Tilraun til menntunar:
Stundum geta einföldustu hlutir vafist fyrir manni, eins og að lesa á klukku eða reima skó.
Starfsmenn www.hrebbna.tk vilja láta sitt eftir liggja og tóku þá ákvörðun í vikunni að reyna að leysa svona minniháttar vandamál.
Hér á eftir geri ég tilraun að kenna þeim fáfróðu að reima skó með vonandi góðum árangri.
Að reima skó 103- kennari Hrefna Þórarinsdóttir
Ágætu nemendur.
Þið eruð hér komin til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að reima skóna ykkar.
Byrjum á byrjuninni....
Þetta er fótur, hann er mikilvægur þáttur í áfanganum.
Þetta er skór, einnig mikilvægur þáttur í áfanganum.
Við byrjum á því að finna skó við okkar hæfi, skó með reimum.
Fóturinn(í þessu tilfelli hægri) er settur í hægri skó.
Varúð: oft vill til að byrjendur lendi í svokallaðri "krummafótakrísu" eða "krummofotocrisio" á fræðimáli. Ekki örvænta því hana má leysa einfaldlega með því að taka skóinn af þeim fæti sem hann á ekki heima á.
Þegar fóturinn er kominn í skóinn er hafist handa. Leggið reimarnar til hliðar við skóinn eins og sjá má hér þannig að engin flækja sé á þeim.
Takið síðan reimarnar í sitthvora höndina og gerið venjulegan hnút.
Hér ætti að staldra aðeins við og anda nokkrum sinnum inn og út(að læknisráði) .
Þegar hnúturinn hefur verið búinn til skal taka þá skóreim sem er á vinstri hönd og mynda með henni einskonar lykkju. Því næst má taka þá skóreim sem er á hægri hönd og vefja henni utan um "lykkjuna" lauslega eins og hér má sjá.
Því næst skulum við endurtaka öndunarferlið...inn út, inn inn út.
Nú er komið að erfiða hlutanum. Við tökum þá skóreim sem vafin var utan um "lykkjuna" í gegnum gat sem undir venjulegum kringumstæðum myndast við gerð lykkjunnar og myndum með henni aðra lykkju, og herðum fast.
Út fáum við slaufu.
Endurtakið síðan þetta ferli á hinum fætinum og útkoman ætti að vera rétt reimaðir skór á báðum fótum.
Einnig er hægt að mynda tvöfalda slaufu með reimunum, en það er einungis fyrir lengra komna og er ekki mælt með að nýnemar í skóreimingum ættu að reyna það án eftirlits.
Árangurinn er augljós; ekki lengur lausar skóreimar og þið getið gengið um göturnar stolt, því þið reimuðuð jú skónna ykkar sjálf.
Áfanganum Að reima skó 103 er lokið
Kennarinn þakkar gott hljóð og biður síðasta mann um að loka á eftir sér á leiðinni út.
miðvikudagur, september 22
laugardagur, september 18
Lottó
Alveg frá því að ég var barn í pampers bleyju hef ég velt því fyrir mér hvernig þessi blessaða vél virkar sem velur lottótölur kvöldsins fyrir landsmenn.
Fyrir mér er þessi vél mjög framandi, og eflaust er hún það líka fyrir ykkur hin.
Aldrei hef ég berum augum litið þessa vél, og hefði ekkert á móti því að skoða hana örlítið.
Svo fór ég að velta fyrir mér:
Ætli vélin sé geymd einhversstaðar á leynilegum stað, og er hún ein af sinni tegund?
Ætli það sé öryggisvörður sem hefur það eitt verk að passa vélina?
Er vélin til??
Ef einhver hefur svar við þessum spurningum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband
Vangaveltudeild www.hrebbna.tk
Alveg frá því að ég var barn í pampers bleyju hef ég velt því fyrir mér hvernig þessi blessaða vél virkar sem velur lottótölur kvöldsins fyrir landsmenn.
Fyrir mér er þessi vél mjög framandi, og eflaust er hún það líka fyrir ykkur hin.
Aldrei hef ég berum augum litið þessa vél, og hefði ekkert á móti því að skoða hana örlítið.
Svo fór ég að velta fyrir mér:
Ætli vélin sé geymd einhversstaðar á leynilegum stað, og er hún ein af sinni tegund?
Ætli það sé öryggisvörður sem hefur það eitt verk að passa vélina?
Er vélin til??
Ef einhver hefur svar við þessum spurningum er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband
Vangaveltudeild www.hrebbna.tk
þriðjudagur, september 14
Tilkynning:
Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir hressu píunum í freknuverndarafélaginu sem birtu eitt sinn pistil á þessari fögru síðu við mikinn fögnuð almennings.
Þeir sem héldu að félagið væri dautt úr öllum æðum höfðu rangt fyrir sér, því þær stöllur Elísa Hildur og Kristín, formenn og einu meðlimir félagsins hafa komið sér upp heimasíðu sem vonandi mun vaxa og dafna með tímanum.
www.hrebbna.tk er klökk vegna ummæla í hennar garð á síðu þessari og ánægð með gott samstarf sem er nú á enda.
Freknur lengi lifi
Fréttamenn www.hrebbna.tk
Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir hressu píunum í freknuverndarafélaginu sem birtu eitt sinn pistil á þessari fögru síðu við mikinn fögnuð almennings.
Þeir sem héldu að félagið væri dautt úr öllum æðum höfðu rangt fyrir sér, því þær stöllur Elísa Hildur og Kristín, formenn og einu meðlimir félagsins hafa komið sér upp heimasíðu sem vonandi mun vaxa og dafna með tímanum.
www.hrebbna.tk er klökk vegna ummæla í hennar garð á síðu þessari og ánægð með gott samstarf sem er nú á enda.
Freknur lengi lifi
Fréttamenn www.hrebbna.tk
mánudagur, september 13
Ég var stödd í messu fyrir nokkru sem gerist ekki oft.
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
Ástæðan, jú það var verið að skíra lítinn frænda minn, auðvitað verður barnið nú að heita eitthvað.
Ég sat prúð ásamt fjölskyldumeðlimum mínum, hlýddi á prestinn lofa drottinn og hans gengi og söng sálma af fullum hálsi.
Þegar leið á messuna tók ég eftir aldraðri konu er sat fyrir aftan mig. Sú hafði ekki fagra söngrödd skal ég segja, en notaði hana þó óspart alla messuna.
Eftir mjög góða æfingu að bæla niður hlátur minn fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og gat ég ekki bælt hláturinn niður lengur er presturinn sagði ;" ég trúi á heilagann andra, heilaga almenna kirkju..."
Eftir messuna fór ég að velta þessu fyrir mér; hver er þessi Andri?
Höfum við lifað í misskilningi öll þessi ár?
Heitir maðurinn sem við þekkjum sem Jesú eða Guð í raun og veru Andri?
Ég er allavega farin að trúa á hinn heilaga Andra og bið ykkur kæru lesendur að trúa á hinn sama.
Amen fyrir Andra
laugardagur, september 4
Stríðið endalausa
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja
Oft hefur undirrituð bloggað um hið eilífa stríð sem var í gangi á milli fraulein matsölu, hinnar háttvirtu menntastofnunar og nemenda.
Eftir að fraulein matsala hafði veifað friðarflagginu fögnuðu nemendur ærlega, en við vorum ekki lengi í paradís.
Nú hefur svarti sauðurinn ....tja, köllum hana bara fraulein.
Nú hefur fraulein tekið völdið og ætlar sér aldeilis að nýta þau.
Nemendur fela sig inni á salernum, sitja sem fastast og bíða eftir næsta tíma og telja flísarnar á gólfinu þegar frauleinin labbar fram hjá, einungis vegna hræðslu og ótta við hana.
Ónefndur grúbbumeðlimur lenti allsvakalega í frauleininni fyrir nokkru er hún svaf á sínu græna eyra í hinni háttvirtu menntastofnun.
Frauleinin tjáði henni að nú skyldi hún opna augun, því það væri bannað að sofa í stofnuninni..(síðan hvenær?)
Saklaus framhaldsskólanemi þreyttur eftir kvöldið áður og ákvað að leggja sig í eyðu, hélt augum sínum opnum fyrir frauleinina og hefur vart sofið síðan.
Einnig hefur hún hafið herferð í skólanum að þar megi aðeins snæða sinn verð í svotilgerðum matsal, sem rúmar c.a. 100 nemendur í mestalagi sem er fáránlegt því skólinn er 600 manna. Þetta hefur leitt til þess að helmingur nemenda í skólanum sveltur langt fram eftir degi, lærir ekkert í kennslustundum vegna hungurverkja sem bitnar að á endanum á lokaprófunum..keðjuverkun þið skiljið.
En hingað og ekki lengra fraulein..við munum koma aftan að þér
Kveðja