sunnudagur, ágúst 22

Portúgal- part2

Laugardagurinn 7.ágúst:
Dagurinn var frekar súr.
Undirrituð,Elísa,Sara,Stjáni,Erna og Adam fórum saman í mollið meðan Elísa Hildur hjúkraði Lísu í þynkunni.
Ekkert fór eins og við vildum. Það var allt allt allt of heitt til að versla og allir þunnir og vitlausir, og eftir áfengiskaup í stórmarkaðinum var haldið heim á leið.
Um kvöldið var svo hitað upp á svölunum eins og vanalega, og síðan var skundað á Matt´s bar eins og vanalega.
Þar hittum við Norsarana síkátu og Elísa kynntist hinum undurfagra Stiani enn betur.
Ég,Kolla,Elísa Hildur og Lísa fórum siðan í heimsókn á Forte De Oura þar sem norsararnir dvöldu og Lísa fékk sér sundsprett(svona til að láta renna af sér) meðan við spjölluðum við einhverja mishressa Hollendinga.
Þegar okkur loks tókst að fá Lísu upp úr lauginni var haldið heim á leið.

Sunnudagurinn 8.ágúst:
Ég,Elísa Hildur og Erna héldum í verslunarleiðangur á The Strip eftir sólbað, þ.e. seinnipartinn meðan aðrir ferðalangar sváfu á sínu græna eyra.
Um kl 7 var svo haldið heim á leið til að sjæna sig því planið var að fara á froðudiskótek á Kadoc um kvöldið.
Eftir mikla drykkju á svölunum var haldið á Matt´s bar og dvöldum við þar með norsurum og fleiri útlendingum þar til um 3. leytið.
Þá settist hópurinn á hringtorg neðst á The Strip þar sem rúta átti að sækja okkur til að fara að fyrrnefnt froðudiskó.
Eftir um 40 min. bið og fjölmörg íslensk sönglög gáfust nokkrir upp og vildu halda djamminu áfram í stað þess að bíða.
Þegar við loks gerðum okkur grein fyrir því að rútan væri ekkert á leiðinni gáfust Lísa,Elísa Hildur og Elísa upp og fóru aftur á djammið.
Eftir voru sem sagt Ég,Sara og Stjáni ásamt þónokkrum íslendingum og var ákvörðun tekin um að taka leigubíl, því ekki vildum við missa af froðufjörinu.
Eftir bílferð sem aldrei mun gleymast(við vorum hætt komin vegna ofsaaksturs leigubílstjórans) komum við loks á Kadoc.
Staðurinn var fáránlega stór..3 hæðir og 5000 manna.
Froðan var alveg mögnuð...þrátt fyrir of ágenga pilta á dansgólfinu.
Ég týndi krökkunum á gólfinu, ekki furða því froðan náði upp fyrir höfuð og allir litu út eins og snjókarlar..en sem betur fer fann ég þau eftir stutta stund.
Blaut, en sátt tókum við svo leigubíl heim og fórum í háttinn.

Mánudagurinn 9.ágúst:
Við stelpurnar fórum saman í mollið, en Elísa var heima.
Kvöldið fór svo í djamm á Matt´s bar(minnir mig) og endaði niðri á strönd þar sem gítarinn var óspart notaður.

Þriðjudagurinn 10.ágúst:
Dagurinn er allir í móðu..ekkert spes hefur gerst...
Um kvöldið var haldið á Bar Crawl, eða Pöbbarölt sem Bretinn hann Sean plataði okkur á.
Bar Crawl, svo ég útskýri það nánar var hópferð(200 manns)milli staða og á hverjum stað voru drykkjuleikir og frí skot á liðið og rúsínan í pylsuendanum var ferð á næturklúbbinn Kiss.
Á Crawlinu hittum við margan landann, Fatou og vinkonur hennar ásamt strákum úr Hafnarfirði(Hákon,Egill,Elli ofl.).
Við stelpurnar gáfumst samt upp á þessu og fórum í næstu áfengisverslun og drukkum okkur hressar og fórum svo upp á hótel, nánar tiltekið á svalirnar þar sem við slógum upp partý fyrir okkur og norsarana.
Eitthvað var Amor að boðflennast á svæðinu og skaut Elísu Hildi okkar beint í hjartastað en hún fann rómantíkina hjá Vegari hinum norska. Við sem fengum nóg af rómatíkinni hjá Elísunum fórum beinustu leið upp á Matt´s bar og gerðum gott úr kveldinu, en þær stöllur enduðu víst niðri á strönd með Stian og Vegari.

Miðvikudagurinn 11.ágúst:
Okkur tókst loksins að vakna á temmilegum tíma, eða um hádegi og sleiktum sólina mestan part af deginum.
Elísurnar fóru á rómantískt stefnumót á ströndinni allan daginn..en seinnipartinn fóru Ég,Erna,Sara,Stjáni,Lísa og Adam niður í gamla bæ og kíktum á stemninguna þar.
Um kvöldið fórum við svo allar stelpurnar út að borða með Norsurunum og flestar enduðu í fyrirpartý hjá þeim, en ég og sara höfðum það kósý uppi á svölum á okkar hóteli, og Stjáni kíkti í heimsókn á elskuna sína(Söru)en þau náðu vel saman í ferðinni. Við hittum krakkana loks uppi á Matt´s bar þar sem kvöldinu var eytt.

