föstudagur, febrúar 27

viðbætur
Á degi hverjum virðist bloggveiran smita frá sér og vil ég kynna ég nokkra bloggara sem koma ferskir inn á tenglalistann

Má ég kynna:

Einar dýrahljómborð:
Einar er mjög hress og skemmtilegur mh fýr, talar alvöru gervirússnesku og gerir það með stæl.

Sigrún Björg:
Eftir að hafa margsinnis fengið hótunarbréf í tölvupósti finnst mér ég verða að setja Sigrúnu hérna inn. Hún er ágætist stelpa úr FG, og má þess til gamans geta að á vordögum mun hún leika ástkonu mína í því fagra verki Platanov eftir Tjekov.

Daníel Óliver:
...er góður vinur Páska-Lilju og allir vinir vina minna eru mínir vinir ef svo má að orði komast.
Hann er mikið fyrir leiklistina drengurinn sá og er hress með eindæmum.

Hér með býð ég ykkur velkomin á tenglalistann og vona að þið bloggið um ókomna framtíð

mánudagur, febrúar 23

Loks er dagurinn kominn
Kæru lesendur.
Dagurinn mikli er runninn upp. Í dag á bloggsíðan mín 1. árs afmæli.

Á þessu ári hef ég bloggað alls 138 sinnum, sem er svona meðalárangur og stefni ég að því að vera enn öflugri á næstkomandi árum.

Um margt hefur verið bloggað, en þó á ég margt óbloggað og mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur að halda mínu striki í bloggheiminum.

Já, eins og ég sagði hef ég bloggað um margt og vil ég nefna hér nokkur blogg sem hafa vakið mikla athygli lesenda minna:

#Mánudagur 29.des: Hver á eftir að gleyma blogginu sem skrifað var í snjóhúsinu?
---Ég blogga hér í beinni úr snjóhúsinu sem mér tókst að byggja í morgun.
Mér varð ljóst að ég kæmist ekki aftur inn í steinhús mitt eftir heiðarlega tilraun til þess að komast til vinnu á litla fólksbílnum mínum, og ákvað ég að byggja mér snjóhús meðan ég biði.
Björgunarsveitarmeðlimir hafa ekki enn svarað morsskeytum mínum sem ég sendi með því að spila á forláta munnhörpu sem ég fann á botninum í veskinu mínu, ásamt varalit sem ég kannast ekki við að eiga.#Mánudagur 15.des: Skandall ársins þegar kona í Hagkaup bað undirritaða að máta peysu.
--"Fyrirgefðu fröken, ekki gætiru mátað þessa peysu fyrir mig, þú ert nefnilega álíka feit og dóttir mín?

#Fimmtudagur 7.ágúst: Seint mun sá dagur gleymast er hrefnuveiðar voru leyfðar á Íslandi. Hrebbnan hafði sitt að segja.
---"Ég fékk hörmulegar fréttir áðan. Það á að leyfa Hrefnuveiðar
hmm..? Ég og Hrefna Sif ætlum að stofna Hrefnuverndarafélagið.
Allir sem vilja ganga í félagið geta skráð sig í commentin hér að neðan eða haft samband við mig á hrefna_@hotmail.com.
Framundan hjá félaginu er t.d. skákkvöld, bingó og kleinusala!"


Og svo má ekki gleyma eilífu stríði grúbbumeðlima við fraulein Matsölu..

#Þriðjudagur 23.september: Matsölublogg 1
"Vegna lélegrar umgengni í matsölu nemenda hefur verið tekið ákvörðun um að hækka allan varning matsölunnar um vissa upphæð til að standa undir kostnaði á brotnum glösum, bognum hnífapörum og brotnum diskum."
Nú er ég hlessa, eru samnemendur mínir svo óþroskaðir að ekki er hægt að treysta okkur fyrir glösum og hnífapörum?
Er kostnaðurinn svo mikill að matsalan er komin í mínus?


og enn var heyjað stríð..
#Miðvikudagurinn 15.október: Stríðið stóð lengi vel og grúbbumeðlimir voru orðnir veikir á taugum.
---"Ég spyr, fer matsalan virkilega á hausinn ef 10 stelpur panta sér pizzu einu sinni í viku? Og ef maður asnast til að smyrja sér samloku heima verður maður þá að spyrja með væmnum svip "má ég borða samlokuna mína í matsal yðar, frú matsala?"

og loks var blásið í sigurlúðra.
#Sunnudagurinn 19.október: Loks sigruðu grúbbumeðlimir stríðið en þó er það enn í gangi. Sögusagnir herma að stríðið verði lengra en hið fræga 100 ára stríð.
---"Með gleðitár í auga tilkynnist það hér með að ég hef unnið stríðið við frú matsölu.
Frú matsala bað undirritaða afsökunar á atburði þeim er gerðist síðastliðinn miðvikudag á föstudaginn var og þýðir það enn einn sigur fyrir mótmælendur


Ekki má gleyma öllum félögunum sem stofnuð voru:
#Hrefnuveiðafélagið
#Fimmaurabrandarafélagið
#Stuðningsmenn Hallgerðar Langbrókar
#Kassadömufélagið
#Freknuvinafélagið

og síðast en ekki síst:
#Grúbban sem samanstendur af ,,heiðursnemum" úr FG.


Einnig voru nokkur blogg sem verður að minnast á:
Sun 13.apríl:
Það gleymist seint þegar blaðamaður Æskunnar hringdi í undirritaða og bað hana um að koma í viðtal. Stór misskilningur var í gangi og hélt blaðamaður að hann hefði hringt í alnöfnu mína, sem virðist vera söngkona á barnahljómsveit nokkurri, nefnd Kiðlingarnir.

Þri 23.júní:
Fréttamaður síðunnar fór á stúfana á jónsmessunótt og lenti í ýmsum ævintýrum. Þ.á.m að velta sér nakin/nn upp úr dögginni

..og enn eru mörg skemmtileg blogg ótalin og verðið þið, læru lesendur bara að setjast niður á góðum degi og lesa þau.

Með gleðitár í auga segji ég takk fyrir stuðning ykkar kæru sambloggarar,vinir og fleiri og vona að þið verðið jafn yndæl að lesa blogg mitt á árinu sem framundan er.

Ykkar einlæg
Hrebbna

laugardagur, febrúar 21

Afmælistíðindi
Vil minna aðdáendur á að 1.árs bloggafmæli mitt er á mánudaginn.
Ég tek mun taka við heillaóskum í farsímann, og heimasímann.
Einnig er tölvuvæddum einstaklingum bent á að þeir geta sent mail á hrefna_@hotmail.com.

Síðan lengi lifi..húrrahúrrahúrra

þriðjudagur, febrúar 17

Af klukkum, úrum og öðrum gangverkum
Eitt er það sem ég hef aldrei skilið, og mun væntalega aldrei skilja hvers vegna klukkur geta ekki verið allar réttar.
Oftar en einu sinni hef ég orðið of sein eitthvað vegna þess eins að ég leit á klukku sem var rangstillt.
Gott dæmi er að í dag leit ég á klukku í skólanum sem var 10 mín yfir tvö..svo leit ég á símann minn og þar var hún aðeins 4 mín yfir og svo hringdi ég í klukkuna(bara til að vera viss) og þá var mín alveg rétt.
Ætli þetta sé einhversskonar skipulagt samsæri?
Ég sé alveg fyrir mér ríkisstjórnina sitja saman á fundi með kleinu i annari og sýru í hinni og plana og plana klukkumál Íslands.

Ég legg til að það verði bara ráðinn Klukkumálastjóri Íslands, og hann getur haft skrifstofu og undirmenn og mundu þeir síðan ganga um allt og stilla klukkur á réttan tíma.

Einnig væri hægt að setja nokkra unglinga í þetta á sumrin, bara svona til að auðvelda verkin.

Góð hugmynd?

laugardagur, febrúar 14

Light of my life
Ég lenti í því óhappi fyrir rúmri mínútu að ljósastæðið inni i herberginu mínu gaf upp öndina.
Ég setti upp "rafvirkjagleraugun" og ætlaði að vera klár og skipta um peru..en NEI.
Eftir miklar rannsóknir í u.þ.b. 30 sek tókst mér að leysa gátuna: ljóstastæðið er ónýtt.
Þar sem allir á heimili mínu hafa fallið í svefninn ljúfa og geta eigi sagt mér hvar í ósköpunum vasaljós er hef ég ákveðið að leita hjálpar Krist þó ég trúi eigi á hann.

Hinn "mikli" sagði eitt sinn:
"Ég er ljós heimsins.
Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í mykri heldur hafa ljós lífsins"

Ég ætla að reyna að biðja bænirnar mínar og vona heitt og innilega að mér birtist þetta ljós heimsins sem er svo margumrætt því annars finn ég hvergi gervitennurnar mínar.
Táraflóð
Í mínum eigin tárum syndi ég eins og selur.
Þó þetta blogg gæti reynst loftbólukennt er það eigi mín sök því enginn súrefniskútur var hafður með í för á ræðukeppni MORFÍS þar sem FG tapaði á móti hinum mikla skóla MH.
Tár mín streymdu niður kinnarnar þegar úrslitin voru gerð kunn, ekki vegna tapsárleika..nei vegna skömm.

Fyrir þá sem ekki vita skeit lið FG á sig upp á bak..enda ekki furða því liðið var mesta martröð!

Sjáið til.
Ég mætti í sparigallanum í MH um áttaleytið og skannaði svæðið í leit að hressum FG-ingum.. en engann sá ég.
Eftir örfáar mínútur sá ég þó systur mína og vinu hennar, og Heiðu í Horni ásamt örfáum öðrum hressum FG-ingum.
Hins vegar þegar vel á keppnina var liðið sá stuðningslið FG sér fært um að mæta (borgar sig að vera svona fashionaly late) og kom inn með látum.
En nú spyr ég kæru samnemendur,vinir og annað hyski.. hvar voruði þegar ræðulið FG þurfti hvað mest á ykkur að halda?
Vinafólk úr MH hefur afsökun
Megi þið skammast ykkar úti í horni og sjá til þess að FG megi ekki skammast sín fyrir lélega mætingu á Gettu Betur næstkomandi fimmtudag.

Látið þetta ykkur að kenningu verða

föstudagur, febrúar 13

Áminning

Fg og MH munu etja kappi í kvöld í MH kl 20:00.
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta og styðja sitt lið(FG) og lofa ég magnaðri keppni!
Ég treysti á ykkur kæru lesendur!

mánudagur, febrúar 9

Af kennslustundum
Í dag missti ég vinstri hönd mína, hennar er sárt saknað og mun enginn gervilimur koma í hennar stað.

Ástæðan er eilif upprétt hendi-einkennið.

Ég sat í mínum mestu makindum í stærðfræðitíma með upprétta hendi því eins og alla jafna skildi ég ekki alveg hvert kennarinn var að fara.
Ég hafði hendina upprétta í samtals 15 mínútur og kennarinn virtist ekkert vera að taka eftir minni fögru hendi.
Þegar ég loks gafst upp og lét hana síga niður í sína eðlilegu stöðu datt hún af, einkum vegna athyglisskorts og blóðleysiss.

Ég spyr: er nú svo komið að maður þarf að ganga í skærlitum fatnaði og helst vera með blikkandi sírenu á hausnum sem gefur til kynna að manni vantar aðstoð?


Ég óska hér með eftir manneskju sem er til í að þróa með mér kerfi sem sett væri í allar stofur. Kerfi í líkingu við flugfreyjuhnappa í flugvélum. Maður mundi einfaldlega ýta á hnappinn og þá mundi allt í einu skælbrosandi kennari koma og aðstoða mann.
Sjálfboðaliðar sem eru til í að taka þátt í þessu litla tilraunaverkefni geta fengið frítt kaffi og meðþví á annatímum

laugardagur, febrúar 7

og enn bætist í hópinn
Bloggveiran virðist vera að breyðast hratt út um grúbbuna.
Enn einn meðlimur er smitaður og liggur hann á fólk.is vefslóðinni.
Bloggarinn er (trommur....)
Íshildur
...eða Elísa Hildur.
Elísa Hildur er hinn helmingurinn af mér ef svo má segja.
Ég kynntist henni fyrir ári síðan, á fyrstu æfingunni á Rocky Horror.
Síðan þá höfum við vart verið aðskildar. Hún er í einu orði sagt FRÁBÆR!

Takk

miðvikudagur, febrúar 4

Nú dregur til tíðinda
Í tilefni að 1.árs afmæli þessarar fögru síðu vill ég efna til örlítillar samkeppni um gestabloggara.
Þeir sem hafa áhuga að skrifa eins og einn pistil á síðuna er velkomið að skrá sig í commentin hér að neðan, og ég mun taka umsókn þeirra til athugunar.
Hentugt fyrir einstaklinga,hópa og minnihlutahópa.

Með von um góðar viðtökur
Hrebbnan
Þrjúþúsundasti gesturinn
Með gleði í hjarta tilkynnist það hér með að nú þegar hafa 3000 gestir komið inn á síðuna á þessu ári sem hún hefur verið í gangi.
Gesturinn umdeildi hlýtur þurrkaðann útfarablómakrans og gamla bók sem enginn veit hvað heitir því forsíðan er rifin.
Sá sem telur sig hafa verið fyrrnefndur gestur má endilega gefa sig fram.

Ég vil einnig minna á að einungis eru 19 dagar í ársafmæli síðunnar, og þá verður eitthvað rosalegt gert!

þriðjudagur, febrúar 3

Og enn er heyjað stríð
Þá er komið nóg!
Á skólafundi í dag kom það í ljós að lausnir skólastjórnar við öllum vandamálum er að skipa nefnd í kringum málið og láta hana vinna í málinu.
*Sem dæmi má nefna að einn nemandinn kvartaði undan því að klukkurnar væru allar á sinhvorum tímanum. Svar skólastjóra var að nefnd yrði skipuð til að ræða þessi mál, og í framhaldi af því gæti einn nemandi tekið að sér að sjá um klukkumál skólans.
*Annað sniðugt dæmi var að nemanda var að spurn hvers vegna ekki mætti drekka vatn í tímum. Svar skólastjórans var að ástæðan væri sú að það væri ekki á gangaverðina leggjandi að vera að þrífa upp vatn hér og hvar í stofunum. Já, það er auðvitað svo erfitt að þrífa upp vatn..sem annars gufar upp.

Ég hef þó ekki tölu á nefndum í FG, en tel þó að hún sé kominn hátt í hundraðið.

Það sem var kannski mest sjokkerandi, þá sérstaklega fyrir meðlimi grúbbunar er að hornið okkar mun verða yfirtekið, og þar skal byggja Net-Café a la FG!
Hvaða skóli þarf að hafa Net-Café?
Nokkrir meðlimir grúbbunar hafa þegar verið lagðir inn á geðdeild vegna þessa tíðinda, og stefnir í að enn fleiri muni leggjast þar inn á næstu dögum.
Þeir heilbrigðu hafa ákveðið að hefja leit að nýjum stað í skólanum, en nýjustu fregnir herma að ekkert pláss sé laust nema á bókasafni og á salernum.. og þykja salernir koma sterk inn..sérstaklega vegna "hafið hljótt" reglunni sem er ríkjandi á bókasöfnum víða um heim.

Vegna heilsutaps hef ég ákveðið að nánari fregnir af yfirtöku hornsins verði að bíða betri tíma..
Yfir og út
Enn meiri viðbætur í bloggheima
Svo virðist vera að fólk sé duglegt að koma sér upp bloggi..enda ekki skrýtið því blogg er skemmtileg list.

Nýjustu bloggararnir eru:

Elísa: Elísa er stórklikkuð stelpa frá Hellu,búsett í Garðabæ, en stefnir á Hafnarfjörðinn í framtíðinni.
Hún lék Janet svo eftirminnilega í Rocky Horror og er yndi í alla staði.
Eva:..er alveg hreint yndælis stelpa.
Þrátt fyrir mikla ljóskutakta er hún besta skinn inn við beinið.

Velkomnar í bloggheima stelpur..og til hamingju með tengilinn ykkar!