Enn af skólaíþróttum
...þegar þessi póstur er ritaður, kl 19:50 að staðartíma er undirrituð enn undir áhrifum róandi lyfja
Allt byrjaði þetta á saklausum íþróttatíma(eða svo hélt ég).
Þegar ég kom að hinni stórglæsilegu íþróttahöll var mér tjáð að í dag væri ratleikur. Hjartað mitt tók kipp, RATLEIKUR um Garðabæ?
Þar sem ég telst mjög áttavillt manneskja voru þetta verri fregnir en að ég þyrfti að fara í flikkflakkheljarstökk afturábak með bundið fyrir augun.
En ég og Lísa bitum þetta í okkur og skunduðum af stað.
Í fyrstu gekk allt eins og í sögu, en það kom að því að ein af vísbendingunum sem við fengum var frekar villandi sem varð til þess að við villtumst af leið.
Við stóðum þarna, ein i spreng og hin pirruð, algjörlega villtar í Garðabænum og sáum fram á það að við myndum krókna úr kulda ef einhver kæmi okkur ekki til hjálpar. Að lokum fundum við þó leiðina til baka og á móti okkur tók Hjálparsveit Skáta,Hreppsnesi og veitti okkur áfallahjálp.
Ég er ekki sú sama eftir þessi skakkaföll
þriðjudagur, mars 30
mánudagur, mars 29
Grunnhyggja?
Ég hef alla mína tíð verið forfallinn sjónvarpsaðdáandi, átt mörg sjónvörpin og lesið sjónvarpdagskrárnar margar, en undanfarin misseri hefur þessi áhugi minnkað.
Annar hver þáttur virðist vera svokallaður raunverkuleikaþáttur, og má finna nokkra af því tagi sem ég hef lúmskt gaman af, en flestir eru eintóm þvæla
Nefnum nokkur dæmi:
Eins og flestir Íslendingar sat ég límd við skjáinn þegar hinn geisivinsæli Survivor hóf göngu sína.
En nú spyr ég; hversu lengi er hægt að hafa gaman af týpískum Könum í sálarkreppu sem eru strand einhverstaðar í fjandanum, berjast um að lifa á hrísgrjónum og pöddum, og keppa um 1.miljón dollara sem aðeins einn af þessum 16 sem hófu leikinn fær? Er ekki komi? nóg eftir 6 þáttaraðir?
Einnig ber að nefna hinn sívinsæla æluþátt Bachelor/Bachelorette sem gæti fengið mann til að henda sjónvarpinu út um gluggan hefði það ekki kostað offjár.
Hverjum datt eiginlega í hug að það væri sniðugt að búa til sjónvarpsþátt um piparsvein í leit að hinni fullkomnu eiginkonu?
Aldrei gæti mér dottið í hug að keppa á móti fjölda kvenna um einn mann..og ef ég væri að gera það á annað borð mundi ég aldrei gera það í sjónvarpi!
Ég viðurkenni þó, að í gær stóð ég mig að því að horfa á hálfan þátt um piparsveininn Bob.
Það sem mér fannst kómískt var að í enda þáttarins var ein kona sem hafði ekki fengið eina af hinum forboðnu rósum sem sagðist ekki vera sú týpa sem keppir um karlmenn og mundi aldrei gera neitt slíkt...uh, hvað var hún að gera í Bachelor?
Þetta raunveruleikasjónvarp er alveg að fara með mig.
Og nú er Ísland smitað líka..eða er það löngu smitað?
Hver man ekki eftir þáttunum rugl.is sem fjölluðu um Íslendinga á djamminu? Sá þáttur fór snemma í gröfina en eftir að vinsældir raunveruleikasjónvarpsþátta mögnuðust er enn einn djammþátturinn kominn í loftið..101!
Ef Íslenskt Survivor verður einhverntíman að veruleika hætti ég fyrir fullt og allt að horfa á sjónvarp!
Ég hef alla mína tíð verið forfallinn sjónvarpsaðdáandi, átt mörg sjónvörpin og lesið sjónvarpdagskrárnar margar, en undanfarin misseri hefur þessi áhugi minnkað.
Annar hver þáttur virðist vera svokallaður raunverkuleikaþáttur, og má finna nokkra af því tagi sem ég hef lúmskt gaman af, en flestir eru eintóm þvæla
Nefnum nokkur dæmi:
Eins og flestir Íslendingar sat ég límd við skjáinn þegar hinn geisivinsæli Survivor hóf göngu sína.
En nú spyr ég; hversu lengi er hægt að hafa gaman af týpískum Könum í sálarkreppu sem eru strand einhverstaðar í fjandanum, berjast um að lifa á hrísgrjónum og pöddum, og keppa um 1.miljón dollara sem aðeins einn af þessum 16 sem hófu leikinn fær? Er ekki komi? nóg eftir 6 þáttaraðir?
Einnig ber að nefna hinn sívinsæla æluþátt Bachelor/Bachelorette sem gæti fengið mann til að henda sjónvarpinu út um gluggan hefði það ekki kostað offjár.
Hverjum datt eiginlega í hug að það væri sniðugt að búa til sjónvarpsþátt um piparsvein í leit að hinni fullkomnu eiginkonu?
Aldrei gæti mér dottið í hug að keppa á móti fjölda kvenna um einn mann..og ef ég væri að gera það á annað borð mundi ég aldrei gera það í sjónvarpi!
Ég viðurkenni þó, að í gær stóð ég mig að því að horfa á hálfan þátt um piparsveininn Bob.
Það sem mér fannst kómískt var að í enda þáttarins var ein kona sem hafði ekki fengið eina af hinum forboðnu rósum sem sagðist ekki vera sú týpa sem keppir um karlmenn og mundi aldrei gera neitt slíkt...uh, hvað var hún að gera í Bachelor?
Þetta raunveruleikasjónvarp er alveg að fara með mig.
Og nú er Ísland smitað líka..eða er það löngu smitað?
Hver man ekki eftir þáttunum rugl.is sem fjölluðu um Íslendinga á djamminu? Sá þáttur fór snemma í gröfina en eftir að vinsældir raunveruleikasjónvarpsþátta mögnuðust er enn einn djammþátturinn kominn í loftið..101!
Ef Íslenskt Survivor verður einhverntíman að veruleika hætti ég fyrir fullt og allt að horfa á sjónvarp!
miðvikudagur, mars 24
Allt getur svo sem skeð
Mér hefur alltaf fundist kómískt hversu forvitnir Íslendingar eru.
Ég viðurkenni forvitni fúslega, og verð ég einnig að viðurkenna að ég fékk í grifju forvitnarinnar í gær.
Ég sat í mínum mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og ákveð að opna gluggan.
Skyndilega finn ég þessa líka gríðarlegu brunalykt, og þá kviknaði upp forvitnin.
Þar sem Álftanes er frekar lítið sveitafélag var mjög líklegt að ég gæti fndið út hvar bruninn væri ef ég keyrði af stað í bílnum mínum og leitaði..og ég lét freistast.
Eftir aðeins hálfrar mínútu akstur sá ég að hús eitt, sem hefur staðið autt í þónokkurn tíma stóð í ljósum logum.
Svo sá ég að ég var ekki ein á ferð.
Við erum að tala um að það voru svona 15-20 bílar á staðnum.
Ég vil biðja lesendur að standa með mér og viðurkenna forvitni..því við erum jú Íslendingar
Mér hefur alltaf fundist kómískt hversu forvitnir Íslendingar eru.
Ég viðurkenni forvitni fúslega, og verð ég einnig að viðurkenna að ég fékk í grifju forvitnarinnar í gær.
Ég sat í mínum mestu makindum fyrir framan sjónvarpið og ákveð að opna gluggan.
Skyndilega finn ég þessa líka gríðarlegu brunalykt, og þá kviknaði upp forvitnin.
Þar sem Álftanes er frekar lítið sveitafélag var mjög líklegt að ég gæti fndið út hvar bruninn væri ef ég keyrði af stað í bílnum mínum og leitaði..og ég lét freistast.
Eftir aðeins hálfrar mínútu akstur sá ég að hús eitt, sem hefur staðið autt í þónokkurn tíma stóð í ljósum logum.
Svo sá ég að ég var ekki ein á ferð.
Við erum að tala um að það voru svona 15-20 bílar á staðnum.
Ég vil biðja lesendur að standa með mér og viðurkenna forvitni..því við erum jú Íslendingar
laugardagur, mars 20
..búðin mín, litla hryllingsbúðin
Ég er ekki frá því að maður sé í nettu spennufalli, enda ekki furða því frumsýningarvikan einkenndist af stressi,spennu og tilhlökkun.
En það var þó þess virði að synda í þessari tilfinningasúpu því frumsýningin gekk vonum framar og ætlaði gjörsamlega allt um koll að keyra þegar sýningunni lauk.
