laugardagur, mars 20

..búðin mín, litla hryllingsbúðin
Ég er ekki frá því að maður sé í nettu spennufalli, enda ekki furða því frumsýningarvikan einkenndist af stressi,spennu og tilhlökkun.
En það var þó þess virði að synda í þessari tilfinningasúpu því frumsýningin gekk vonum framar og ætlaði gjörsamlega allt um koll að keyra þegar sýningunni lauk.
Áhorfendur voru magnaðir,sýningin var mögnuð og ég er ekki frá því að leikararnir hafi veri nokkuð magnaðir líka.

Vikan í heild sinni var fljót að líða.
Á þriðjudaginn var farið með leikhópinn ásamt leikstjórnendum í Saga Spa í kóp. þar sem hópurinn slappaði af í gufu, nuddi og heitum potti. Eftir þessa lúxusmeðferð fóru allir galvaskir á Salatbarinn þar sem hungrið var seytt.

Á miðvikudaginn rifu nokkrir úr leikhópnum sig upp kl rúmlega 5 um morgun til að koma fram í hinum geysivinsæla morgunþætti Ísland í bítið. Um kvöldið var svo generalprufa þar sem börn úr Öskjuhlíðaskóla voru meðal gesta og voru þau frábærir áhorfendur.

Svo loks rann stóri dagurinn upp, sjálfur frumsýningar/árshátíðardagurinn.
Dagurinn hófst eins og áður var sagt á frumsýningu á hinum kyngimagnaða ö?ngleik Litlu Hryllingsbúðinni.
Eftir sýninguna var aðstandendum boðið í mat hjá kennurum og þar var skálað,haldnar ræður og var fólk almennt hresst.

Eftir það var haldið heim í langa sturtu og fíneri.
Svo var skundað í matinn þar sem gleðisveitin Hundur í óskilum skemmti svöngum árshátíðargestum. Einnig er vert að minnast á árshátíðarmyndbandið sem var góð skemmtun og hina frábæru kynna; Egil og Magga Mike sem héldu uppi góðri stemmningu m.a. með að taka atriði úr söngleiknum.

Engin er árshátíð án balls og ekkert er ball án fyrirpartýs.
Eftir matinn var haldið í fyrirpartý, eða einskonar frumsýningarpartý hjá forsetanum. Fólk var almennt hresst og vel í glasi.
Hápunkturinn var þegar Unnur,Selma og Margrét Eir mættu á svæðið og vakti það mikla lukku. Ekki má gleyma hinni ógleymanlegu klósettferð sem farin var með leikstjóranum, og þegar þær fyrrnefndu stöllur stálu leigubíl sem undirrituð, Ásta og Elísa Hildur höfðu pantað.

Þrátt fyrir leigubílaskort tókst okkur að redda fari á ballið.
Ballið var alveg hreint út sagt stórskemmtilegt, og alltaf stendur hann Páll Óskar fyrir sínu.
Leynigesturinn var ekki af verri endanum, en það var sjálfur Herbert Guðmundsson og tók hann slagarann Svaraðu...kallinu sem ómaði um allt land fyrir nokkru.
Enginn alvarlegur skandall átti sér stað, en þó voru nokkrir í uppsiglingu, en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá.

Dagurinn í heild sinni var frábær, en þó varð undirrituð fyrir vonbrigðum þegar hún ætlaði heim í heiðardalinn(álftanes).
Sjáið til, venjulega eru rútur sem fara eftir árshátíðina í kóp,hfj,gbæ og á álftanes en eitthvað virtist álftanesi góða hafa gleymst og voru bara rútur í kóp,hjf og gbæ. en þetta reddaðist allt, tekin var gbæ rútan og síðasta spölinn komumst við álftnesingar með taxa, takk Hreyfill

Stjörnugjöf dagsins hljómar svo:
Sýning: 5 hrebbnur af 5
Matur:4 hrebbnur af 5
Fyrirpart?: 4 1/2 hrebbna af 5
Ball: 4 1/2 hrebbur af 5
Heimfer?: 1 hrebbna af 5

Að lokum vil ég hvetja alla að koma á sýningu á Litlu Hryllingsbúðinni, en næstu sýningar eru í kvöld laugardag kl:20 og á fimmtudaginn kl 20..nánar hér

Engin ummæli: