þriðjudagur, mars 20

Blíðviðrið

,,Nú er úti norðanvindur
..nú er hvítur Esjutindur
ef ég ætti úti kindur...
þá myndi ég láta þær allar inn...
elsku best vinur minn.."

Þessi litla vísa kom upp í huga mér meðan ég fauk milli húsa og trjáa þegar ég hugðist labba heim eftir vinnu.

Fólk á förnum vegi fauk líka út og suður, sem og húsdýr og aðrir lausamunir.

Eins gott að ég makaði á mig sólarvörn áður en ég lagði af stað

www.hrebbna.tk
-í 30° hita...eða frosti-

laugardagur, mars 17

Plögg um plögg frá plöggi til plöggs

Vil vekja athygli fólks á sýningunni

Öskubuska...úr öskunni í eldinn sem FG sýnir um þessar mundir

Aðstoðarleikstjóri sýningarinnar er ekki af verri endanum..ykkar einlæg!
Sýningin er einungis fyrir þá sem fíla frábærann húmor...og alla hina líka!

Næstu sýningar eru sunnudaginn 18. mars kl 20, þriðjudaginn 20 mars kl 20 og miðvikudaginn 21 mars kl 20!

Miðasala er í síma 520-1600...5-2-0-1-6-0-0 eða fimmtuttugusextánhundruð

www.hrebbna.tk
-plögger-

laugardagur, mars 10

Af öllu öðru

Endurmenntunarstefna mín hefur gengið prýðilega undanfarið..

Í síðustu viku lærði ég stafinn G sem er besti vinur g

Stóra G og litla g eru bestu vinir!

G,g,g Goggi kaupir gel...

Einnig lærði ég að plúsa stór og erfið reikningsdæmi með skeljum og legókubbum
.....
..
.

Með þessu áframhaldi stefni ég á háskólanám árið 2070

www.hrebbna.tk
-það er leikur að læra-