Fimmtudagurinn 12.ágúst:
Dagurinn fór að öllum líkindum í sólbað og djamm...

Föstudagurinn 13.ágúst:
Deginum var eytt í sundlaugargarðinum þar sem ég og Sara smökkuðum Sangríu í fyrsta sinn og drukkum mestallan daginn.
Erna,Adam og Hlynur veittu okkur félagsskap en restin af stelpunum var á ströndinni með norsurunum.
Um kvöldið fór allur hópurinn(+norsrarar og +3 íslendingar) á Michael Jackson show á Cocanut´s bar sem átti víst að vera alveg hreint magnað. Ekkert fannst mér það spes..gaurinn var ekkert líkur M.J...hann mæmaði allan tímann og tók bara börn upp á svið.
Eftir það var haldið á 60´s bar, mjög skemmtilegann bar þar sem við stelpurnar tókum nokkur lög í karókí og dönsuðum fyrir gesti og gangandi.
Loks var haldið á Matt´s bar..til að viðhalda hefðinni.

Laugardagurinn 14.ágúst:
Eyddum deginum í sólbað..norsarar kíktu í heimsókn á sundlaugarbakkann og við kynntumst nokkrum hressum Íslendingum á hótelinu.
Um kvöldið kíktum við stelpurnar, og Stjáni og Kolla, upp á hótel til norsarana í smá partý sem var alveg ágætis afþreyjing.
Sara,ég ,Stjáni og Kolla fórum þó fyrr en hinir á Matt´s bar..en kvöldið endaði í einu stóru drama....ekkert nánar farið út í það hér.

Sunnudagurinn 15.ágúst:
Ég,Lísa,Elísa og Sara fórum í dýragarðinn Crazy Zoo meðan Elísa Hildur eyddi deginum með Vegari.
Við sáum ófá dýrin, snáka,kameldýr,bamba ofl.ofl.(sjá myndaalbúm).
Um kvöldið var svo djammað eins og vanalega á Matt´s..og fleiri stöðum.

Mánudagurinn 16.ágúst:
Ég,Erna og Lísa vöknuðum snemma og fórum út í sólbað í síðasta sinn, og loks bættist restin af hópnum við.
Síðan var haldið niður á strönd að hitta norsarana og Rakel, litlu horn-dúlluna okkar..en undirrituð fór snemma heim vegna bruna á öxlum.
Loks sameinuðumst ég,Rakel,Lísa og Elísa Hildur í búðarrápi í síðasta sinn og síðan hélt hver til síns heima í sturtu eftir sandbaðið á ströndinni.
Hittumst svo öll(stelpurnar,norsarar og Rakel) á hryllilegasta veitingastað sem ég hef stigið fæti inn á.
Við byrjuðum á því að sitja úti..en maurar gerðust boðflennur á borðinu okkar og færðum við okkur því inn.
Þjónustan var léleg,starfsfólk ókurteist og staðurinn frekar óskemmtilegur...við flýttum okkur því að borða og fórum svo sem leið lá upp á bar Rá í karóki.
Loks var haldið á Matt´s bar í síðasta sinn..barinn sem reddaði ferðinni fyrir okkur!!
Nokkrir héldu snemma heim til að pakka niður(ölvaðir að sjálfsögðu) og gekk það betur en á horfðist, en aðrir eyddu síðustu kvöldstundinni með norsurunum.
Adam kom upp í íbúð til mín og Ernu með morgunpartýgesti í eftirdragi(Júlla og Hákon) og var það hin hreinasta skemmtun.

Þriðjudagurinn 17.ágúst:
Vorum komin úr íbúðunum kl 10..sumir í frekar annarlegu ástandi en það reddaðist á endanum.
Kvöddum norsarana og mikið var grátið í rútunni upp á flugvöll, enda frekar erfitt fyrir Elísurnar að kveðja sumarástina frá Noregi.
Lentum hálf þunglyndar á Íslandi um fimmleytið og söknuðum Portúgal strax.

Í heildina var þessi ferð ógleymanleg..og vil ég þakka öllum sem að henni komu innilega fyrir, þetta hefði ekki verið sama ferðin án stelpnanna,drykkjunnar,rifrildanna,pirringsins,strákanna,misskilningsins,brandaranna,þeirra sem voru of kynþokkafullir,útlendinganna sem við töluðum við á hverju kvöldi, og okkar ástsæla Matt´s bar!

Hér hafiði það kæru lesendur..þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem hrebbnan bloggar í dagbókarformi, svo ekki hneykslast á skrifum þessum.

Yfir og út

Engin ummæli: