fimmtudagur, febrúar 27

VÁÁÁÁ margt að ske í lífi mínu þessa stundina. FRUMSÝNING á RoCkY hOrRoR nálgast óðara og allt er á flugferð á æfingum. Stúdíóupptökur eru að klárast, bara eftir að taka nokkur lög og allir voðalega hressir með það. Svo á laugardaginn hefur verið ákveðið að taka upp svona eins og eitt myndband við lagið "TÍÐNHIT" sem er stærsta númerið í söngleiknum. Svo um kvöldið eigum við að skemmta fólki sem er búið að fá sér í aðra tánna á árshátíð Flugfélags Íslands. Svo er líka það að hún ástkæra Inga mín á afmæli þann 1. mars, eða á laugardaginn sem allt gerist. Mikið hefur verið rætt um það að þá séBjórdagurinn og auðvitað fagnar maður því á einn eða annan hátt.

Pæling: það veit enginn af þessari síðu.. er að hugsa um að fara að plögga hana í rafpósti...

............ svo þarf ég að lesa 35 kafla í Laxdælu......

sunnudagur, febrúar 23

ég ákvað að safna lista yfir það sem er að ÍSLANDI í dag. Listinn er eigi langur heldur meira svona stuttur.

#Birgitta Haukdal er að fara í Júróvisíon..

#Strætó hefur hækkað fargjöldin úr 200 krónum upp í 220 krónur sem þýðir að nú þarf maður ekki að vesenast bara í því að finna tvo hundraðkalla heldur einnig tvo tuttugukalla, sem þýðir einnig að græna kortið hefur hækkað sem leiðir á endanum til þess að ég fæ mér sjálfrennireiðarpróf bráðlega.

#Það er alltalltalltalltalltof lang þangað til mín ástkæra Vigga kemur heim..
Í dag er sunnudagur, ja kannski ekki venjulegur sunnudagur heldur sunnudagurinn 23. febrúar. Hvað ætli sé svona merkilegt við þann dag? Jú í dag er konudagurinn. Þess vegna ákvað ég að byrja með þessa síðu þennan merkisdag. Ekki það að ég sé einhver rauðsokka, ég geng nú oftast bara í hvítum eða svörtum sokkum. En mér fannst þetta bara tilvalinn dagur . Ég ætla að reyna að vera dugleg að blogga hérna, þó sumir segi að bloggið sé að deyja. En nú hef ég merkilegri hluti til að hugsa um, t.d. hvernig ég get bjargað heiminum frá hinum ýmsu vandamálum.