálku" einkenni.

sunnudagur, október 26

Frægðarsól
Frægð mín hefur farið minnkandi, og má rekja ástæðuna til sjónvarpsþáttar er sendur var út á fimmtudaginn kl 20, svo endursýndur á föstudaginn kl 18 og endurendursýndur á sunnudaginn, þ.e. í dag kl 16.

Umræddur þáttur var þátturinn 7.níu,13 á Popptívi.

Tekið var viðtal við undirritaða og Elísu nokkra Hildi sem þótti fara vel fram, þó viðtalið hafi verið klippt sérlega mikið til og stytt.
Ég fékk ófáar símhringingar um það að ég hefði verið á öldum ljósvakans, þar á meðal aldraðri frænku minni, sem horfði víst á þáttinn tvisvar sinnum.
En þó svo að viðtalið hafi farið vel fram, og frægð mín við það að ná hámarki fór hún öll út um þúfur þegar cretid-listinn kom(sá sem kemur alltaf á eftir þáttum, hverjir voru í þættinum o.s.frv). Þá var nafn mitt fyrst á lista, þ.e.
Hrefna Gunnarsdóttir..
Ég hljóp fram í skyndi og spurði föður minn, Þórarinn hvort hann hefði nokkuð skipti um nafn í flýti til að þekkjast ekki á götum úti, en svo reyndist ekki.

Sem sagt, fjölmiðlar brugðust mér, en til að kippa þessu í lag hef ég íhugað að breyta um eftirnafn, sem sagt úr Hrefna Þórarinsdóttir í Hrefna Gunnarsdóttir. (Ég gæti þá jafnvel sagt að ég væri dóttir Gunnars frá Hlíðarenda, eða Gunnars Eyjólfssonar leikara.

Hætt þessu
Hrefna Gunnarsdóttir
Fyrsti dagur vetrar
Þar sem vetur er genginn í garð vil ég óska lesendum gleðilegs veturs og megi vorið sem á eftir kemur vera blítt og fagurt.

Ég tók eftir því um í dag er ég var ein á labbi á laugarveginum að flestir, ef ekki allir voru svo rosalega mikið að flýta sér.
Í mínum hugleiðingum leit ég á klukkuna sem snöggvast og sá að hún var ekki nema 3, þannig að fólk gat varla verið að flýta sér heim eftir langan vinnudag, eða í skólann, en hvert voru allir að fara?
Af hverju þarf fólk alltaf að flýta sér?
Það er ekki eins og maður græði eitthvað aukalega á lífinu ef maður flýtir sér nú smávegis.

Ég legg til að morgundagurinn, þ.e.a.s. mánudagurinn verði flýti-laus dagur!

fimmtudagur, október 23

Afþreying
Í skammdeginu fer fólk oft að hugsa um alls konar afþreyingu til að stytta sér stundir og hindra skammdegisþunglyndi.
Í þessu bloggi ætla ég að telja upp nokkrar skemmtilegar leiðir til að stytta sér stundir, hvort sem það er heima, í skólanum eða í vinnunni.

Heima við
1. Að brosa;
Að brosa eykur styrtkingu brosvöðvanna sem þýðir að þeir virka oftar. Gott er að brosa í 3. sek, svo að slaka og endurtaka æfinguna í svona 10 mínútur daglega.
2. Segðu sjálfum þér brandara;
Gott ráð sem virkar fyrir þá alfyndnustu

Í skólanum:
3.Búði til keðjusögu með vinum þínum í tíma
Dæmi:
Lítill gaur var að labba niður Lækjarbraut, þá mætti hann litlum
dverg. Litli dvergurinn reyndist kynlífsóður perri sem hét Perrilíus. Hann var alltaf að reyna við Fórum í sálfræði, þar þurftum við að sálgreina litla gaurinn sem virtist hafa mikinn áhuga á hardcore íslensku klámi og fékk sálgreinirinn til liðs við sig að finna 3. manneskjuna í 3some með Mjallhvíti og dvergunum 5.
Mjallhvít áhvað að segja við perrilíus "hver stal kökunni úr krúsinni í gær??".
Jói svaraði; "Hahaha, ég trúi ekki að þú skulir halda að ég myndi nokkurntímann borða banana með ansjósusósu, hakki og sveppum"

Þessi saga var samin í sálfræði þegar höfundar voru að berjast við að halda vöku. Þess má geta að feitletruðu orðin eru þau sem tenga söguna saman, en hún er samin í 11 pörtum og fengu höfundar aðeins að sjá feitletruðu orðin til þess að semja sinn part við söguna
4. Horfðu út um gluggann
Ein vinsælasta skólaafþreyingin og má rætur hennar rekja aftur til 1904 þegar nemendur í skóla Eystri-Fjalla-Eyvindarhrepps heyrðu hljóð úti við og litu út um gluggann.

Þess má geta að þetta blogg var aðeins ritað vegna þess að höfundur var hugmyndasnauður og biðst afsökunar á herlegheitunum

miðvikudagur, október 22

Skyndiákvarðanir
Eins og ég hef oft og margsinnis sagt elska ég skyndiákvarðanir og hluti sem koma á óvart.
Um kl 21:30 hringdi í mig ungur drengur að nafni Örlygur úr sjónvarpsþættinum sívinsæla 7.9.13 sem er eimmit sýndur á miðvikudagskvöldum á popptívi og bað mig um að koma í viðtal í fyrrnefndum sjónvarpsþætti.
Þar sem ég er nú þekkt fyrir frumkvæði og skemmtilegheit ákvað ég að slá til með henni Elísu Hildi.
Viðtalið gekk eins og í sögu og verður því sjónvarpað sem áður sagði annað kvöld; miðvikudag kl 20:00.

mánudagur, október 20

Af haustverkum
Er ég vaknaði á laugardagsmorgun hélt ég bókstaflega að ég yrði ekki eldri.
Ég, í mínu mesta sakleysi labbaði inn í eldhús og ætlaði að seðja hungur mitt.
Þá brá mér heldur betur í brún er ég sá tvo hausa af kindum á borðinu og það fyrsta sem flaug í gegnum hugann var; "Nei!, Ekki Inga" en það var nú bara grín.
Nei svona í alvöru talað að vakna, vera hálf sofandi og sjá sviðahausa á eldhúsborðinu.
Svo fór ég aftur að sofa, og var að vonast til þess að kindahausarnir væru bara vondur draumur. En er ég vaknaði gekk ég sem fyrr inn í eldhús og sá þar svínaskrokk í bala.

Ég hugleiddi sem snöggvast hvar ég hefði nú eiginlega sofnað, í sláturhúsi eða heima hjá mér. Var móðir mín endanlega búin að missa vitið?

Ég hef ekki enn fengið svar,

Það er nú margt skrýtið í kýrhausnum.

sunnudagur, október 19

Sigur
Með gleðitár í auga tilkynnist það hér með að ég hef unnið stríðið við frú matsölu.
Frú matsala bað undirritaða afsökunar á atburði þeim er gerðist síðastliðinn miðvikudag á föstudaginn var og þýðir það enn einn sigur fyrir mótmælendur!


Til stóð að fagna þessum sigri með keilumóti í kvöld, en þar sem helmingur "grúbbunnar" ákvað að fara í sumarbústað og bjóða ekki hinum betri helming með verður ekkert að því móti.
Í stað keilumótsins fer fram rykkornatalning heima hjá mér á sama tíma og áætlað keilumót átti að vera.

Sjáumst í skítagallanum með rykgrímur

miðvikudagur, október 15

enn er heyjað stríð
Stríði okkar við matsölu FG-inga er ekki lokið.
Svo virðist sem matsalan hafi aðeins verið að blekkja okkur saklausa nemendur, og við sáum ekki í gegn um þá blekkingu fyrr en í dag, nánar tiltekið um 12:45.

