miðvikudagur, september 22

Tilraun til menntunar:

Stundum geta einföldustu hlutir vafist fyrir manni, eins og að lesa á klukku eða reima skó.
Starfsmenn www.hrebbna.tk vilja láta sitt eftir liggja og tóku þá ákvörðun í vikunni að reyna að leysa svona minniháttar vandamál.
Hér á eftir geri ég tilraun að kenna þeim fáfróðu að reima skó með vonandi góðum árangri.

Að reima skó 103- kennari Hrefna Þórarinsdóttir

Ágætu nemendur.
Þið eruð hér komin til þess að reyna í eitt skipti fyrir öll að reima skóna ykkar.
Byrjum á byrjuninni....
Þetta er fótur, hann er mikilvægur þáttur í áfanganum.
Þetta er skór, einnig mikilvægur þáttur í áfanganum.

Við byrjum á því að finna skó við okkar hæfi, skó með reimum.

Fóturinn(í þessu tilfelli hægri) er settur í hægri skó.
Varúð: oft vill til að byrjendur lendi í svokallaðri "krummafótakrísu" eða "krummofotocrisio" á fræðimáli. Ekki örvænta því hana má leysa einfaldlega með því að taka skóinn af þeim fæti sem hann á ekki heima á.

Þegar fóturinn er kominn í skóinn er hafist handa. Leggið reimarnar til hliðar við skóinn eins og sjá má hér þannig að engin flækja sé á þeim.
Takið síðan reimarnar í sitthvora höndina og gerið venjulegan hnút.

Hér ætti að staldra aðeins við og anda nokkrum sinnum inn og út(að læknisráði) .

Þegar hnúturinn hefur verið búinn til skal taka þá skóreim sem er á vinstri hönd og mynda með henni einskonar lykkju. Því næst má taka þá skóreim sem er á hægri hönd og vefja henni utan um "lykkjuna" lauslega eins og hér má sjá.

Því næst skulum við endurtaka öndunarferlið...inn út, inn inn út.

Nú er komið að erfiða hlutanum. Við tökum þá skóreim sem vafin var utan um "lykkjuna" í gegnum gat sem undir venjulegum kringumstæðum myndast við gerð lykkjunnar og myndum með henni aðra lykkju, og herðum fast.
Út fáum við slaufu.

Endurtakið síðan þetta ferli á hinum fætinum og útkoman ætti að vera rétt reimaðir skór á báðum fótum.

Einnig er hægt að mynda tvöfalda slaufu með reimunum, en það er einungis fyrir lengra komna og er ekki mælt með að nýnemar í skóreimingum ættu að reyna það án eftirlits.

Árangurinn er augljós; ekki lengur lausar skóreimar og þið getið gengið um göturnar stolt, því þið reimuðuð jú skónna ykkar sjálf.


Áfanganum Að reima skó 103 er lokið
Kennarinn þakkar gott hljóð og biður síðasta mann um að loka á eftir sér á leiðinni út.



Engin ummæli: