sunnudagur, ágúst 21

Saga úr búð

Einu sinni var ung stúlka að vinna með mér í verslun einni á höfuðborgarsvæðinu sem bar það skemmtilega nafn Rán.

Rán þessi var frekar feimin, lágróma og smávaxin.

Eitt sinn sem oftar var Rán að fara í kaffi og þurfti að fara með peningaskúffuna sína inn í herbergi sem kennt var við sjóð.
Við stöndum nokkur inn í herberginu að eyða tímanum þegar skyndilega er bankað mjög laust á hurðina og allir þagna.

Yfirmaður; "Augnablik, ...hver er þetta?"
Hinu megin við hurðina;.....(ekkert heyrðist)

Aftur var bankað laust á hurðina

Yfirmaður; "Já, hver er þetta?"
Hinu megin við hurðina; "Hæ..þetta er RÁN"

Sjaldan á minni ævi hef ég hlegið jafn mikið af svona ömurlegum brandara...enda föttuðu hann ekki allir í kringum mig..en ég hló, og lengdi þar með líf mitt.

www.hrebbna.tk
-með aulahúmor-

miðvikudagur, ágúst 17

Myndablogg


Hundur; a dog, en hund, chien,

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

laugardagur, ágúst 13

Af týndum föður

Fréttastofa síðunnar www.hrebbna.tk lýsir eftir týndum manni á sjötugsaldri.
Síðast þegar hann sást var hann klæddur í köflótta skyrtu og buxur í ljósum litum, en ekki er talið líklegt að hann sé með bindi eða annað hálstau.

Maðurinn svarar nafninu Þórarinn.

Hann sást síðast úti við garðvinnu nokkrum dögum áður en stórveldi símans hóf útsendingar á hinni nýju fótboltastöð Enski Boltinn.

Talið er að Þórarinn gæti verið einhversstaðar þar sem Enski Boltinn er sýndur og án efa háværasti áhorfandinn.

Þeir sem verða hans varir eru vinsamlegast beðnir um að láta vita í kómentakerfið hér að neðan og skila til hans þessu; "pabbi, komdu aftur heim..mamma skal hætta að ryksuga þegar fótboltinn er á dagskrá".

www.hrebbna.tk
-og týndir feður-

Myndablogg


Ólýsanlegt sjów...alveg hreint ólýsanlegt
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, ágúst 9

Tilkynning

Setti inn myndir frá EYJUM 2005..skrautlegar myndir þar á ferð og einnig myndir úr afmælispartýinu mínu síðastliðinn laugardag.

Þær má finna undir flokknum myndir hér til vinstri..ég meina hægri á síðunni...hægri,vinstri..hverjum er ekki sama?

Njótið vel

www.hrebbna.tk
-4,0 megapixel-

Myndablogg


Man of the hour
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, ágúst 8

Fréttatilkynning

Gott kvöld.
Nú er klukkan orðin tíu og skrifaðar verða kvöldfréttir.

Í fréttum er þetta helst;

Ritari síðunnar www.hrebbna.tk hefur viðurkennt nýjustu tækni og fengið sér farsímtæki eitt sem einnig inniheldur gæða stafræna myndavél og er því vel við hæfi að nota hana óspart og pósta eins og einni mynd hér og þar af daglega lífi ritarans.

Þeir sem eru á móti nýjung þessari er bent á kvörtunardeild síðunnar..hvar hún er og hvernig er hægt að hafa samband við hana er annað mál

Góðar stundir

www.hrebbna.tk
-og nútíminn-

Myndablogg


Góð stund á kaffihúsi

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, ágúst 7

Myndablogg


Afmælisbarn gærdagsins á góðri stundu

Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, ágúst 2

Eyjar 2005


Já kæru vinir, ég er ekki frá því að þetta hafi bara verið ein mesta snilldar helgi á minni 18, bráðum 19 ára lífstíð!

Hápunktar ferðarinnar;

 • Brekkan og Árni Jónsen
 • Trabant, ójáá..og Í svörtum fötum í KISS átfittinu
 • Þegar Kjarri og Dabbi birtust óvænt í Eyjum..með engann regngalla haha
 • Kodak móment gaurinn í Herjólfi..sá var fyndinn
 • Daði með sjóhattinn og frasann; en ég meina, hverjum er ekki sama
 • Andri held ég Hugo á gítarnum
 • Dabbi með frumsömdu ástarballöðuna; Ég búta þig niður ef þú spilar ekki á gítarinn
 • Siggi og frasinn hans; Nei, vá!
 • Allur bjórinn, vodkað og marineruði jarðarberin
 • Bjössabar og Lundinn..og reyktur Lundi..namminamm
 • Rigningin, rifnu regnbuxurnar og hárþurrkan sem kom að góðs notum
 • Kjarri;"Krakkar, hvar tók ég þetta tjald"..um regnstakkinn sem hann fann í dalnum, vel kominn í glasið..og að kalla regnstakk svefnstakk
 • Brekku,dekkja,bekkjabíllinn...snilld að hafa svona niðri í bæ
 • ..og svo margt margt fleira sem ég bara man ekki þessa stundina

Lágpunktar ferðarinnar;

 • Þegar allir urði pirraðir á hvor öðrum
 • Ónýtar regnbuxur..samt fyndið á sinn hátt
 • Allir sem ekki komust með :(
 • Edrú pakk sem kallaði á eftir okkur; vá róleg að vera við öllu búin(vorum í regngallanum í ágætis veðri)..svo hlógum við þegar rigningin kom..alveg grenjandi rigning
 • .....voðalega fátt annað..það var SVO gaman

Eyjaskeggjar takk fyrir mig og sjáumst vonandi að ári

www.hrebbna.tk
-út´í eyjum-