Eins og svo oft áður var "grúbban" mætt til að snæða hádegisverð, í matsal nemenda kl 12:30.
Nýlega fengum við hugmynd að panta okkur pizzu á miðvikudögum, svona 10 stelpur saman í stað þess að kaupa sneiðar á þriðjudögum dýrum dómum í matsölunni.
Þetta var ákveðið vegna þess að tvær ungar stúlkukindur eru innhverjar í Hróa Hattar mafíunni sem svo margir hafa heyrt um og fá þess vegna vægan afslátt.

En í dag varð breyting á.
Frú matsala sjálf bannaði okkur að panta pizzur og borða þær í matsal vorum.
Þegar við, saklausar stúlkurnar spurðum um ástæðuna fengum við aðeins svarið;
"hvernig haldiði að það væri ef allir kæmu með aðkeyptan mat, eða nesti heiman að? Þá mundi matsalan fara á hausinn" Svo var okkur einnig tjáð að maður ætti að spyrja um leyfi ef maður kæmi með mat annars staðar frá.

Sem sagt, það er ætlast til að nemendur kaupi mat úr matsölunni, en hvað með þá sem eiga engan pening?

"Það eiga nú allir foreldra sem láta börn sín hafa pening fyrir nesti" svaraði frú matsala.

Sem sagt, það er ætlast til að maður vaði í seðlum til þess eins að geta á hverjum degi keypt sér mat í þessari blessuðu matsölu.

Ég spyr, fer matsalan virkilega á hausinn ef 10 stelpur panta sér pizzu einu sinni í viku? Og ef maður asnast til að smyrja sér samloku heima verður maður þá að spyrja með væmnum svip "má ég borða samlokuna mína í matsal yðar, frú matsala?"

Mitt svar er allavega NEI, og tek ég þetta mál fremur alvarlega því ég hélt að eftir síðustu mótmæli hefðum við skilið við matsöluna á góðum nótum, en svo virðist ekki.
Ég mótmæli, og vona að við mótmælum öll!

þriðjudagur, október 14

Ef ég væri strætóbílstjóri;
Alla mína ævi hefur mig langað til þess að vita hvernig það er að vera strætóbílstjóri.
Hvergi getur maður séð jafn ólíkt fólk á sömu stund á sama stað.
Í einu horninu situr gamall maður að gefa upp öndina, og við hlið hans gutti sem er nýbyrjaður í skóla.

Í dag fór ég að spá hvernig strætóbílstjóri ég mundi vera og setti því saman listann; ef ég væri strætóbílstjóri

Ef ég væri strætóbílstjóri:
>mundi ég alltaf stjórna hópsöng í vanginum mínum
>mundi ég alltaf keyra á löglegum hraða
>mundi ég gefa fólki heitt kakó þegar kalt væri úti
>mundi ég fara í leiki við aðra strætóbílstjóra í gegnum talstöðina, t.d. "hver er maðurinn", og hinn sívinsæla "hver stal kökunni úr krúsinni í gær?"

En á meðan ég er ekki strætóbílstjóri verð ég að sætta mig við að þykjast vera slíkur heiðursmaður.

föstudagur, október 10

yfirlýsing
Í gær vafraði ég, eins og svo oft áður inn á heimasíðu vina minna í Liebekosung.
Þar las ég að tvær , ja nú veit ég bara ekki hvað ég á að kalla þær, segjum bara tvær skítugar stelpusálir hafa stofnað síðu gegn Liebekosung meðlimum.
Ég vöknaði um augu, og fylltist reiði þegar ég fór inn á síðuna þeirra og las óhróður um góðvini mína og fyrirmyndir.

