mánudagur, maí 30

Velkomin í Múlan Rús..næturklúbbur og hóruhús!

Tvær erfiðar vikur að baki og loksins, já ég meina og segji loksins erum við byrjuð að sýna á fullu í Loftkastalanum.

Frumsýningin var á föstudaginn, og okkur var mjög vel tekið eins og við mátti búast. Eftir sýninguna var svo auðvitað skellt í sig nokkrum bjórum, enda þurftum við aldeilis á því að halda eftir þetta törn!

Í gær, laugardag var svo 2.sýning, en leikhúsþjóðsagan segir að sú sýning gangi alltaf illa..og það var aldeilis satt, en förum ekki nánar út í það.

En ég hef svona verið að átta mig á því hvað það er verið að henda stóru batteríi upp, í atvinnuleikhúsi, fyrir 40 framhaldsskólanemendur sem leika,syngja og dansa á sviðinu eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta er svo stórt og gott tækifæri að maður er ennþá að melta þetta..svo ekki sé minnst á allt fólkið sem er að gera þetta að veruleika; Siggi,Steinunn,Tumi,Maggi,Hallur,Lovísa og auðvitað Björk..þau eru svo frábær að ég get ekki komið orðum að því.

En aftur að sýningarmálum, 2000 krónur kostar miðinn, ekki dýrt það og hægt er að panta miða á www.loftkastalinn.is og í síma 5523000. Sýningarnar verða samtals sjö, tvær búnar og augljóslega fimm eftir og verða þær sem hér segir;


3.6.2005 - 20:00
Föstudagur

4.6.2005 - 20:00
Laugardagur

10.6.2005 - 20:00
Föstudagur

11.6.2005 - 20:00
Laugardagur

12.6.2005 - 20:00
Sunnudagur

og hver veit, ef vel gengur verðum við kannski bara í allt sumar
segji svona :)

Endilega skellið ykkur kæru vinir, ég lofa góðri skemmtun og þeir sem hafa þegar séð hana geta komið aftur því miklu hefur verið breytt..enda erum við orðin svo pró!

www.hrebbna.tk
-montrass og stolt af því-

laugardagur, maí 21

Glæpabylgja

Rannsóknarnefnd síðunnar hefur komist að því að á undanförnum dögum hefur talsverð glæpabylgja gengið yfir.

Í gleðskap nokkrum, á fyrsta degi í Júróvisíon var farsíma mínum stolið, ásamt nokkrum öðrum símum, og einu skópari. Þetta sama kvöld var vitinu stolið frá nokkrum þjóðum sem gáfu okkur ekki atkvæði í umræddri keppni og nokkrum senum var stolið í þessari sömu keppni.

Daginn eftir vaknar faðir minn, teygir úr sér og lítur yfir fagra garðinn sinn svona í morgunsárið og uppgötvar að garðljósunum hefur verið stolið ásamt einni skóflu.

Hvort sami hrappur hafi verið á ferðinni í öll skiptin veit ég ei..en nú er nóg komið!

Ég segji NEI við glæpum og vona að þið lesendur standið með mér í þessum málum.
Ég legg til að stofnuð verði kíka, svona rétt eins og í myndinni Benjamín Dúfa, sem berst gegn ranglæti með réttlæti(þó án sorglegum endi, eins og í myndinni).

Skráning í álitsgjafakerfið hér að neðan
(p.s. ég er ekki ánægð með dræma skráningu í bókabrennuna..takið ykkur á fólk!)

www.hrebbna.tk
-eh..já_

föstudagur, maí 13

Smá innskot

Í tilefni prófloka vilja stjórnendur síðunnar efna til bóka-,blaða- og verkefnabrennu.
Gott er að losa um streitu sem myndast hefur við próflestur á þennan hátt, enda einstök tilfinning að sjá fjandans bækurnar sem maður hefur verið bitur út í alla önnina fuðra upp.

Þeir sem hafa áhuga, endilega skráið ykkur hér að neðan.

www.hrebbna.tk
-brennandi heit síða-

fimmtudagur, maí 5

Góð ráð

Ráðgjafadeild síðunnar hefur eftir mikla leit fundið gott ráð við svefnleysi.

Mælst er til að sjúklingar útvegi sér einhverja bók sem hefur að geyma Ísl. bókmenntasögu, helst frá 1900-1980. Þegar sjúklingur hefur útvegað sér bók þessa er bara að byrja að lesa og hvað og hverju ætti hann að sofna eins og ungbarn í splúnkunýjum barnavagni og sofa það sem eftir er dags eða nætur.

Nú ef þetta virkar ekki þá er ennþá til sá möguleiki að telja kindur..

www.hrebbna.tk
-..góð ráð dýr..eða ráðgóð dýr..eða dýr góð ráð..-

þriðjudagur, maí 3

Góðverk dagsins:

...ójá, það er ennþá viðbjóðslega fyndið að gera símaat í einhverjum sem maður þekkir og það kemst ekki upp!

www.hrebbna.tk
-með þroskaðann húmor-

sunnudagur, maí 1

Leikrit á laugardagseftirmiðdegi

Staðsetning: verslun með leikfangadeild
Hlutverk: faðir,sonur,móðir

Ung hjón með strákakríli, um 4 ára labba inn í ónafngreinda verslun.
Hjónin hyggjast skoða matarstell fyrir nýju íbúðina sína og konan gengur rösklega að búsáhaldadeildinni.

Sonur: ég ætla að skoða dótið mamma, má ég það?

Móðirin játar syni sínum, en faðirinn röflar um að ef hann fær að fara í leikfangadeildina munu þau aldrei ná honum þaðan út nema að þau kaupi eitthvað dýrt drasl.
Móðirin setur upp svip, og þau halda áfram að skoða stellin, og sér hún loks eitthvað áhugavert sem hún ákveður að spyrja afgreiðsludömuna um.

Á meðan móðirin spyr um stellið gengur faðirinn til sonar síns þar sem hann stendur og dáist að nýja tækni-Lego trukknum.

Tíminn líður og bíður og eftir að móðirin hefur keypt stellið fer hún að undrast um það hvar maður hennar og sonur séu niðurkomnir þegar hún sér son sinn koma labbandi með uppgjafarsvip.

Móðir: hvar er hann pabbi þinn
Sonur: ég næ honum ekki í burtu
Móðir: í burtu frá hverju, hvað er hann að gera?
Sonur: hann fékk að prófa nýja tækni-Legoið og hann leyfir engum öðrum að komast að.

Móðirin labbar rösklega inn í leikfangadeild þar sem hún sér manninn sinn sitja á gólfinu og fjóra unga pilta frekar pirraða á svip standa í kringum hann þar sem hann stýrir bíl, gerðann úr Lego kubbum.

Faðir: elskan, þetta verð ég að fá..og kostar bara 3900 krónur!

Já, skemmtilegt hvernig hlutirnir snúast við á örskotstundu.

www.hrebbna.tk
-í gegnum súrt og sætt-