þriðjudagur, desember 30

Nú árið er liðið í aldanna skaut
..eða næstum því.

Ég fór að hugsa í gær hvað árið 2003 hefur verið rosalega gott, og vil ég nú síst af öllu að það endi.

Hér verða upp talin nokkur atriði sem undirrituð hefur afrekað á árinu.

Afrek ársins:

Rocky Horror

Ég er án efa stoltust af Rocky Horror batteríinu.
Leikritið var sýnt í FG og atriði úr leikritinu voru sýnd á hinum ýmsu uppákomum, í sjónvarpi, á Listahátíð í Garðabæ og á Broadway.
Gefinn var út geisladiskur þar sem undirrituð söng í 4 lögum, leikskrá og nærbuxur tileinkaðar leikritinu.

Bílpróf:

Jú, yfirvöld leyfðu hinni hættulegu hrebbnu að taka bílpróf eftir endalausar umræður á alþingi.
Í framhaldinu var einnig keypt sjálfrennireið sem reyndist heita Margeir.

Kjör í listanefnd nffg:

Eftir mikla baráttu skyttanna þriggja(elísa h., elísa og ég) í kosningabaráttunni náðu aðeins tvær kjöri, ég og elísa h.
Mikill sigur fyrir nörda nær og fjær að komast inn i þotulið nffg.

2.sæti í hæfileikakeppni fg:

Undirrituð, ásamt Bryndísi og Elísu H. varð í öðru sæti í forkeppni á vegum fg fyrir hæfileikakeppni framhaldsskólanna. Tekið var atriði úr hinni víðfrægu þöglu mynd fyrirtækissins æ.sæ.fi.co. (æslandikk sælent móví film corperasion) við mikinn fögnuð áhorfenda.

2.sæti í Leiktu Betur:

Eins og oft hefur komið fram varð lið fg í öðru sæti þar sem undirrituð fyllti fyrirliðasætið af einstakri snilld. Liðið tapaði sanngjarnlega á móti snilldarliði MH.

Þar með eru taldir upp sigrar ársins 2003, en mikils er að vænta árið 2004.
Væntanlegt er:
Ný byrjun í nýjum skóla
Nýtt leikrit,nýtt hlutverk,nýr geisladiskur
1.árs bloggafmæli
..og margt fleira skemmtilegt.

Ég vil kæru lesendur þakka fyrir árið sem er að líða og vona að það nýja verði jafn frábært og 2003.

Með áramóta og nýárskveðju:
Hrebbna

Engin ummæli: