Nú árið er liðið í aldanna skaut....
Kæru vinir, ég afsaka bloggleysi undanfarið og fel mig undir borði því skömmin er svo mikil. Hyggst ég dvelja þar þangað til nýtt ár gengur í garð, þið vitið þá hvar þið finnið mig.
En þar sem árið 2004 er senn á enda finnst mér rétt að feta í fótspor svo margra bloggara og skrifa eilítinn pistil um árið.
Árið hófst eins og öll önnur ár, á 1.janúar og vil ég allra allra síst að það endi, því þetta hefur verið alveg hreint frábært ár í alla staði!
Svona til gamans skulum við rifja upp afrek ársins:
Portúgal:
5 meðlimir grúbbunnar skelltu sér til Portúgal 3-17 ágúst með ýmsum afleiðingum. Ekki rann af hópnum í þessa 14.daga sem verður að teljast met innan þessa vinahóps.
Leiklistartengd afrek:
Undirrituð lék í 2 stórum verkum á þessu ári; Litlu Hryllingsbúðinni og Platanof. Hlutverkin voru þó mjög mismunandi; róni,sögumaður og fleira annars vegar og lesbíska bóhemið Glagoléfa hins vegar.
Einnig var aftur tekið þátt í Leiktu Betur og hlaut lið FG 3-4 sætið, sem telst alveg ágætt bara.
Önnur afrek:
Endurkjör í listanefnd,nýr söngleikur planaður,margar skemmtanir,nýjir vinir,ófáar leikhúsferðirnar,mikið drukkuð um sumarið í ófáum partýum,fleiri vinir í kjölfarið,stuttmyndir nokkrar, og svo margt sem ég er löngu búin að gleyma en mun rifjast upp um leið og bloggið er komið í loftið.
Ég vil þakka öllum sem komu við sögu á árinu sem er að líða, og vona að árið 2005 verði enn betra, enda mörg spennandi verkefni á könnunni sem bíða þess að verða framkvæmd.
Með áramótakveðju
www.hrebbna.tk
-snýr aftur á nýju ári-
föstudagur, desember 31
föstudagur, desember 24
Jólakveðjur
Kæru vinir.
Þar sem undirrituð hefur ekki haft neina fúlgu fjár milli handanna þennann mánuðin hafði hún hreinlega bara ekki efni á að fjárfesta í jólakortum á alla þá sem eiga þau svo innilega skilið.
Vil því bara hér með koma því á framfæri að ég óska öllum vinum,vandamönnum og öðrum mönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakka pent árið sem er að líða, sem hefur verið alveg frábært og auðvitað fyrir að þola mig eitt árið enn :)
Jólakveðjur
Hrefna Þórarinsdóttir
Kæru vinir.
Þar sem undirrituð hefur ekki haft neina fúlgu fjár milli handanna þennann mánuðin hafði hún hreinlega bara ekki efni á að fjárfesta í jólakortum á alla þá sem eiga þau svo innilega skilið.
Vil því bara hér með koma því á framfæri að ég óska öllum vinum,vandamönnum og öðrum mönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakka pent árið sem er að líða, sem hefur verið alveg frábært og auðvitað fyrir að þola mig eitt árið enn :)
Jólakveðjur
Hrefna Þórarinsdóttir
miðvikudagur, desember 22
Þorláksmessa
Síðan ég hef munað eftir mér hefur Þorláksmessa alltaf runnið upp eins og hver annar dagur, nema það að á henni er styttra í jólin sjálf heldur en hina daga ársins!
Það sem allra helst einkenndi þó daginn forðum daga var að fjölskyldan sameinaðist öll, uppábúin í bifreið fjölskyldunnar og keyrði sem leið lá niður á laugarveg þar sem síðustu jólagjafirnar voru keyptar og rölt um í rólegheitum með jólaandann svífandi um loftin blá.
En eftir að maður eldist og byrjaði að vinna eins og geðsjúklingur hefur þessi hefð farið forgörðum.
Það eina sem minnir mig núna, á fullorðinsárum á Þorláksmessu og kemur mér í virkilegt jólaskap er þessu viðurstyggilega fýla af skötu nokkurri sem móðir mín eldar hvert ár.
Lyktin dreifist um húsið, og aðrir heimilismeðlimir sem hafa sjálfskapað ofnæmi fyrir þessu annars ágæta sjávardýri flýja einn af öðrum inn í sitt eigið herbergi til að verjast lyktinni, sem er þó varla hægt að gera!
En öll elskum við lyktina, því hún kemur manni í virkilegt jólaskap!
En nú virðist sem húsmóðirin á heimilinu ætli ekki að elda neina skötu þetta árið..en hvað verður þá um jólin?
Koma jólin án skötulyktar?
Ef frúin lætur ekki undan mótmælum mínum virðist staðan vera sú að ég þarf að labba milli kjötborða í Kringlunni og fá skötulykt í krukku og taka með mér heim á leið!
Þeir sem telja sig geta séð af eins og einum skötubita, bara út af lyktinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða..annars verða jólin eins og hvert annað matarboð!...og sá sem telur sig hafa sannfæringarkraft, öflugri en minn getur haft samband við móðir mína og reynt að kippa þessu í lag!
www.hrebbna.tk
- og skatan-
Síðan ég hef munað eftir mér hefur Þorláksmessa alltaf runnið upp eins og hver annar dagur, nema það að á henni er styttra í jólin sjálf heldur en hina daga ársins!
Það sem allra helst einkenndi þó daginn forðum daga var að fjölskyldan sameinaðist öll, uppábúin í bifreið fjölskyldunnar og keyrði sem leið lá niður á laugarveg þar sem síðustu jólagjafirnar voru keyptar og rölt um í rólegheitum með jólaandann svífandi um loftin blá.
En eftir að maður eldist og byrjaði að vinna eins og geðsjúklingur hefur þessi hefð farið forgörðum.
Það eina sem minnir mig núna, á fullorðinsárum á Þorláksmessu og kemur mér í virkilegt jólaskap er þessu viðurstyggilega fýla af skötu nokkurri sem móðir mín eldar hvert ár.
Lyktin dreifist um húsið, og aðrir heimilismeðlimir sem hafa sjálfskapað ofnæmi fyrir þessu annars ágæta sjávardýri flýja einn af öðrum inn í sitt eigið herbergi til að verjast lyktinni, sem er þó varla hægt að gera!
En öll elskum við lyktina, því hún kemur manni í virkilegt jólaskap!
En nú virðist sem húsmóðirin á heimilinu ætli ekki að elda neina skötu þetta árið..en hvað verður þá um jólin?
Koma jólin án skötulyktar?
Ef frúin lætur ekki undan mótmælum mínum virðist staðan vera sú að ég þarf að labba milli kjötborða í Kringlunni og fá skötulykt í krukku og taka með mér heim á leið!
Þeir sem telja sig geta séð af eins og einum skötubita, bara út af lyktinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða..annars verða jólin eins og hvert annað matarboð!...og sá sem telur sig hafa sannfæringarkraft, öflugri en minn getur haft samband við móðir mína og reynt að kippa þessu í lag!
www.hrebbna.tk
- og skatan-
mánudagur, desember 20
Gestir og gangandi ath:
Undirrituð hefur tapað vitunu einhverstaðar í jólastressi íslendinga.
Það lýsir sér þannig að hún er vart fær um mannleg samskipti ef þau fela ekki í sér setningar eins og ;"góðann daginn", eða "þá eru það 2990, hafa það ákkurat?" og svo auðvitað sívinsæla setningin; "gjörðu svo vel og gleðileg jól".
Sá sem telur sig geta átt í samskiptum við hana er vinsamlegast beðinn um að hugsa sig tvisvar um.
Finnandi vitsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við geð-og/eða sálfræðing síðunnar í s: 00569 sem fyrst.
www.hrebbna.tk
-lost her mind-
Undirrituð hefur tapað vitunu einhverstaðar í jólastressi íslendinga.
Það lýsir sér þannig að hún er vart fær um mannleg samskipti ef þau fela ekki í sér setningar eins og ;"góðann daginn", eða "þá eru það 2990, hafa það ákkurat?" og svo auðvitað sívinsæla setningin; "gjörðu svo vel og gleðileg jól".
Sá sem telur sig geta átt í samskiptum við hana er vinsamlegast beðinn um að hugsa sig tvisvar um.
Finnandi vitsins er vinsamlegast beðinn að hafa samband við geð-og/eða sálfræðing síðunnar í s: 00569 sem fyrst.
www.hrebbna.tk
-lost her mind-
fimmtudagur, desember 9
Dularfulli jarðskjálftinn
Fyrr í kvöld sat undirrituð á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar og las ýmis fræði fyrir jólapróf.
Allt í einu tekur allt að titra eða skjálfa og var engu líkara en að jarðskjálfti væri að dynja yfir saklausu nemendurna sem voru lang flestir að gera heiðarlega tilraun til að ná jólaprófunum.
Undirrituð stökk upp, með hjartað í buxunum og ætlaði að leita skjóls við næsta burðarvegg eins og kennt var í hinu háttvirta félagi, en sá sér til mikillar undrunar að enginn virtist kippa sér upp við hörmungarnar sem voru í aðsigi.
Hún var í þann mund að hrópa yfir sig til að vera nemendurna við þegar hún áttaði sig á staðreyndum; drengurinn sem sat á móti henni við lærdómsbásinn hafði verið að slá löppinni ótt og títt í borðið og skapað með því þessa jarðskjálftahrinu
Fyrr í kvöld sat undirrituð á bókasafni hinnar háttvirtu menntastofnunar og las ýmis fræði fyrir jólapróf.
Allt í einu tekur allt að titra eða skjálfa og var engu líkara en að jarðskjálfti væri að dynja yfir saklausu nemendurna sem voru lang flestir að gera heiðarlega tilraun til að ná jólaprófunum.
Undirrituð stökk upp, með hjartað í buxunum og ætlaði að leita skjóls við næsta burðarvegg eins og kennt var í hinu háttvirta félagi, en sá sér til mikillar undrunar að enginn virtist kippa sér upp við hörmungarnar sem voru í aðsigi.
Hún var í þann mund að hrópa yfir sig til að vera nemendurna við þegar hún áttaði sig á staðreyndum; drengurinn sem sat á móti henni við lærdómsbásinn hafði verið að slá löppinni ótt og títt í borðið og skapað með því þessa jarðskjálftahrinu
föstudagur, desember 3
Þú verður tannlæknir...
Ferðir mínar til tannlæknis þykja vart frásögufærandi, nema ein sem átti sér stað í mars á þessu ári, þegar undirrituð þjáðist af tannrótarbólgu.
En ég hef þó eina stutta sögu að segja sem gerðist ekki alls fyrir löngu:
Undirrituð sat í stól allra stóla fyrir nokkru og beið eftir að hörmungarnar kæmu hrynjandi yfir hana.
Tannsi hafði skroppið örstutt fram, sagðist koma að vörmu spori.
"Vá ég get ekki beðið"; hugsaði undirrituð full tilhlökkunar.
Þegar tannsi kom aftur hafði hann með sér ungann, kurteisann og myndarlegann tannlæknanema.
Þegar hryðjuverkið hófst, eftir deyfingu runnu tvær grímur á undirritaða.
Tannlæknaneminn, sem áður virtist kurteis og myndarlegur hafði breyst í eitt tannlæknaskrímslið enn, hann virtist finna veikleika minn á sér:
#ofsafengin hræðsla við bora af öllum stærðum og gerðum!
Í hvert sinn sem tannlæknirinn bað nemann um að rétta sér þennan og hinn borinn sagði neminn, með tilhlökkun í rödd;
"þennan?" og þandi borinn af lífs og sálar kröftum áður en hann rétti tannsa hann.
Eftir um 15 mínútur frá helvíti losnaði undirrituð úr stólnum, og er hún stóð upp rétti tannlæknaneminn kurteisislega fram höndina og ætlaði að þakka henni fyrir að leyfa sér að taka þátt í þessu stórvirki..en hún hélt nú ekki og strunsaði út.
Eftir þessa kvöl og pínu er undirrituð ekki söm.
www.hrebbna.tk
-á róandi-
Ferðir mínar til tannlæknis þykja vart frásögufærandi, nema ein sem átti sér stað í mars á þessu ári, þegar undirrituð þjáðist af tannrótarbólgu.
En ég hef þó eina stutta sögu að segja sem gerðist ekki alls fyrir löngu:
Undirrituð sat í stól allra stóla fyrir nokkru og beið eftir að hörmungarnar kæmu hrynjandi yfir hana.
Tannsi hafði skroppið örstutt fram, sagðist koma að vörmu spori.
"Vá ég get ekki beðið"; hugsaði undirrituð full tilhlökkunar.
Þegar tannsi kom aftur hafði hann með sér ungann, kurteisann og myndarlegann tannlæknanema.
Þegar hryðjuverkið hófst, eftir deyfingu runnu tvær grímur á undirritaða.
Tannlæknaneminn, sem áður virtist kurteis og myndarlegur hafði breyst í eitt tannlæknaskrímslið enn, hann virtist finna veikleika minn á sér:
#ofsafengin hræðsla við bora af öllum stærðum og gerðum!
Í hvert sinn sem tannlæknirinn bað nemann um að rétta sér þennan og hinn borinn sagði neminn, með tilhlökkun í rödd;
"þennan?" og þandi borinn af lífs og sálar kröftum áður en hann rétti tannsa hann.
Eftir um 15 mínútur frá helvíti losnaði undirrituð úr stólnum, og er hún stóð upp rétti tannlæknaneminn kurteisislega fram höndina og ætlaði að þakka henni fyrir að leyfa sér að taka þátt í þessu stórvirki..en hún hélt nú ekki og strunsaði út.
Eftir þessa kvöl og pínu er undirrituð ekki söm.
www.hrebbna.tk
-á róandi-