Grunnhyggja?
Ég hef alla mína tíð verið forfallinn sjónvarpsaðdáandi, átt mörg sjónvörpin og lesið sjónvarpdagskrárnar margar, en undanfarin misseri hefur þessi áhugi minnkað.
Annar hver þáttur virðist vera svokallaður raunverkuleikaþáttur, og má finna nokkra af því tagi sem ég hef lúmskt gaman af, en flestir eru eintóm þvæla
Nefnum nokkur dæmi:
Eins og flestir Íslendingar sat ég límd við skjáinn þegar hinn geisivinsæli Survivor hóf göngu sína.
En nú spyr ég; hversu lengi er hægt að hafa gaman af týpískum Könum í sálarkreppu sem eru strand einhverstaðar í fjandanum, berjast um að lifa á hrísgrjónum og pöddum, og keppa um 1.miljón dollara sem aðeins einn af þessum 16 sem hófu leikinn fær? Er ekki komi? nóg eftir 6 þáttaraðir?
Einnig ber að nefna hinn sívinsæla æluþátt Bachelor/Bachelorette sem gæti fengið mann til að henda sjónvarpinu út um gluggan hefði það ekki kostað offjár.
Hverjum datt eiginlega í hug að það væri sniðugt að búa til sjónvarpsþátt um piparsvein í leit að hinni fullkomnu eiginkonu?
Aldrei gæti mér dottið í hug að keppa á móti fjölda kvenna um einn mann..og ef ég væri að gera það á annað borð mundi ég aldrei gera það í sjónvarpi!
Ég viðurkenni þó, að í gær stóð ég mig að því að horfa á hálfan þátt um piparsveininn Bob.
Það sem mér fannst kómískt var að í enda þáttarins var ein kona sem hafði ekki fengið eina af hinum forboðnu rósum sem sagðist ekki vera sú týpa sem keppir um karlmenn og mundi aldrei gera neitt slíkt...uh, hvað var hún að gera í Bachelor?
Þetta raunveruleikasjónvarp er alveg að fara með mig.
Og nú er Ísland smitað líka..eða er það löngu smitað?
Hver man ekki eftir þáttunum rugl.is sem fjölluðu um Íslendinga á djamminu? Sá þáttur fór snemma í gröfina en eftir að vinsældir raunveruleikasjónvarpsþátta mögnuðust er enn einn djammþátturinn kominn í loftið..101!
Ef Íslenskt Survivor verður einhverntíman að veruleika hætti ég fyrir fullt og allt að horfa á sjónvarp!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli