fimmtudagur, ágúst 28

mót-m-æla
Ég rís upp og mótmæli sjálfri mér. Ég er ung og hress og hef undanfarna daga ekki séð mér fært um að blogga.. hvílík endemis vitleysa.
Auðvitað á maður að finna tíma fyrir alla vini sína, og bloggið er einn af mínum nánustu vinum.

Helstu ástæður bloggleysis má rekja til:
þreytu
mótbárur foreldra, vilja frekar hringja í gamla og gleymda ættingja en að leyfa sinni fögru dóttur að fara á internetið
að skólinn er byrjarður, sem þýðir mikil heimavinna

Já, það er nú bara einu sinni þannig krakkar kærir.

En undanfarna daga hefur margt gengið á, og má þar nefna Foo Fighterstónleika sem voru alveg hreint unaður.

En í gær var frekar góður dagur.
Busadagur FG, sem þýðir aðeins eitt; blautir og skítugir busar.
Busavígslan var ógeðfelldari og alvarlegri heldur en í fyrra, en ég segji ekki harkalegri og hávaðameiri.. því það mun aldrei vera toppað frá fyrra ári!
Nenni ég ekki að rekja busavígsluna hér, en má segja að hún hafi verið frekar blaut.
Eftir busavígsludótaríið var svo haldið til tannlæknis sem sannfærði mig um það að ég hefði enn allar tennur uppi í mér, þó ein væri ónýt og þyrfti að fjarlægja.. ekki sátt við það.. þetta er prýðistönn!
Svo hitti ég Kókó og Rolluna, þ.e. Viggu og Ingu niðri í bæ og förinni var síðar heitið niður í MH, þar sem Vigga fór í kvöldskólann og ég og Inga redduðum ýmsu fyrir góðvini okkar í Ofleik, máluðum þetta líka fína skilti og hengdum upp plaggöt.

Svo í dag var fyrsti leiklistartíminn í Leiklist 103 og verð ég að segja að ég er bjartsýn á önnina sem er framundan. Þetta er einstaklega góður hópur, þó svo að sauðir leynist inn á milli. Farið var í leiki til að hrista hópinn saman og fleira.. ég bíð spennt eftir næsta tíma.

Þess má geta að ég er í pínkuponsulitlum vandræðum.. ég er tvíbókuð annað kvöld og þríbókuð á laugardaginn.. hvad skal man göre?
Annað kvöld er saumaklúbbur hjá Álftanespíkunum, og einnig Jagúartónleikar í MH.
Þar sem Jagúar er ein af uppáhaldshljómsveitum mínum hallast ég frekar þangað.. en ég veit samt ekki.
Svo á laugardag á ég að vera í vörutalningu í Bónus, keppa í Idol og fara í afmæli til Bergdísar... úff hvað á ég eiginlega að gera í þessu öllu saman?
Svar óskast í commentin!
Nú er ég farin að læra

mánudagur, ágúst 25

.... á breytingaskeiði
Ég hef komist að því að ég er á breytingaskeiði.
Í dag ákvað ég fullt af hlutum sem ég ætla að gera og tók stóra ákvörðun sem varðar framtíð mína, en hún verður að bíða birtingar til betri tíma.
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag að breyta um mataræði og hætta öllu sem er óhollt.
Ég er búin að fara út að skokka og er að spá í að fara aftur.
Ég breytti herberginu mínu í gær og er þetta bara komið nóg.


Ég las áhugaverða grein í dag um það að það ætti að banna reykingar á skemmtistöðum og kaffihúsum.. hvað er fólk að spá?
Nú reyki ég ekki og hef aldrei reykt og ég finn til með reykingamönnum.
Eiga reykingar nú að verða skammarlegur hlutur? Á fólk að skammast sín fyrir að fara í reykpásur og fara huldu höfði í sjoppur til að kaupa sér sígó?
Hvar á blessað reykingafólkið að reykja á djamminu? Eiga allir að safnast saman í húsasundinu bakvið skemmtistaðinn og reykja þar?
Hvað er að fólki? Ég finn til með ykkur reykingafólk, og ef þetta heldur svona áfram stefni ég að því að setja á stofn kaffihúsakeðju sem má reykja í, fyrir reykingafólk og vini þeirra.
Ég skilur ekki þessi íslendingur.

sunnudagur, ágúst 24

Sunnudagur og allt tilbehör
Já í dag er sunnudagur.
Eini munurinn á sunnudegi og laugardegi er, að mér finnst sá að á sunnudegi er styttra í mánudag heldur en á laugardegi.. ikke?

Sunnudagslærið var komið í ofninn um 11 leytið í morgun, vá hvað mér leið bara alveg eins og þegar ég var undir 10 ára aldrinum.
Engar áhyggjur.. það er sunnudagur og á sunnudögum fær maður kvöldmatinn snemma. eða um svona 2 leytið.
Það hefur ekki tíðkast í nokkurn tíma að vera með læri á slíkum degi, en þar sem ég og systir mín elskulega erum báðar í fríi ákvað móðir okkar í kvíkví að elda læri og allt tilbehör.. rosalegt!
Svo til að toppa allt fór ég í 4 bíó með litlu frænku minni á "Pabbi passar" eða "Daddy Day Care" sem ég mæli ekki með, sérstaklega ekki á íslensku tali.

Ég uppgötvaði loks að ég var stödd í barnabíói þegar:...
#Krakki fyrir aftan mig byrjaði að sparka í sætið, endalaust
#Allir krakkar hlæja þegar einhver dettur í stiganum í salnum
#Allir fóru að syngja með þegar "Open Your Heart" með jú nó hú var spilað fyrir myndina
#Salurinn hló að kúk-og-piss bröndurum


Ó, hve fögur er vor æska ekki satt?

föstudagur, ágúst 22

köstin
Endrum og eins kemur fyrir að ég fæ köst af ýmsum toga.
Sem dæmi má nefna;
flippköst
"verð að vera ein" köst
hlátursköst
æðisköst
athyglissýki köst
breytingaköst
og ...uppköst

Það kast sem hrjáir mig hvað oftast er breytingakast.
Það á sér oftast stað þegar mér leiðist heima hjá mér og ég sit inni í herbergi að horfa á hvíta vegginn sem verður reyndar gulleitur ef maður horfir of lengi.. og hafiði það!
Eitt slíkt fékk ég í gærkveldi.. ég sat, horfði á vegginn og fékk kast.
Ég tók til í rýminu og reyndi að róa mig niður, en ég gat ekki hamið mig.
Þá fór ég í hillurnar, endurraðaði öllu og reyndi að færa sófann minn.. það tókst hins vegar ekki.
Þá fór ég að pæla hvers vegna það væri ekkert loftljós í herberginu, og fór fram og ræddi þetta aðeins við hann föður minn.. og við komumst að þeirri niðurstöðu að einhvernveginn hefði gleymst að setja ljós í loftið og hann kvaðs lofa því að bæta úr því sem fyrst.
Þá sat ég lengi að hugsa hvurnig loftljós ég gæti fengið mér, en komst ekki að neinni niðurstöðu..
Ég þoli ekki þessi köst, ég held að þau stjórnist að hinni hliðinni á mér, Þrebbnu Hórarins sem soldið í ruglinu.
Þessi Þrebbna gípur mig glóðvolga á djamminu og breytir mér í sig, einnig hef ég orðið vör við hana rétt eftir hver mánaðarmót en þá vill hún einmitt taka stjórnina og eyða öllum laununum mínum.
Svo spyr móðir mín í kví, kví hvert launin mín fóru eiginlega og ég bara.. ha.. ég.. æji.. púff, bæng og spliff, ég get ekki svarað.
Ég vill biðja alla þá sem verða varir við hana Þrebbnu í mér að láta mig vita.. ég ætla að nefnilega að byrla fyrir henni eitur.. (illhvittnislegur hlátur)

þriðjudagur, ágúst 19

ATH: bloggur þessi átti að fara i loftið á mánudagskvöld, en vegna tæknilegra örðugleika kemur hann ekki fyrr en nú. Sem sagt.. nú er mánudagur!

Hvar í fjandanum eru allir.
Í dag eru allir bókstaflega týndir.
Allir eru horfnir, enginn svarar símanum og ekkert fólk er á ferli.. hvar eru allir?

...Sem dæmi má nefna að stelpa sem vinnur með mér mætti ekki í vinnuna, lét ekkert heyra í sér og þegar ég reyndi að hringja í hana var slökkt á símanum og heimilissíminn var alltaf á tali.
...Svo kom heldur ekki illa lyktandi maðurinn að versla sem kemur á hverjum einasta degi kl 13:20 c.a. og svo aftur kl 15:40 c.a. til að kaupa tvær kókdósir og eina 1/2 líters flösku...
...Síðan er ég vön að sjá svona 5 missed calls á símanum eftir vinnudaginn, en nei, enginn hringdi í mig, ekki einu sinni vitlaust númer, og það er dapurlegt ekki satt?
Hvar eru allir?
Þeir sem hafa týnt sjálfum sér eru vinsamlegast beðnir um að skila sér, og þeir sem þegar hafa fundið sig eru vinsamlegast beðnir um að passa upp á sig, gott ráð er að klæðast þröngu belti til að sjálfið fari nú ekki að hlaupa í burtu.

sunnudagur, ágúst 17

sögu vil ég segja stutta, nú er sagan öll
Í gær var menningarnótt, þarf ég að segja meira?

Kvöldið byrjaði á því að við hittumst vinahópurinn heima hjá mér að grilla. Reyndar mættu sumir svolítið seint eins og gefur að skilja en það tafði mig, Viggu og Bergdísi ekki neitt en þær voru mættar á réttum tíma.
Svo fór fólkinu að fjölga og ég held að þegar mest var voru svona 12 manns heima, enda átti þetta ekki að verða eitthvað partý.
Mikið var drukkið og borðað og svo um átta leytið var haldið niður í bæ.
Inga elskan var dræver þetta kvöld og lögðum við bílnum hjá BSÍ , sem var bara það gáfaðasta sem við höfum gert lengi held ég bara.
Svo kom hópurinn saman eftir ökuferðina niður í bæ, en hann splittaðist í tvo bíla, og annar fór á undan.
Svo hófst djammið!
Ég drakk og drakk og drakk en fannst mér ég ekki vera full, samt búin með heila passõa flösku, tvo thule og tvo smirnoff ice... ég er greinilega ekta bytta.
Það var rosalega mikið af fólki niðri í bæ og flesti að drekka, og um tíu leytið var ég farin að hætta að spá í að halda í hópinn og þau einhvernveginn bara hurfu.. öll nema Unnsteinn sem var hress. Við tvö horfðum á flugeldasýninguna og hittum Viggu og manninn hennar núverandi eftir það. Svo týndi ég Unnsteini en fann annann Steina, sem ég kynntist úti á Portúgal í fyrra.
Ég og Steini löbbuðum um bæinn og hittum fullt af mjög svo skemmtilegu og óskemmtilegu fólki og um hálf eitt gafst ég upp á að vera sama um hópinn minn og hrindi í krakkana.

Einhversstaðar þarna fyrr um kvöldið týndi ég tímaskyninu og man ekki alveg í hvaða tímaröð hlutirnir gerðust þannig að ef einhver man eftir einhverju sem gerðist fleira má sá hinn sami endilega skrifa í commentin.
Til að hjálpa mér ákvað ég að setja saman smá lista yfir hluti sem ég held að hafi gerst...

The listi
ég held....
*að ég hafi hitt litlu frænku mína með honum Unnsteini, ef svo er hlýtur hún að hafa orðið mjög hneyksluð..
*að ég hafi hitt einn meðleikara í Rocky Horror, ef svo er var ég ekki í góðu ástandi...
*að ég hafi séð foreldra Ingu, sem betur fer heilsaði ég þeim ekki...
* að ég hafi séð Unnstein kyssa tvær góðar vinkonur mínar...
að það hafi eitthvað fleira gerst sem ég man ekki
Já, eins og mamma segjir alltaf.. áfengi er böl ég trúi henni samt ekki!

föstudagur, ágúst 15

ég er full .. af lífsgleði
Í þessum töluðu orðum var ég að koma heim af leiksýningunni; Rómeó og Júlía og ég get ekkert sagt. Ástæðan er aðallega sú að þessi sýning var svo mögnuð að það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa henni.
Ég leitaði og leitaði, en fann ekkert orð sem er nógu flott og fágað til að lýsa hversu unaðsleg þessi sýning var.. hún toppaði RENT.
Já, mér þykir leiðinlegt að segja það, en þannig er það bara.
Á köflum langaði mig upp á svið að leika með þeim... svo mikil er gleðin í mér.

Nú sit ég, full að lífsgleði heima í herbergi og bíð eftir morgundeginum.
Ég vill ekki djamma í kvöld, því ég hlakka svo til á morgun að ég held að ef ég fer að djamma þá dey ég bara úr spenningi eða eitthvað. Menningarnótt er nefnilega málið á morgun og mikið rosalega hlakka ég til.


En að öðrum málum, ég er orðin fjárfestandi.
Í gær keypti ég mér bifreið
Bifreið þessari er lagt fyrir utan húsið mitt, ef einhver vill kíkja á gripinn sem er undurfagur og fegurri bíl finnuru vart í húsalengjunni.
Kappinn er af tegundinni Volswagen Polo og er silfraður að lit.. soldið svona snobb en það er bara skemmtilegra.
Nú bíð ég bara spennt eftir prófinu og svo er það bara Hrebbnutaxi sem er málið.

En nú er ég farin að glápa á eitthvað upprennandi.. Þrek og Tár.

þriðjudagur, ágúst 12

bilanir o.f.l.
Ég er ekki sátt! í gær var bloggið mitt bilað og ég sem hafði svo mikið að segja ykkur.
Ég rakst á þetta líka skemmtilega blogg hér í gær þar sem skorað er á aðra bloggara að svara eftirtöldum spurningum. Ég ákvað að það væri ferlegt að láta mig vanta inn í hópinn sem hefur þegar svarað þessum spurningum og hér með feta ég í fótspor þess virta bloggara og hér kemur afraksturinn.

Hvað ætlar þú að gera í haust?
Ég ætla að reyna að stunda skólann af krafti, reyna að sinna leiklistinni og hvur veit nema að maður komist inn í Idol, en annars er það bara leiklistin.
Hvað gerir þú í frístundum?
Reyni að fara sem oftast í leikhús, vera með vinunum og svo er alltaf eitthvað á könnunni hjá mér í sambandi við leiklistina.
Hver er uppáhaldsbókin þín?
101 Reykjavík alveg pottþétt.
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
A dream for an insomniac, moulin rouge,sound of music, Singing in the rain og svo Lord of the rings og svoleiðis myndir.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pasta í ostasósu með heitu brauði er unaður!
Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt?
Kaffibrennslan og Kofinn held ég barasta.
Hvert er uppáhaldssjónvarpsefnið þitt?
Horfi voðalega lítið á sjónvarp, annars er það bara þetta klassíska; Friends og svona.
Hvar kaupir þú helst föt?
Svona hér og þar.. Vero Moda, Topshop, Zöru, Spútnik og bara það sem mér finnst flott hverju sinni. Er samt ekki sautján týpan í disel buxum og svona.. sorrý!
Hvernig tónlist hlustar þú helst á?
Ég er alæta af verstu gerð. Ég hlustu á dægurlög, söngleiki, popp,rokk í mýkri kantinum, rapp og flest nema eitthvað þungarokk, ég fæ bara hausverk af því.
Hvernig myndir þú lýsa góðu laugardagskvöldi?
Það byrjar eiginlega um daginn, fara á kaffihús og svona, hittast svo um kvöldið, haft það rólegt og svo er farið á nett flippað djamm!
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Fólk sem dæmir aðra of fljótt og heldur að það sé betra en aðrir!
Sefurðu í náttfötum?
Ég og náttföt eigum ekki samleið skal ég segja ykkur.
EF ég sofna í náttfötum þá næ ég að klæða mig úr þeim á einhvern undarlegann hátt í svefni.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert?
Allt Rocky Horror batteríið var skemmtun út í gegn. Samt stendur upp úr þegar við skemmtum á Broadway fyrir 2500 manns og allir að blístra og klappa! Þvílíkt egóflipp!
Hvert er mesta prakkarastrikið sem þú hefur gert?
Það er ennþá í bígerð.. hehe
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Þegar ég brákaði ristina á vinstri fæti á generalprufinni á Rocky Horror, fullur salur og ég datt niður stiga. Náði samt að halda feisi og kláraði sýninguna og stærsta dansatriðið eftir!
Ef þú mættir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndir þú fara og með hverjum?
Ég myndi fara til allra þeirra landa sem mig lystir, sólarlanda þá helst með bestu vinunum að sjálfsögðu!
Ef þú mættir breyta einhverjum afmörkuðum þætti í þjóðfélaginu, hverju myndir þú vilja breyta?
Mér finnst alveg ferlegt að horfa á þetta heimilislausa fólk vera ráfandi niðri i bæ. Sem betur fer er ástandið að batna, en þó er alltaf eitthvað sem bæta má!
Hvaða einstaklings lítur þú mest upp til?
Mömmu; hún er mögnuð alveg hreint!
Trúirðu á eitthvað?
Ég trúi á eitthvað æðra já, ekki endilega guð, svo trúi ég á vorið og ástina.
Áttu þér eitthvað lífsmottó?
Ekki hika, láttu vaða!

sunnudagur, ágúst 10

da víkend
Ji minn eini.. talking about bissý woman!

Ég er loksins búin með ökuskóla 2 sem þýðir það að bráðum fæ ég bílpróf, sem þýðir það að bráðum fæ ég BÍL, sem þýðir það að ég má keyra hann EIN, sem þýðir það að ég get ferðast hvert sem er, sem þýðir það að ég get skutlað ykkur, lesendur og aðdáendur kærir út um allt!

En annars fór ég á Gay Pride á laugardaginn í fyrsta skipti á ævinni.. ég hef nefnilega alltaf verið í brúðkaupum og veseni á þessum tíma.
Þetta var, ykkur að segja alveg hreint magnað.. og fylltist hjarta mitt af gleði við þetta tækifæri.
Sjaldan hef ég séð eins mikla gleði á sama stað og voru allir svo stoltir og ánægðir með sjálfan sig, og þannig á lífið að vera!
Samt var einhver gleðispillir að mótmæla hommum og lesbíum, sem var ekki nógu gott.. enda lét Vigga hann heyra það!
Um kvöldið var svo djammað og drukkið heima hjá honum Guðbirni, en ég fór snemma heim, um 2 leytið enda vildi ég ekki lenda í neinu veseni, mér fannst hlutirnir vera að fara í þá átt.
Svo er ég að "spara mig" fyrir næstu helgi.. þá er menningarnótt og töðugjöld á hellu.. sem er bara magnað!

En annars er allt gott að frétta af "hrefnuverndarafélaginu" og erum ég og hrefna sif að safna liði í félagið. Nú þegar erui komnir að ég held 6, og við viljum fá fleiri!
Skráið ykkur!

fimmtudagur, ágúst 7

Afsaka hér með...

að ég hafi ekki minnst á frábærustu afmælisgjöf sem ég hef fengið lengi, handritið af söngleiknum RENT, frá Ingu og Viggu!

Þetta yndislega líf

Já, ég vona að það hafi ekki farið fram hjá neinum að í dag.. eða réttara sagt í gær.. klukkan er orðin 00:00 átti ég afmæli.

Þessi afmælisdagur fær alveg 4 stjörnur af 6.. byrjaði vel.. endaði vel.

Mætti í vinnu kl 8 í morgun, fékk hamingjuóskir og knús og gaman. Fór svo á Bess-Inn í hédeginu með góðum vinum, Ingu, Öggu, Hrefnu S. og fleirum.. borðaði þar hamborgara og fékk köku í tilefni dagsins.
Fór svo í ökutíma, verslaði smá fyrir kvöldið og svona.
Bauð svo nánustu vinum heim í "teboð" þar sem ekkert te var á boðstólnum heldur ostar og vínber og fansí.

Bestu afmælin eru í góðra vina hópi og þetta var yndislegur dagur.

En nóg af í dag gerði ég þetta bloggi.

Ég fékk hörmulegar fréttir áðan. Það á að leyfa Hrefnuveiðar
hmm?
Þýðir það þá að ég verð hözzluð meira? eða bara hözzluð yfir höfuð.. er þetta kannski mitt tækifæri?
Reyndar eru flestir Íslendingar ánægðir með þetta leyfi, ef það verður samþykkt.. hahaha!
Ég og Hrefna Sif ætlum að stofna Hrefnuverndarafélagið.
Allir sem vilja ganga í félagið geta skráð sig í commentin hér að neðan eða haft samband við mig á hrefna_@hotmail.com.
Framundan hjá félaginu er t.d. skákkvöld, bingó og kleinusala! hehe
En endilega skráið ykkur og eigið góða nótt.

þriðjudagur, ágúst 5

........hmm..

Já maður er bara hress eftir helgina.. gerði samt mest lítið á lau..meira svona fleira á sunnudaginn.. en það er gleymt og grafið og vil ég ekki minnast á það kvöld aftur.. OK!

