þriðjudagur, mars 25

Já ... ég sko.. ehemmm.. já.. hehe
Mikið hefur verið í gangi í sambandi við þennan blessaða söngleik eins og gefur að kynna. Á morgun verðum við í Fólki með Sirrý og það verður vonandi svaka stuð. Við fengum ágætis gagnrýni frá Morgunblaðinu og hefur verið uppselt á síðustu tvær sýningar. Svo er sýning á fimmtudag, en ég veit ekki hvað er búið að selja marga miða á hana. Einnig fengum við mjög góða umfjöllun á Rás2 og hefur diskurinn okkar verið spilaður í gríð og erg... meira að segja lagið mitt "VÍSINDASPUNI" sem er auðvitað bezta lagið á disknum,, fyrir utan öll hin ehe
En endilega allir þeir sem ekki hafa séð sýninguna, nú eða þeir sem hafa séð sýninguna og langar að sjá hana aftur hafið samband í síma 5552252eða komið við í FG milli 9-4 virka daga

laugardagur, mars 22

jæja, það var kominn tími til að rita hér í þessa merkilegu blogg bók.
Mikið já ég meina og segji mikið hefur verið í gangi hjá mér undanfarið og ætla ég aðeins að gefa ykkur smá smjörþef af því hvað á daga mína hefur drifið...

Fimmtudagurinn 13.marz
Þá var frumsýndur stórsöngleikurinn Rocky Horror, nákvæmlega kl 13:00. Frumsýningin gekk mjög vel þrátt fyrir heldur eldfimt lokaatriði. Ykkur að segja sem ekki voruð á staðnum þá kviknaði í einni sprengjunni sem var höfð í þessu atriði og stoppa þurfti atriðið meðan leikstjórinn okkar ástkæri Ari Matt brást við eins og hetja og slökkti í eldinum. Fjölmiðlapakk íslands var á staðnum og má þar nefna Séð og Heyrt, Popp og Kók og Garðapósturinn :/
Síðar um kvöldið var svo haldin stórskemmtileg árshátíð NFFG sem verður í minni mínu langalangalangalangalanga lengi!!!!

Föstudagurinn 14.marz
Ungfrú Vigdís tilkynnti ekki komu sína til landsins heldur poppaði skyndilega upp á klakanum. Um kvöldið fór Rocky Horror crew-ið að skemmta á Árshátíð Garðarskóla, og tókst með ágætum upp, þrátt fyrir meiriháttar mika klikk.

Laugardagurinn 15. marz
Ég vaknaði helvíti hress um klukkan 3 við sms. Skemmtilegt ekki satt. Var mætt í förðun fyrir Árshátíð Garðabæjar klukkan 7 en við vorum að skemmta þar á laugardaginn. Fólk þar var orðið frekar drukkið þegar við komum og var því rífandi stemming í salnum. Meira að segja uppklappilag og alles!


Sunnudagurinn 16.marz
Ekki skemmtilegur sunnudagur!!! Sýning um kvöldið sem gekk alveg með ágætum. Mætti samt hafa verið uppselt

miðvikudagur, mars 12

Góðan dag, góðan dag glens og grín það er mitt fag!! Hæhæhæ allir í stuði hérna megin er þaggi? Tíminn líður hratt á gervihnattaöld eins og sagði svo skemmtilega í Gleðibankanum. Í dag, miðvikudaginn 12 mars verður forsýndur söngleikurinn Rocky Horror klukkan 8. Aðeins merkilegasta fólkinu er boðið, en þar má nefna Séð og Heyrt og ungu fólki úr nokrum skólum. Svo á morgun, fimmtudag verður frumsýning klukkan 13:00, en sú sýning er aðeins ætluð nemendum í FG.
Hef lítinn tíma til frekari skrifa, posta kannski á föstudaginn ef maður liggur ekki dauður fyrir utan ASTROeftir vel heppnaða árshátíð!!!!
Bless, veriði hress og ekkert stress... fáið ykkur fress

föstudagur, mars 7

Jæjæa, vara kominn föstudagur og læti.. hahaha. Þessi vika hefur nú verið sérdeilis skemmtileg. Á mánudaginn var bara ósköp venjulegur skóladagur, æfing og alles. Á þriðjudag og miðvikudag voru svo imbrudagar, en það eru einskonar þemadagar. Þar var margt skemmtilegt gert og lærði ég t.d. hvernig á að sitja í einn og hálfan klukkutíma kyrr á rassinum að horfa á hundleiðinlega bíómynd, að kasta 3 boltum upp í loftið eða á frummálinu að juggla, svo hlýddi ég á fyrirlestur um auglýsingagerð. Hæst stendur þó boltakennslan en hún var hjá hinum víðfræga skemmtikrafti "The Mighty Gareth" eða bara Gareth eins og hann heitir víst karlanginn. Ég og Elísa lærðum þetta og vorum að kasta boltum út og suður allan daginn og var Ari orðinn soldið pirraður á æfingu um kvöldið.... ekki goottt að pirra Ara Matt. Svo var auðvitað bara venjulegur skóli í gær og í dag og enn styttist í frumsýningu.... en við fáum frí alla næstu viku til að slappa af og einbeita okkur að æfingum og koma okkur inn í "karakter".

sunnudagur, mars 2

Maður þakkar nú bara fyrir að vera á lífi eftir svo erilsama helgi sem þessi var. Eins og áður sagði tókum við upp myndband fyrir stórsöngleikinn Rocky Horror sem verður eimmit frumsýndur innan 11 daga. Við þurftum að gera sama atriðið allavega svona 10 sinnum sem getur verið mjög þreytandi þegar um er að ræða svona stórt og mikið atriði. Eftir laaaaaangan upptökudag var svo farið á Hótel Sögu þar sem við skemmtum gestum og vart gangandi fólki með söngatriðum. Það gekk mjög vel og tókum við 3 lög og svo eitt aukalag af því að við vorum klöppuð upp sem var mjöög gott. Eftir svo erilsaman laugardag er dálítið einmanalegt að sitja á sunnudegi við tölvuna með vatnsglas og poppkex og vera bara að slappa af. Nú er bara fram undan mjög svo stressandi vika, stutt er í frumsýningu og enn á eftir að pússa nokkur lög og eftir því verða þau fínpússuð með sandpappír númer 50 sem gefur laginu mjúkan og fagmannlegri blæ.