Áhorfendur voru magnaðir,sýningin var mögnuð og ég er ekki frá því að leikararnir hafi veri nokkuð magnaðir líka.
Vikan í heild sinni var fljót að líða.
Á þriðjudaginn var farið með leikhópinn ásamt leikstjórnendum í Saga Spa í kóp. þar sem hópurinn slappaði af í gufu, nuddi og heitum potti. Eftir þessa lúxusmeðferð fóru allir galvaskir á Salatbarinn þar sem hungrið var seytt.
Á miðvikudaginn rifu nokkrir úr leikhópnum sig upp kl rúmlega 5 um morgun til að koma fram í hinum geysivinsæla morgunþætti Ísland í bítið. Um kvöldið var svo generalprufa þar sem börn úr Öskjuhlíðaskóla voru meðal gesta og voru þau frábærir áhorfendur.
Svo loks rann stóri dagurinn upp, sjálfur frumsýningar/árshátíðardagurinn.
Dagurinn hófst eins og áður var sagt á frumsýningu á hinum kyngimagnaða ö?ngleik Litlu Hryllingsbúðinni.
Eftir sýninguna var aðstandendum boðið í mat hjá kennurum og þar var skálað,haldnar ræður og var fólk almennt hresst.
Eftir það var haldið heim í langa sturtu og fíneri.
Svo var skundað í matinn þar sem gleðisveitin Hundur í óskilum skemmti svöngum árshátíðargestum. Einnig er vert að minnast á árshátíðarmyndbandið sem var góð skemmtun og hina frábæru kynna; Egil og Magga Mike sem héldu uppi góðri stemmningu m.a. með að taka atriði úr söngleiknum.
Engin er árshátíð án balls og ekkert er ball án fyrirpartýs.
Eftir matinn var haldið í fyrirpartý, eða einskonar frumsýningarpartý hjá forsetanum. Fólk var almennt hresst og vel í glasi.
Hápunkturinn var þegar Unnur,Selma og Margrét Eir mættu á svæðið og vakti það mikla lukku. Ekki má gleyma hinni ógleymanlegu klósettferð sem farin var með leikstjóranum, og þegar þær fyrrnefndu stöllur stálu leigubíl sem undirrituð, Ásta og Elísa Hildur höfðu pantað.
Þrátt fyrir leigubílaskort tókst okkur að redda fari á ballið.
Ballið var alveg hreint út sagt stórskemmtilegt, og alltaf stendur hann Páll Óskar fyrir sínu.
Leynigesturinn var ekki af verri endanum, en það var sjálfur Herbert Guðmundsson og tók hann slagarann Svaraðu...kallinu sem ómaði um allt land fyrir nokkru.
Enginn alvarlegur skandall átti sér stað, en þó voru nokkrir í uppsiglingu, en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá.
Dagurinn í heild sinni var frábær, en þó varð undirrituð fyrir vonbrigðum þegar hún ætlaði heim í heiðardalinn(álftanes).
Sjáið til, venjulega eru rútur sem fara eftir árshátíðina í kóp,hfj,gbæ og á álftanes en eitthvað virtist álftanesi góða hafa gleymst og voru bara rútur í kóp,hjf og gbæ. en þetta reddaðist allt, tekin var gbæ rútan og síðasta spölinn komumst við álftnesingar með taxa, takk Hreyfill
Stjörnugjöf dagsins hljómar svo:
Sýning: 5 hrebbnur af 5
Matur:4 hrebbnur af 5
Fyrirpart?: 4 1/2 hrebbna af 5
Ball: 4 1/2 hrebbur af 5
Heimfer?: 1 hrebbna af 5
Að lokum vil ég hvetja alla að koma á sýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, en næstu sýningar eru í kvöld laugardag kl:20 og á fimmtudaginn kl 20..nánar hér
Ég er ekki frá því að maður sé í nettu spennufalli, enda ekki furða því frumsýningarvikan einkenndist af stressi,spennu og tilhlökkun.
En það var þó þess virði að synda í þessari tilfinningasúpu því frumsýningin gekk vonum framar og ætlaði gjörsamlega allt um koll að keyra þegar sýningunni lauk.
Áhorfendur voru magnaðir,sýningin var mögnuð og ég er ekki frá því að leikararnir hafi veri nokkuð magnaðir líka.
Vikan í heild sinni var fljót að líða.
Á þriðjudaginn var farið með leikhópinn ásamt leikstjórnendum í Saga Spa í kóp. þar sem hópurinn slappaði af í gufu, nuddi og heitum potti. Eftir þessa lúxusmeðferð fóru allir galvaskir á Salatbarinn þar sem hungrið var seytt.
Á miðvikudaginn rifu nokkrir úr leikhópnum sig upp kl rúmlega 5 um morgun til að koma fram í hinum geysivinsæla morgunþætti Ísland í bítið. Um kvöldið var svo generalprufa þar sem börn úr Öskjuhlíðaskóla voru meðal gesta og voru þau frábærir áhorfendur.
Svo loks rann stóri dagurinn upp, sjálfur frumsýningar/árshátíðardagurinn.
Dagurinn hófst eins og áður var sagt á frumsýningu á hinum kyngimagnaða ö?ngleik Litlu Hryllingsbúðinni.
Eftir sýninguna var aðstandendum boðið í mat hjá kennurum og þar var skálað,haldnar ræður og var fólk almennt hresst.
Eftir það var haldið heim í langa sturtu og fíneri.
Svo var skundað í matinn þar sem gleðisveitin Hundur í óskilum skemmti svöngum árshátíðargestum. Einnig er vert að minnast á árshátíðarmyndbandið sem var góð skemmtun og hina frábæru kynna; Egil og Magga Mike sem héldu uppi góðri stemmningu m.a. með að taka atriði úr söngleiknum.
Engin er árshátíð án balls og ekkert er ball án fyrirpartýs.
Eftir matinn var haldið í fyrirpartý, eða einskonar frumsýningarpartý hjá forsetanum. Fólk var almennt hresst og vel í glasi.
Hápunkturinn var þegar Unnur,Selma og Margrét Eir mættu á svæðið og vakti það mikla lukku. Ekki má gleyma hinni ógleymanlegu klósettferð sem farin var með leikstjóranum, og þegar þær fyrrnefndu stöllur stálu leigubíl sem undirrituð, Ásta og Elísa Hildur höfðu pantað.
Þrátt fyrir leigubílaskort tókst okkur að redda fari á ballið.
Ballið var alveg hreint út sagt stórskemmtilegt, og alltaf stendur hann Páll Óskar fyrir sínu.
Leynigesturinn var ekki af verri endanum, en það var sjálfur Herbert Guðmundsson og tók hann slagarann Svaraðu...kallinu sem ómaði um allt land fyrir nokkru.
Enginn alvarlegur skandall átti sér stað, en þó voru nokkrir í uppsiglingu, en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá.
Dagurinn í heild sinni var frábær, en þó varð undirrituð fyrir vonbrigðum þegar hún ætlaði heim í heiðardalinn(álftanes).
Sjáið til, venjulega eru rútur sem fara eftir árshátíðina í kóp,hfj,gbæ og á álftanes en eitthvað virtist álftanesi góða hafa gleymst og voru bara rútur í kóp,hjf og gbæ. en þetta reddaðist allt, tekin var gbæ rútan og síðasta spölinn komumst við álftnesingar með taxa, takk Hreyfill
Stjörnugjöf dagsins hljómar svo:
Sýning: 5 hrebbnur af 5
Matur:4 hrebbnur af 5
Fyrirpart?: 4 1/2 hrebbna af 5
Ball: 4 1/2 hrebbur af 5
Heimfer?: 1 hrebbna af 5
Að lokum vil ég hvetja alla að koma á sýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, en næstu sýningar eru í kvöld laugardag kl:20 og á fimmtudaginn kl 20..nánar hér
föstudagur, mars 12
Tannlæknar
Þessa viku hefur undirrituð átt við tannrótarbólgu að stríða sem hefur verið kvöld og pína ykkur að segja.
Fyrir þá sem ekki sáu mig á þessu tímabili leit ég út eins og blöðruselur hægra megin.
Tannrótarbólga þessi leiddi til þess að ég þurfti að heimsækja tannlækni.
Alla mína tíð hefi ég haft einskæra óbeit á tannlæknum og hef ætíð forðast að fara til þeirra, en nú var engin undankomuleið.
Undirrituð sat, saklaus unglingsstúlka í tannlæknastólnum með verki.
Tannlæknirinn tjáði henni að hann þyrfti að skera aðeins upp í munninum og sagði að þetta yrði ekkert sárt, en stundu síðar þurfti hún að þola kvalir sem hún hafði aldrei kynnst áður. Hjartað sló hraðar og hraðar og hraðar þangað til að tannlæknirinn sagði að nú mætti hún standa upp.
Grunlaus stóð hún upp og ætlaði að hipja sig heim, en tannlæknirinn hélt nú ekki. Hann skipaði henni aftur í stólinn og hélt áfram að pína saklausu stúlkuna.
Hann tjáði henni að hún stæði sig vel, rétt eftir að hún hefði æpt af kvölum.
En loks var "mission 911" búið og undirrituð gat haldið heim, skelfingu lostin.
Ég hef, eftir tvo daga í endurhæfingu jafnað mig og hvet alla til að fara til tannlæknis.
Þessa viku hefur undirrituð átt við tannrótarbólgu að stríða sem hefur verið kvöld og pína ykkur að segja.
Fyrir þá sem ekki sáu mig á þessu tímabili leit ég út eins og blöðruselur hægra megin.
Tannrótarbólga þessi leiddi til þess að ég þurfti að heimsækja tannlækni.
Alla mína tíð hefi ég haft einskæra óbeit á tannlæknum og hef ætíð forðast að fara til þeirra, en nú var engin undankomuleið.
Undirrituð sat, saklaus unglingsstúlka í tannlæknastólnum með verki.
Tannlæknirinn tjáði henni að hann þyrfti að skera aðeins upp í munninum og sagði að þetta yrði ekkert sárt, en stundu síðar þurfti hún að þola kvalir sem hún hafði aldrei kynnst áður. Hjartað sló hraðar og hraðar og hraðar þangað til að tannlæknirinn sagði að nú mætti hún standa upp.
Grunlaus stóð hún upp og ætlaði að hipja sig heim, en tannlæknirinn hélt nú ekki. Hann skipaði henni aftur í stólinn og hélt áfram að pína saklausu stúlkuna.
Hann tjáði henni að hún stæði sig vel, rétt eftir að hún hefði æpt af kvölum.
En loks var "mission 911" búið og undirrituð gat haldið heim, skelfingu lostin.
Ég hef, eftir tvo daga í endurhæfingu jafnað mig og hvet alla til að fara til tannlæknis.
mánudagur, mars 8
Eftirvænting
Já góðir gestir, í dag eru einungis 10 dagar þangað til að hinn stórmagnaði söngleikur Litla Hryllingsbúðin verður frumsýndur.
Það er án efa komin mikil spenna í leikarahópinn en þó hefur enginn leikari enn misst vitið.
Eins og þeir sem eru góðir í reikningi ættu að hafa áttað sig á nú þegar verður umræddur söngleikur frumsýndur þann 18.mars kl 13, en sú sýning verður einungis fyrir nemendur í FG, en ekki örvænta því næsta sýning eftir það verður laugardaginn 20 mars.
Þetta árið hefur nemendafélagið aldeilis tekið sig á og hefur sett upp frábæra heimasíðusem má finna hér
Margt er þó ábótavant, og má helst nefna að fullnægjandi lista yfir leikara vantar algjörlega(svekk)
Nánri upplýsingar má finna á heimasíðunni eða hjá undirritaðri.
Já góðir gestir, í dag eru einungis 10 dagar þangað til að hinn stórmagnaði söngleikur Litla Hryllingsbúðin verður frumsýndur.
Það er án efa komin mikil spenna í leikarahópinn en þó hefur enginn leikari enn misst vitið.
Eins og þeir sem eru góðir í reikningi ættu að hafa áttað sig á nú þegar verður umræddur söngleikur frumsýndur þann 18.mars kl 13, en sú sýning verður einungis fyrir nemendur í FG, en ekki örvænta því næsta sýning eftir það verður laugardaginn 20 mars.
Þetta árið hefur nemendafélagið aldeilis tekið sig á og hefur sett upp frábæra heimasíðusem má finna hér
Margt er þó ábótavant, og má helst nefna að fullnægjandi lista yfir leikara vantar algjörlega(svekk)
Nánri upplýsingar má finna á heimasíðunni eða hjá undirritaðri.
föstudagur, mars 5
Leikfimi
...ég heiti Hrefna, og ég hata leikfimi
Ég hef oft og margsinnis spurt mig þeirrar spurningar hvers vegna í ósköpunum framhaldsskólanemendur þurfa að stunda leikfimi.
Ég gat vel skilið þetta þegar maður var í grunnskóla, gelgjan í hámarki, líkaminn að þroskast og allt það, en hvers vegna i framhaldsskóla?
