Tannlæknar
Þessa viku hefur undirrituð átt við tannrótarbólgu að stríða sem hefur verið kvöld og pína ykkur að segja.
Fyrir þá sem ekki sáu mig á þessu tímabili leit ég út eins og blöðruselur hægra megin.
Tannrótarbólga þessi leiddi til þess að ég þurfti að heimsækja tannlækni.
Alla mína tíð hefi ég haft einskæra óbeit á tannlæknum og hef ætíð forðast að fara til þeirra, en nú var engin undankomuleið.
Undirrituð sat, saklaus unglingsstúlka í tannlæknastólnum með verki.
Tannlæknirinn tjáði henni að hann þyrfti að skera aðeins upp í munninum og sagði að þetta yrði ekkert sárt, en stundu síðar þurfti hún að þola kvalir sem hún hafði aldrei kynnst áður. Hjartað sló hraðar og hraðar og hraðar þangað til að tannlæknirinn sagði að nú mætti hún standa upp.
Grunlaus stóð hún upp og ætlaði að hipja sig heim, en tannlæknirinn hélt nú ekki. Hann skipaði henni aftur í stólinn og hélt áfram að pína saklausu stúlkuna.
Hann tjáði henni að hún stæði sig vel, rétt eftir að hún hefði æpt af kvölum.
En loks var "mission 911" búið og undirrituð gat haldið heim, skelfingu lostin.
Ég hef, eftir tvo daga í endurhæfingu jafnað mig og hvet alla til að fara til tannlæknis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli