föstudagur, febrúar 24

Af dagskrárliðum í útvarpi

Fyrir nokkru síðan var undirrituð að hlusta á Rás 1 á leið sinni í skólann af óútskýranlegri ástæðu.
Á dagskránni var morgunleikfimi Rásar 1 .

Er ég hlustaði á rödd konunnar sem leikfiminni stjórnaði fór ég að velta einu fyrir mér.

Ætli hún sem morgunleikfiminni stjórnar sé í stúdíóinu að sprikla,sprella og hreyfa sína leggi hliðar saman hliðar í takt við frekar kjánalegt undirspil eins og spirkleríið á Stöð 2 er, eða er hún sitjandi á stól með kaffibolla að lesa af blaði "hliðar saman hliðar! krossa! upp á tábergið öll sömul!"

Er þetta ekki hálf kjánaleg hugmyndafræði að vera með morgunleikfimi í útvarpi?

www.hrebbna.tk
-morgunhani-

sunnudagur, febrúar 19

Punktur dagsins

Í dag ætla ég að blogga í punktaformi.

  • 12. dagar eða svo í frumsýningu á Sister Act þann 2.mars næstkomandi...stressið farið að gera verulega vart við sig

www.hrebbna.tk
-á róandi-

mánudagur, febrúar 13

Um daginn og veginn

Mánudagur
Stressaður kennaranemi reynir að fanga athygli órólegra nemenda í tíma einum með því að teikna mjög óskýra og illa teiknaða útskýringamynd upp á töflu.
Aftast í stofunni heyrist í nemanda;

Þessi hefur greinilega ekki útskrifast af Listnámsbraut, það er greinilegt!

Bekkurinn hlær og kennaraneminn roðnar sem aldrei fyrr og á þessari stundu minnkar vilji hans til að kenna um helming, það eitt er víst!

www.hrebbna.tk
-styttir sér stundirnar í skólanum-

sunnudagur, febrúar 5

Hingað og ekki lengra!

Já ég segi það og meina af öllu hjarta!

Ég horfi ekki mikið á sjónvarp nema rétt á kvöldin áður en haldið er í háttinn.
En um daginn sat ég og horfði á sjónvarpstöðina Sirkus og fann mig knúna til þess að æla og henda sjónvarpinu mínu út um ofursmáa gluggann í herberginu mínu.

Þátturinn sem var á dagskrá var kenndur við karla og eru Gillzenegger og vinur hans í broddi fylkingar og taka það að sér að breyta prýðisfólki í hnakka með strípur og húð sem er á góðri leið með að fá krabbamein vegna ofnotkun brúnkukrema og ljósabekkja.

  • Ég einfaldlega neita því að æskan gæti verið svo glötuð að finnast þessir þættir góðir, eða jafnvel bara sæmilegir.
  • Ég neita að þetta teljist til afþreyjingarefnis og að fólk skuli vilja komast í þáttinn til þeirra!
  • Ég neita því að Geir Ólafs sé mennskur(eftir um 3 klst. flug frá London með kappann fyrir framan mig get ég hreinlega ekki meir!), sérstaklega eftir að hann kom fram í þessum þætti og fór að sýna blíðuhót við sófa
  • Ég neita því að þeir séu töff...ég tel þá vera glataða

En hver veit, kannski er ég glötuð?
Kannski ætti ég að fara í ljós, fá mér strípur og fara að nota orð eins og köttaður,hellaður,kjelling og tappar, P.I.M.P. og kaupa mér föt fyrir 100. þús krónur á mánuði þó svo að ég skuldi yfir 20.þús í yfirdráttaheimild!

Best að fara að kíkja í orðabók kallana.is og skella mér í ljós!

www.hrebbna.tk
-hel köttuð-