Ég vitna í dagbók þeirra;
"Aldrei á ævinni höfum við verið svona hneykslaðe eða bara e-ð svoleiðis en þetta er ógeðslega mikill dónaskapur sem þeir hafa nú gripið til á www.liebekosung.tk ég held að nú sé komið nóg. Við leggjum til an nú verði safnað liði og gerð árás á höfuðstöðvar þeirra óknytta sem stjórna liebekosung(sjá topp 2) en við viljum bara enda á því að öll framlög litil eða smá eru velkominn þá í formi stuðningsbréfa á velvild@hotmail.com."

Þvílíku hatri hef ég varla kynnst.
Þessir strákar eru bara friðelskandi drengir sem gera vart mikið mein, og eru bara að reyna að skemmta sér og öðrum.

Ég lýsi því hér yfir að ég styð Liebekosung meðlimi í einu og öllu, og skal ég heyja stríð ef til þarf, þó vonast ég til að þessar deilur verði leystar á friðsaman hátt, því bæði spjót mitt og skjöldur eru brotin síðan úr síðasta bardaga.

Ég styð Liebekosung eins og mitt eigin landslið, og hvet ég alla sem lesa þetta blogg mitt að skrifa nöfn sín hér að neðan í commentin því við munum sigra gelgjurnar, það er enginn vafi.


miðvikudagur, október 8

Tilkynning:
Það tilkynnist hér með að höfundur er hættur að taka strætó, og hefur ný bifreið komið í hans stað.
Sú bifreið ber nafnið Margeir og er silfurgrár að lit og fagur ásjónu.

Ástæða þessa breytinga er sú að höfundur hefur loksins fengið leyfi hjá yfirvöldum og æðri mátti að keyra bifrein einn og óstuddur.

Sem sagt, fyrir þá sem eru lélegir í að lesa á milli línanna, hef ég fengið bílpróf.

Allir þeir sem af einhverjum ástæðum mótmæla þessum ráðahag geta haft samband við mig í gegnum rafpóstinn minn, farsímann eða einfaldlega komið af stað þrýstihóp, sem gæti þá skipulagt mótmæli fyrir framan húsið mitt.

mánudagur, október 6

Hrebbna spæjó
Ég, Hrebbna Spæjó hef komið upp um samsæri.
Menntamálaráðneytið og Lyfja eru í einu stóru samsæri, gegn æsku vors lands.
Með því að láta okkur lesa sögur um morð, svik, blekkingar og hvað lífið sé nú ömurlegt og tilgangslaust er helmingur okkar orðinn bitur og þunglyndur.

Ég tel, að þetta sé gert í þeim tilgangi að auka sölu þunglyndislyfja, og leysa fjölgun nemenda í framhaldsskóla.

Allt er þetta eitt stórt samsæri
það sem ég skil ekki
Í gærdag fór ég á veraldarvefinn eins og svo oft áður og leit eitt augnarblik á tölvupóstinn minn.
Ég fékk tölvupóst frá einhverju Bandarísku fyrirtæki um að mér væri boðið að taka þátt í einhverri könnun.
Þar sem forvitnin ræður yfir mér ákvað ég að kíkja aðeins á þessa könnun.
Verið var að kanna lífstíl fólks og var meðal annars spurningin "do you smoke?".
Auðvitað svaraði ég "no", og hélt bara áfram að vera friðelskandi lítil dama.

Síðar, þ.e.a.s. fyrir nokkrum augnarblikin fór ég aftur á veraldarvefinn og leit enn og aftur á tölvupóstinn.
Sjaldan hef ég hlegið jafn dátt innra með mér, því ég fékk annan póst frá þessu bandaríska fyrirtæki sem á stóð;"trying to quit smoking?"
Þetta fannst mér pínulítið kjánalegt, þar sem ég sagði í þessari könnun að ég reyki ekki.
En samt langar mig að nota þessi 7 ráð til að hætta að reykja, bara í gríni.

sunnudagur, október 5

endurfæðing
Ég endurfæddist í nótt.

Sjáiði til.
Fyrir mörgum árum, segjum svona 8-9 árum byrjaði ég að semja ljóð og sögur.
Alla jafna hef ég samið ljóð eða sögu um allt sem gerist í kringum mig og er ég komið með dágott safn sem ég geymi i kassa inni hjá mér.
En einn febrúardag missti ég hæfileikann til að semja, hann bókstaflega hvarf.
Ég, skáldið mikla hef ekkert samið síðan í febrúar en í nótt kom það,

Ég lá andvaka í rúmi mínu og skyndilega fékk ég hugmynd af ljóði.
Ég raukk upp á páraði það niður á blað.

Mér leið eins og hefði endurfæðst.

Ó, hversu létt ég er allt í einu.

laugardagur, október 4

Góðir hlutir gerast.. hægt
Ég tilkynni lesendum það með gleðibros á vör að mótmælendur hafa unnið stríðið við matsölu nemenda í FG.
Varningur matsölunnar hefur lækkað, en hefur samt ekki náð sama gamla verðinu, en nóg er lækkunin fyrir okkur,mótmælendur.

Þó svo að hungurverkfall okkar hafi ekki staðið lengi hafði það greinilega einhver áhrif.. ikke?

Æ , hvern er ég að plata? Hungurverkfallið náði aldrei hámarki, því að matsalan lækkaði verð á sínum varningi sama dag og umrætt verkfall átti að hefjast.


Þá er bara að leita að nýjum og ferskum mótmælaefnum.

Máské maður fari bara að mótmæla mótmælum?

fimmtudagur, október 2

eftirlýstur
Ég auglýsi enn og aftur eftir stuðningsmanni Hallgerðar Langbrókar.
Það hlýtur einhver þarna úti að vera jafn mikið skass og hún sem skilur erjur hennar?

Skráning í commentin!

miðvikudagur, október 1

Spítalarar
Þar hef ég löngum dvalið, en nú þeysist maður milli spítala.
Ef það er ekki út af klaufaskap í sjálfri mér, eru aðrir veikir.
Faðir minn var lagður inn á slíka stofnun núna á mánudaginn, ekki leist mér nú á það.
Karlinn er örlítið veikur fyrir hjartanu og var lagður inn á hjartadeild.
Þar fékk hann stofu eins og hver annar maður, en í stofunni var ekki, mér til undrunar sjónvarp.
Þegar ég spurðist fyrir um hver ástæðan fyrir sjónvarpsleysinu á stofunni væri var mér tjáð það að "hjartveikir" sjúklingar mættu ekki horfa á sjónvarp vegna þess að of mikið stress og spenna stafaði oft af sjónvarpsglápi.
Ég skildi þetta sem sagt þannig, að hjartveikir mættu ekki horfa á sjónvarp vegna hættu á að þeir fái hjartaáfall og jafnvel létust.

Greyjið faðir minn sem er nú forfallinn frétta- og íþróttafíkill verður nú að sætta sig við fréttir í gegnum dagblöð og úrslit úr fótboltaleikjum fær hann hjá móður minni.

Ég vona að karlinn losni bráðlega af spítalanum svo hann farist nú ekki vegna skortar á sjónvarpsglápi.
Það er nefnilega úr svo mörgu að velja þessa dagana.
Skjár einn, Skjár tveir, Stöð 2, Stöð 2 plús.
Hvert er Ísland að fara?

Munum við bráðum sjá Stöð 2 plúsíöðruveldi, endursýningar á endursýningu?
Eða jafnvel Rúv plús, æ nei guð forði okkur frá því!

Að sjá Gísla Martein endursýndan, hann er nú nógu ferlegur í frumsýningu, hvernig er hann þá í endursýningu.

Það væri nú bara eins og að drepa mann tvisvar verð ég að segja.



Ath: Höfundur var á sterkum verkjalyfjum við skrif þessa bloggs. Skoðanir hans eru ekki á ábyrgð Apóteksins, Smáralind.