Nú árið er liðið í aldanna skaut....
Kæru vinir, ég afsaka bloggleysi undanfarið og fel mig undir borði því skömmin er svo mikil. Hyggst ég dvelja þar þangað til nýtt ár gengur í garð, þið vitið þá hvar þið finnið mig.
En þar sem árið 2004 er senn á enda finnst mér rétt að feta í fótspor svo margra bloggara og skrifa eilítinn pistil um árið.
Árið hófst eins og öll önnur ár, á 1.janúar og vil ég allra allra síst að það endi, því þetta hefur verið alveg hreint frábært ár í alla staði!
Svona til gamans skulum við rifja upp afrek ársins:
Portúgal:
5 meðlimir grúbbunnar skelltu sér til Portúgal 3-17 ágúst með ýmsum afleiðingum. Ekki rann af hópnum í þessa 14.daga sem verður að teljast met innan þessa vinahóps.
Leiklistartengd afrek:
Undirrituð lék í 2 stórum verkum á þessu ári; Litlu Hryllingsbúðinni og Platanof. Hlutverkin voru þó mjög mismunandi; róni,sögumaður og fleira annars vegar og lesbíska bóhemið Glagoléfa hins vegar.
Einnig var aftur tekið þátt í Leiktu Betur og hlaut lið FG 3-4 sætið, sem telst alveg ágætt bara.
Önnur afrek:
Endurkjör í listanefnd,nýr söngleikur planaður,margar skemmtanir,nýjir vinir,ófáar leikhúsferðirnar,mikið drukkuð um sumarið í ófáum partýum,fleiri vinir í kjölfarið,stuttmyndir nokkrar, og svo margt sem ég er löngu búin að gleyma en mun rifjast upp um leið og bloggið er komið í loftið.
Ég vil þakka öllum sem komu við sögu á árinu sem er að líða, og vona að árið 2005 verði enn betra, enda mörg spennandi verkefni á könnunni sem bíða þess að verða framkvæmd.
Með áramótakveðju
www.hrebbna.tk
-snýr aftur á nýju ári-
Engin ummæli:
Skrifa ummæli