miðvikudagur, júní 18

Óhappamánuður er júní!
Ég hef tekið eftir því undanfarin ár að júní er óhappamánuður minn og vina minna.

...Ferðumst nokkur á aftur í tímann...(ATH: allar sögur hér að neðan eiga sér stað í JÚNÍ

Þetta byrjaði allt þegar ég var níu ára gömul, lék mér sem saklaust barn úti með vinkonu minni, henni Hildigunni.
Hún var á hjólaskautum en ekki ég (þess má geta að á þessum árum var ég mjög ónýjungagjörn.. þorði litlu og var vel sett bara með hjól). En eitthvað varð prestinum á í messunni þann daginn því hún Hilda mín skautaði aftan á fót minn og ég féll samstundis í jörðu niður og handleggsbrotnaði. Þess má geta að tveimur dögum síðar skundaði ég til Mallorca með familien alveg farlama á hægri hendi.

Sumarið eftir var ég fótboltakappi mikill og vildi óðum stunda þessa frábæru íþrótt í sem flestum landshlutum.
Ég var ferðaóð og ákvað að skella mér á fótboltamót í Borgarnesi með hressum U.M.F.B. meðlimum.
Meðan á mótinu stóð fékk faðir minn hjartaslag... upplífgandi ekki satt?

Ég man nú reyndar ekki eftir fleiri atburðum, nema þeim sem átti sér stað í fyrrasumar, og auðvitað þeim sem gerðist í ár!

Eftir 10. bekk tókum við allar vinkonurnar ákvörðum um að fara í MH, allar nema Vigga sem fór sem skiptinemi til Dresden í eitt ár.
Við vorum s.s. fjórar vinkonurnar sem sóttu um, en auðvitað varð að vera ein sem komst ekki inn... ehemm ÉG!

Nú, nýlegasti atburðurinn er sá að Vigga mín ástkæra vinkona sótti um í MH, og komst ekki inn.
Ég græt innra með mér, því hún er einhver mesti MH-ingur sem sögur fara af, og fittar hún enganveginn inn í aðra skóla í augnarblikinu, nema FG kannski en henni langar ekkert ofboðslega mikið þangað held ég.

Ég hef tekið þá ákvörðun að leggjast í dvala næstu ár í júní og forða vinum mínum og vandamönnum frá þessari júníbölvun sem liggur á mér, til að hindra meiri skaða en þegar hefur orðið.

Engin ummæli: