þriðjudagur, júní 24

Nóttin hefur þúsund augu
Eins og áður sagði fór ég í nótt, ásamt Ingu, Viggu og Elísu út á vit ævintýranna í þeim tilgangi að velta okkur upp úr dögginni.
VIð fundum afvikin stað uppi í Heiðmörk og fórum úr fötunum og veltum okkur, dauðhræddar um að einhver myndi keyra fram hjá.
Það er nefnilega ólöglegt að vera nakin á almannafæri elskurnar mínar.
Þetta var mjög áhugaverð stund og hef ég sjaldan hlegið eins mikið á svo stuttum tíma skal ég segja ykkur.
Nú er bara að bíða og sjá hvort að þetta ár verði öðruvísi, kynferðislega og ókynferðislega séð.

kannski maður nái sér bara í gæja.. hvur veit!

mánudagur, júní 23

Jónsmessunæturdraumur
Lítið sem ekki neitt hefur gerst undanfarna daga, fyrir utan það að ég hef verið útnefnd aumingjabloggari ársins fyrir lélega frammistöðu síðustu daga.
Ég skamma mig oft og lengi ef ég gleymi að blogga, og er ég öll blá og marin eftir þessi ósköp.

Það munaði örmjóu að ég væri rekin úr bæjarvinnunni á föstudaginn var, en verkstjórinn(sem er yfir Jón Gunnari, a.k.a. Johnny Five) var á mótþróaskeiði þennan dag, að ég tel.
Ég og Agga vorum á fullu að vinna, og hún kemur og rífur kjaft og segir okkur að vinna, þá spurðum við okkur sjálfar ; hvað erum við að gera annað en að vinna?
Hún stóð á þeirri skoðum að við sætum niðri og lægjum í leti, en báðar vorum við uppistandandi og á fullu að vinna.
Ég sem hef í örfá skipti gert flugu mein átti nú í hættu að vera rekin.. bull.
M,est langaði mig nú til að labba í burt og segja; "ég hætti í þessari skítavinnu", en hafði ekki kjark til þess.
Það hefði þó verið í lagi, því ég hef aðra fasta vinnu og er bæjarvinnan aðeins til að afla smá aukatekna til að eyða eyða!

Já, eftir rúmlega 40 mínútur er Jónsmessunótt og held ég á vit ævintýranna þegar graskersvagninn (a.k.a. rauði bíllinn hennar Ingu) rennur í hlað.
Við viljum fara og lýta á mannlífið, eða álfalífið eða eitthvað og athuga hvað gerist á Jónsmessunótt.

Nú heyri ég bílflaut í fjarska og finn að ævintýrin færast nær..

kannski maður breytist bara í álf...

miðvikudagur, júní 18

Gærdagurinn var í gær
Já, eins og flestir landsmenn vita var 17. júní í gær og allir fullir þjóðerniskenndar ekki satt?
Ég, ásamt fríðu föruneyti skellti mér niður í bæ um kl 22:01.
Förin byrjaði á því að leita að bílastæðum, sem voru takmörkuð en að lokum fundum við stæði hjá Brávallagötu eða eitthvað og löbbuðum í bæinn.
Á leiðinni rákumst við á snargeggjaðann hund sem vildi óður sem hestur komast að þessum ungu stúlkum(okkur) sem löbbuðu fram hjá.
Þegar við loksins komumst niður í bæ vorum við orðnar rennandi blautar báðum megin og uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að fara í sokka. Það væri nú ekki saga að segja frá ef ég hefði ekki verið í skóm með gati á... hmm?!?
Jájá, það var fulltfullt af fólki sem maður hitti, suma hitti maður oft, suma ekki og suma bara alls ekki!

Ég þoli ekki þegar maður er búinn að hlakka til að hitta einhvern sem maður hefur ekki séð lengi og svo rekst maður ALDREI á hann!! grrr

Þegar við vorum orðnar vel blautar í báðum skilningum þá skelltum við okkur á Ingólfstorg á ball með Páli Óskari sem er snillingur veraldar ef ekki bara alheimsins líka... Palli fær **** stjörnur af *** mögulegum!

Stuttu síðar vildu stelpurnar fara að koma sér heim,, vinna í fyrramálið og svona en ég var ennþá í stuði og varð bara eftir með Elísu og fleirum.
Þess má geta að ég kom ekki heim fyrr en hálf sex og ég MÆTTI helvíti hress í vinnu klukkan átta í morgun!!


HRESS!!

Óhappamánuður er júní!
Ég hef tekið eftir því undanfarin ár að júní er óhappamánuður minn og vina minna.

...Ferðumst nokkur á aftur í tímann...(ATH: allar sögur hér að neðan eiga sér stað í JÚNÍ

Þetta byrjaði allt þegar ég var níu ára gömul, lék mér sem saklaust barn úti með vinkonu minni, henni Hildigunni.
Hún var á hjólaskautum en ekki ég (þess má geta að á þessum árum var ég mjög ónýjungagjörn.. þorði litlu og var vel sett bara með hjól). En eitthvað varð prestinum á í messunni þann daginn því hún Hilda mín skautaði aftan á fót minn og ég féll samstundis í jörðu niður og handleggsbrotnaði. Þess má geta að tveimur dögum síðar skundaði ég til Mallorca með familien alveg farlama á hægri hendi.

Sumarið eftir var ég fótboltakappi mikill og vildi óðum stunda þessa frábæru íþrótt í sem flestum landshlutum.
Ég var ferðaóð og ákvað að skella mér á fótboltamót í Borgarnesi með hressum U.M.F.B. meðlimum.
Meðan á mótinu stóð fékk faðir minn hjartaslag... upplífgandi ekki satt?

Ég man nú reyndar ekki eftir fleiri atburðum, nema þeim sem átti sér stað í fyrrasumar, og auðvitað þeim sem gerðist í ár!

Eftir 10. bekk tókum við allar vinkonurnar ákvörðum um að fara í MH, allar nema Vigga sem fór sem skiptinemi til Dresden í eitt ár.
Við vorum s.s. fjórar vinkonurnar sem sóttu um, en auðvitað varð að vera ein sem komst ekki inn... ehemm ÉG!

Nú, nýlegasti atburðurinn er sá að Vigga mín ástkæra vinkona sótti um í MH, og komst ekki inn.
Ég græt innra með mér, því hún er einhver mesti MH-ingur sem sögur fara af, og fittar hún enganveginn inn í aðra skóla í augnarblikinu, nema FG kannski en henni langar ekkert ofboðslega mikið þangað held ég.

Ég hef tekið þá ákvörðun að leggjast í dvala næstu ár í júní og forða vinum mínum og vandamönnum frá þessari júníbölvun sem liggur á mér, til að hindra meiri skaða en þegar hefur orðið.

sunnudagur, júní 15

Hvað er að Íslandi í dag?
..Nú sit ég hér heima alveg bit.. var að kíkja á tölfræði yfir heimsóknir síðustu viku og útlitið var ekki gott.
Það komu aðeins inn á síðuna ALLA síðustu viku sem er svona svipað og var á einum degi í maí.. hvað er í gangi?
Ég ákvað að kenna góða veðrinu um þetta allt saman, það nennir enginn að hanga inni í tölvunni þegar það er svona gott veður.

...Ég er loksins farin að sýna einhver merki um það að ég sé hraust ungmenni, ég er brunnin í framan.
Þegar maður er sólbrenndur á veturna fær fólk oft ranghugmyndir um persónuleika manns..
"Já.. þessi gella er svona ljósabekkjabeygla. Kaupir 10 tíma kort annan hvern mánudag og fer í ljós í staðinn fyrir að kaupa sér hádegismat"

En það er allt annar handleggur ef maður er sólbrenndur á sumrin.. þá hugsar fólk:
"Já sko, þessi er að njóta lífsins með útiveru", eða "þessi er að vinna í útivinnu, það er alveg greinilegt".

....Nú nálgast 17. júní jafnhratt og býfluga í röndóttum sundbol og allir farnir að kaupa sér regnhlífar til að geta tórað niðri í bæ um kveldið. Ef mig minnir rétt var rúmlega fjórðungur af fólkinu sem var í bænum í fyrra annað hvort í Tal- regnstökkum eða með regnhlíf í hönd.
Sumir tóku sig þó alls ekki alvarlega og keyptu sér regnhlífahatt, og verð ég að viðurkenna að ég var ein af þeim hópi.
Já, ég stend upp óhikað og segji; ég heiti Hrefna og kaupi mér dót af sölubásum á 17. júní. ...(crowd follows...)"HÆ HREFNA"

.....Núna rétt í þessu var verið að spila auglýsingu á öldum ljósvakans með honum Geirmundi Valtýssyni.. æj greyjið hvað er málið með þann mann?
"Nú er komin út sjöhundraðastiogfimmti diskur Geirmundar Valtýssonar, diskurinn inniheldur öll bestu lög Geirmundar fyrr og síðar.
Diskinn er hægt að spila í dvd spilurum og hann er skrifanlegur(aha.. til að höfða til unga fólksins) og einnig fylgja um 1000 klst. af aukaefni um Geirmund sjálfan.
Missið ekki af besta disk Geirmundar til þessa og sjáið fötin sem hann klæðist í laginu, "Ef einhver mundi kaupa diskinn minn"
Diskurinn fæst á betri bensínstöðvum um land allt..


Neinei.. bara diss en ji minn eini hvað þessi maður fer í taugarnar á mér.
Hafiði séð auglýsinguna? Hann stendur við tjald málað eins og hinminn og syngur brot úr hverju einasta lagi á disknum, og alltaf er eins og hann sé ekki alveg undirbúinn að syngja akkurat "þennan" part.. hann er óöruggur fyrst en þegar Geirmundur er kominn í stuð eru allir dauðir.. ekki satt?sunnudagur, júní 8

Komiði sæl góðir hálsar og aðrir líkamspartar

Mig langar að hefja upp rausn mína og segja ykkur sögu, sögu um verslun hér í bæ.
Árið 1997 að ég held opnaði fyrsta verslunin hér á Álftanesi, þá var gleði og gaumur í hreppnum og allir streymdu í þessa okurbúllu að kaupa sér sælgæti og annað góðgæti.
Frá árinu ´'97 til síðustu viku hefur þessi verslun, Bárukot hét hún en breyttist svo í Bess-Inn.
En nú hefur þessi búlla fengið samkeppni. Í gamla húsnæðinu sem Bárukot var er komin önnur sjoppa, enginn veit nafn hennar en hún er bara þekkt undir nafninu; sjoppan.
Nú er mikil samkeppni hér innan hrepps milli þessara tveggja verslana og þær eru hlið við hlið, þannig að maður stendur fyrir utan þær báðar og lýtur til hægri, vinstri og aftur hægri og aftur vinstri og tekur síðan ákvörðun.
Nú hafa þær báðar boðið upp á nýja og ferska hluti.. t.d:

Sú nýja...
djúpsteiktar rækjur í hádeginu,
ís í brauðformi,
sleikjó með hverjum ís,
heitar samlokur og franskar..


Sú gamla...
Krá sem opnuð verður í sumar,
bakkelsi, t.d. vínarbrauð, snúða, kleinuhringi og kökur,
heitan mat í sumar


Aldrei hef ég verið undir eins mikilli pressu... hvort á ég að velja lesendur góðir?
Á ég að velja Bess-inn sem ég hef verslað við síðan ég var lítil með hor og slef eða á ég að velja eitthvað nýtt og spennandi?
Á ég að fá mér ís í brauðformi í þeirri nýju?, eða á ég að fá mér íspinna í þeirri gömlu?
Þar sem ég borða ís, en ekki brauðform verður íspinninn fyrir valinu, ég kýs það gamla og góða, enda vinna systir mín og frænka þar og gefa mér ævinlega meira en ég á skilið af góðgæti.
Ég hvet alla þá sem koma á nesið að velja bárujárnskofann til hægri frekar en gulu ógleðina til vinstri.

föstudagur, júní 6

Nú er ég hlessa
Ég hef lifað HEILA viku án þess að drekka gos.. (Vigga: Egils Kristall er ekki gos!) og líður bara alveg ágætlega.. ja fyrir utan vegginn sem ég braut í bræði minni í fyrradag.. neinei smá spaug.
Ég fékk þá hugdettu í fyrradag að fara og fá mér svona eins og nokkrar ljósar strípur, í ljósa hárið mitt.. bara svona til að gera það aðeins meira lifandi.. nei haldiði að mín sé ekki bara eins og glókollur.
Konan á hárgreiðslustofunni sagði að liturinn myndi dofna heilmikið, strax við fyrsta þvott.. ég bíð bara og sé.

Helgin verður alveg hörmung. Vigga einhversstaðar uppi á fjöllum að labba, Elísa á Hellu, Inga á Ítalíu og ég og Agga bara einar. Og ekki bætir það úr skák að ég var að vinna í dag til kl 21:00 og þarf líka að vinna á morgun.
Helgin semsagt ónýt.

Ég er nú búin að laga allt á síðunni, þannig að allt ætti að vera komið í lag, fyrir utan commentakerfið(er að reyna að átta mig á því= en það kemur von bráðar.
Þetta kemur allt með kalda vatninu, samt er vatnið voðalega lengi að verða kalt.

Ákvörðun hefur verið tekin af stjórn þessarar síðu að reyna að viðhalda liðnum; Maður dagsins
Maður dagsins í dag er; Inga en hún er eimmit stödd á Ítalíu, skaðbrennd eins og tómatur á sólarströnd og síðustu fregir hermdu að hún væri á leið á tónleika með hinni heimsfrægu söngkonu Björk

sunnudagur, júní 1

Ja, tíminn líður hratt á gervihnattaöld

Margt hefur drifið á dag minn, þ.e.a.s. laugardag.
Við skulum líta yfir farinn veg...spennið beltin, setjið á ykkur sólgleraugu og hafið regnhlíf í hönd.. því nú verður bloggað.

Laugardagurinn ógurlegi

Um morguninn byrjaði ég á því að aka til vinnu, með móður minni og systur.
Systir mín, Erna vinnur í Kringlunni en ég í Hafnarfirði, og móðir mín í kvíkví tók þá átakamiklu ákvörðun að aka henni fyrst til vinnu.
Þegar á áfangastað var komið spurði ég móður mína sakleysislega hvort við hefðum ekið á eitthvað sem gæti hafa festst undir bifreið okkar. Nei sagði hún og andvarpaði, lagði hjá Háskólanum í RKV um kl:08:50 og leit undir bílinn. En vandamálið lá víst ekki þar... hægra afturdekkið reyndist punkterað(sprungið) og ég æjaði og sveijaði veðurguðinum fyrir grenjandi rigningu.
Við tókum þá ákvörðun að hringja í frænda minn, Þórarinn til að biðja hann um frelsum frá þessari hörmung.
Hann reyndist sofandi
Ég setti því markið hátt og ætlaði að hringja á leigara en þá reyndist innistæðan mín vera búin.
Þá rölti ég út í sjoppu hjá Kringlunni, nánar tiltekið Shell og bað kurteisislega um 500 kr innistæðu hjá Og Vodafone.
Þeir áttu hana ekki til. Þá bað ég um 1000 kr og sá mánaðarlaunin mín fljúga fram hjá í þúsundköllum. Þeir áttu heldur ekki 1000 kr.
Þá leið yfir mig andlega og ég bað um 2000 kr, og æjaði og sveijaði.
Ég hringdi þar á leigara og frænda minn sem reyndist vera vaknaður.
Hann kom og sótti móður mína en ég sat í leigubíl á leiðinni til Hafnarfjarðar.
Eftir vinnu kom ég heim og klæddi mig upp fyrir kveldið en þá var áætlað að fara að PÍKUSÖGUR, allraallraallra síðustu sýningu. Ég bölvaði móður minni í laumi fyrir að hafa ekki farið í búð og át eina kexköku og drakk Egils Kristal með sítrónubragði- allann.
Síðan fékk ég far niður í Borgarleikhús með Steina, góðvini mínum síðan á Portúgal í fyrrasumar. Hann var að fara, ásamt systur minni á BOX í Laugardagshöll.. plebbz.

Sýningin reyndist mögnuð. Ég, Vigdís, Inga og Agga hlógum og grétum til skiptis.
Við lærðum mörg skemmtileg orð yfir píkur, s.s. kunta, budda,fífí,kjallari o.s.frv.

Eftir sýningu lá leið okkar í Kópavoginn, til að hitta Elísu, Elísu Hildi og Óla, ásamt nokkrum "hressum" heita potts gaurum. Við trylltum lýðinn með söng og gleðskap og var síðann förinni heitið á einni bifreið niður Laugaveg.
Þeir sem eru klárir í kollinum geta reiknað það að augljóslega komumst við ekki öll í einn bíl, við vorum 6 og settum við þá minnstu í það hlutverk að vera "yfirfarþeginn", hún lagðist flöt á hné okkar allra sem aftur í bifreiðinni voru.
Við keyrðum viður Laugaveg og sungum nokkur vel valin lög með opna glugga og fórum svo niður á ESSO plan þar sem aðeins strákar og stelpustrákar og stelpuríleitaðstrákum hanga.
Þar hittum við hressa gaura sem gáfu okkur númerin sín, og hlógu svo þegar við keyrðum í burtu á vitlausri aðrein.
Síðan var förinni heitið aftur í Kópaboginn, þar sem löggan stoppaði okkur.. og við hressar með yfirfarþega.
Ökumaður bifreiðar okkar heldur nafnleynd en hún/hann/það fékk 5000 kr sekt og lögguspjall í löggubíl.
Hann/hún/það treysti sér ekki til að keyra meira, svo við hringdum að neyðarlínuna, a.k.aErluPerlu(ljóshærða á myndinni) og hún skutlaði okkur heim á leið.
Þó komumst við ekki langt því önnur lögga stoppaði okkur í þetta sinn og lét Erlu blása í mæli sem mælur áfengismagn í blóðinu.. það reyndist allt í lagi.
Svo var bara haldið heim í háttinn.. en þetta var einn áhugaverðasti laugardagur sögunnar.. fannst mér allavega.