Í framhaldsskóla er ætlast til að sem flestir æfi einhverjar íþróttir, geti ráðið við að fara í flikk flakk,hoppa yfir hest, farið í 50 armbeyjur ofl.
Það leiðir til þess að þegar farið er í hina saklausustu leiki eins og t.d. kýló eða brennó að keppnisskapið yfirtekur fólk.
Þar sem ég hef ekki stundað íþróttir af neinni alvöru síðan ég hætti í fótbolta fyrir 4.árum hefur keppnisskap mitt, íþróttalega séð alveg fokið út í veður og vind. Þetta leiðir til þess að ég fer ekki með sama hugarfari í leikfimi og 80% þeirra sem eru með mér í umræddum tíma.
Ég hef tekið eftir því að margir nemendur hafa mætt í fínu skapi í leikfimi, og komið út alveg fokillir einungis vegna þess að þeirra lið töpuðu í fótbolta.
Þetta leiðir til þess að ég tek ekki leikinn alvarlega og fæ skít og skammir frá þeim sem lentu með mér í liði og fæ að heyra frasann "hvar er keppnisskapið" og "taktu leikinn alvarlega" margoft.
Nú spyr ég ykkur kæru lesendur; er rétt að taka skóla leikfimi svona alvarlega?
Ef svo er skal ég hugsa minn gang..
rækilega
...ég heiti Hrefna, og ég hata leikfimi
Ég hef oft og margsinnis spurt mig þeirrar spurningar hvers vegna í ósköpunum framhaldsskólanemendur þurfa að stunda leikfimi.
Ég gat vel skilið þetta þegar maður var í grunnskóla, gelgjan í hámarki, líkaminn að þroskast og allt það, en hvers vegna i framhaldsskóla?
Í framhaldsskóla er ætlast til að sem flestir æfi einhverjar íþróttir, geti ráðið við að fara í flikk flakk,hoppa yfir hest, farið í 50 armbeyjur ofl.
Það leiðir til þess að þegar farið er í hina saklausustu leiki eins og t.d. kýló eða brennó að keppnisskapið yfirtekur fólk.
Þar sem ég hef ekki stundað íþróttir af neinni alvöru síðan ég hætti í fótbolta fyrir 4.árum hefur keppnisskap mitt, íþróttalega séð alveg fokið út í veður og vind. Þetta leiðir til þess að ég fer ekki með sama hugarfari í leikfimi og 80% þeirra sem eru með mér í umræddum tíma.
Ég hef tekið eftir því að margir nemendur hafa mætt í fínu skapi í leikfimi, og komið út alveg fokillir einungis vegna þess að þeirra lið töpuðu í fótbolta.
Þetta leiðir til þess að ég tek ekki leikinn alvarlega og fæ skít og skammir frá þeim sem lentu með mér í liði og fæ að heyra frasann "hvar er keppnisskapið" og "taktu leikinn alvarlega" margoft.
Nú spyr ég ykkur kæru lesendur; er rétt að taka skóla leikfimi svona alvarlega?
Ef svo er skal ég hugsa minn gang..
rækilega
þriðjudagur, mars 2
Skrall
Undirrituð er nú loks komin úr meðferð eftir að hafa verið handsömuð af yfirvöldum, mánudaginn 23.febrúar vegna ofdrykkju.
Við yfirheyrslur reyndi hún að útskýra að hegðun hennar mætti rekja til þess að eitt ár væri liðið síðan hún fyrst skrifaði pistil á bloggsíðuna sína og væri aðeins að fagna góðum árangri.
Yfirvöld kusu um hvað skyldi gera við hana og var einróma samþykkt að hún skyldi send í meðferð.
Eftir þessa frábæru endurhæfingu á kostnað ríkissins kemur hrebbnan tvíefld til baka
Fylgist með
Undirrituð er nú loks komin úr meðferð eftir að hafa verið handsömuð af yfirvöldum, mánudaginn 23.febrúar vegna ofdrykkju.
Við yfirheyrslur reyndi hún að útskýra að hegðun hennar mætti rekja til þess að eitt ár væri liðið síðan hún fyrst skrifaði pistil á bloggsíðuna sína og væri aðeins að fagna góðum árangri.
Yfirvöld kusu um hvað skyldi gera við hana og var einróma samþykkt að hún skyldi send í meðferð.
Eftir þessa frábæru endurhæfingu á kostnað ríkissins kemur hrebbnan tvíefld til baka
Fylgist með