Ég hef voðalega lítið að segja.. kannski vegna þess að ég er svo ung í dag.
Ég verð nefnilega eldri á morgun, ykkur að segja.
Loksins kom að því... reyndar gerist þetta bara einu sinni á ári, aldrei oftar.
Þetta er voðalega spes.. einn daginn er maður yngri en maður er næsta dag.
Já, svona eru afmæli.
Ég verð sem sagt 17 ára gömul á morgun.. nánar tiltekið kl 19:20..já mamma missti af fréttunum og alles er hún pústaði mér inn í þennan heim.

Hér á fyrri bloggum má sá að ég skrifaði niður nokkra hluti sem ég gæti hugsað mér í afmælisgjöf.. en viti menn... mig langar ekkert svo mikið í þá eftir allt saman.

Móðir mín kæra vildi vita í dag hvað ég vildi.. þá stanzaði ég, setti upp íhugunarsvipinn minn og fór að hugsa.
Mig langar hreinlega ekki i neitt sérstakt í augnarblikinu.. nema bílpróf sem ég tek eftir minna en viku.. úff!

En nú er ég farin, meinilla farin og búin að vera.. ertu þá farin? ertu þá farin frá mér?
Blogga meira síðar, þegar eitthvað nýtt og áhugavert hefur skeð!

laugardagur, ágúst 2

busy woman
Já,, verlsunarmannahelgin gengin í garð og fólk er að verða alveg spinnegal!
Fyrir þá sem ekki vita vinn ég endrum og eins í Bónus, Hafnarfirði.
Í dag og í gær við opnun var eins væri verið að endursýna lélegt hlaupaatriði úr Baywacth, mér fannst ég sjá allt í slow motion og fólkið ruddist inn eins og beljur að vori og tók kerrur og byrjaði að henda ofaní. Á meðan á þessu stóð heyrði ég titillag þáttanna í fjarska og ég sá allt í móðu.
Mæður voru með grenjandi börn í eftirdragi, heilu fjölskyldurnar sameinuðust í kringum brauðrekkana og svo voru nokkrir stakir..ekki margir samt.
Ég náði að greina nokkrar týpur úr þessum fríða hópi..

#Tilboðsóða konan:Kona sem gengur um í versluninni með Bónusbæklinginn að vopni eins og landakort og þefar upp hvert eitt og einasta tilboð í versluninni.
#Ég er bara hérna maðurinn:Harðgifti maðurinn sem fer sem sjaldnast inn í matvörubúðir nema þá til að grípa í eina kók. Gengur um búðina á eftir konunni sinni sem labbar eins og hershöfðingi um allt og marserar.
#Kærulausa fólkið: Er alveg sama hvað það kostar sem það kaupir.. common, það er nú einusinni verslunarmannahelgi!
#á leið í "vímulausa" útilegu:Stelpur og strákar á aldrinum 14-20, kaupa mest bland í áfengi, nammi, snakk og eitthvað smá í gogginn.

Svona var dagurinn í dag, já í gær líka, svo ekki sé minnst á miðvikudag og fimmtudag!

Og nú sit ég heima, .. kom heim klukkan 20:30 eftir erfiðan vinnudag, sofnaði og var að vakna..
Planið var að fara í fylleríisferð á Akureyri.. en ég missti af farinu mínu, einfaldlega vegna þess að ég hélt að ég væri búin að vinna klukkan 4 ekki 8!
Langar mest að kikja aðeins á iNNi púkann en enginn nennir með mér, ekki einu sinni Inga, en hún er að vera voða næs við einhverja hollenska skáta.. og mér er ekki boðið.
Reyndar er mér boðið, en ég hef fengið nóg af túristum eftir heimsókn Tony!!!

Vikan var ósköp þreytt eitthvað.. vinna á fullu og fór á leikritið Date aftur, og er að fara aftur á þriðjudaginn.. einfaldlega vegna þess að mér var boðið og verður boðið... já svona er að vera grúppía!
En ég þarf ekki að gráta glataðann tíma, því ég er í fríi í næstu viku.. alla vikuna og ætla ég að njóta þess.. ójá.
Á afmæli á miðvikudaginn og svona!
En nú ætla ég að reyna að fara að plögga partýi.. nenni ekki að horfa á fullar vínflöskur á hillunni minni, verð....að....dre..dree..dreeeekka!