laugardagur, desember 20

Grín í skammdeginu
Alveg síðan að ég var einungis fóstur í móðurkviði hefur mig langað til að prófa að vinna við að tala í kallkerfi, svona eins og eru í verslunum hagkaupa og á fleiri stöðum.
Dæmi:,,Aron,Aron, Þú ert vinsamlegast beðinn um að hafa samband við þjónustuborð"
Þar sem ég vinn nú í verslun Hagkaupa í Kringlununni hljóma fögur orð stúlkunnar sem vinnur við kallkerfið ótt og títt í eyrum mér yfir

Mikil ósköp væri það kómískt ef "uppkallarinn" væri skrollmæltur, eða hefði "texas" hreim, það væri nú tilbreyting, ikke?

Ef að ég ´hlýt einhverntímann þann heiður að vera "uppkallari" langar mig að breyta örlítið til, og máské breyta í sífellu um rödd, eða koma með klassíska brandara; "Bolli,Bolli, þú ert vinsamlegast beðinn um að koma inn í búsáhaldadeild", eða "Sigríður, Sigríður, þú ert vinsamlegast beðin um að koma inn í upplýsingar að sækja BrandAra"
Í framhaldi af þessu mundi ég í sífellu stama, og gera mér upp taugaveiklun, lesa orðin afturábak og fleira.

Ég bið ykku, kæru lesendur að bíða spennt, því stundin mun koma.

Fylgist með á www.hrebbna.tk

Þangað til næst

Engin ummæli: