sunnudagur, október 29

Af þolraunum

Eitt fékk ég í vöggugjöf og það er óbilandi forvitni...og dass af óþolinmæði.

...forvitni og óþolinmæði geta farið illa saman...

...í dag er ég bæði forvitin og bíð óþolinmóð eftir morgundeginum

www.hrebbna.tk
-sem bíður og bíður og bíður og bíður...til morguns-

fimmtudagur, október 19

Af upphituðum gólfum

Það að hafa hita í gólfinu í stað gömlu góðu ofnanna getur verið kostur en þegar móðir manns hefur ákveðið að afþíða nautahakk á gólfinu og undirrituð gengur nývöknuð fram og stígur beint í hakkhrúguna er frekar óskemmtileg upplifun.

Það er ennþá óskemmtilegri upplifun að renna á rassinn á bleytupollinum eftir að hakkið er afþiðið.

www.hrebbna.tk
-alltaf að læra af mistökunum-

þriðjudagur, október 10

Lægð

Svo virðist sem mikil lægð sé að ganga yfir í bloggheiminum þessa dagana.

Þegar ég skoða færslur frá fyrri árum var ég stundum að fá yfir tuttugu comment á hverja færslu og líkaði vel að fólk hafði skoðun á því sem ég skrifaði um.

Eina manneskju get ég þó alltaf treyst á að commenti..en ég er eins og gráðugur krakki á jólunum..þegar eitt comment er komið vil ég fá fleiri!

Ég bið ykkur því, kæru lesendur, að commenta..sama hversu lítið eða ómerkilegt commentið er...því annars finnst mér örlítið tilgangslaust að blogga fyrir sjálfa mig.

Ástarþakkir kæru lesendur

www.hrebbna.tk
-í blogglægð-

sunnudagur, október 8

Ábendi

Ábendi dagsins er síðan www.forrettindi.is en það er hetjan og snillingurinn Freyja Haraldsdóttir sem flytur fyrirlestra fyrir unlinga um að það sé forréttindi að lifa með fötlun. Verkefnið hlaut styrk Menntamálaráðuneytissins.

Hvet alla til kynna sér málið...nei skipa öllum að kynna sér málið!

www.hrebbna.tk
-forrettindi.is-