bilanir o.f.l.
Ég er ekki sátt! í gær var bloggið mitt bilað og ég sem hafði svo mikið að segja ykkur.
Ég rakst á þetta líka skemmtilega blogg hér í gær þar sem skorað er á aðra bloggara að svara eftirtöldum spurningum. Ég ákvað að það væri ferlegt að láta mig vanta inn í hópinn sem hefur þegar svarað þessum spurningum og hér með feta ég í fótspor þess virta bloggara og hér kemur afraksturinn.
Hvað ætlar þú að gera í haust?
Ég ætla að reyna að stunda skólann af krafti, reyna að sinna leiklistinni og hvur veit nema að maður komist inn í Idol, en annars er það bara leiklistin.
Hvað gerir þú í frístundum?
Reyni að fara sem oftast í leikhús, vera með vinunum og svo er alltaf eitthvað á könnunni hjá mér í sambandi við leiklistina.
Hver er uppáhaldsbókin þín?
101 Reykjavík alveg pottþétt.
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
A dream for an insomniac, moulin rouge,sound of music, Singing in the rain og svo Lord of the rings og svoleiðis myndir.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Pasta í ostasósu með heitu brauði er unaður!
Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt?
Kaffibrennslan og Kofinn held ég barasta.
Hvert er uppáhaldssjónvarpsefnið þitt?
Horfi voðalega lítið á sjónvarp, annars er það bara þetta klassíska; Friends og svona.
Hvar kaupir þú helst föt?
Svona hér og þar.. Vero Moda, Topshop, Zöru, Spútnik og bara það sem mér finnst flott hverju sinni. Er samt ekki sautján týpan í disel buxum og svona.. sorrý!
Hvernig tónlist hlustar þú helst á?
Ég er alæta af verstu gerð. Ég hlustu á dægurlög, söngleiki, popp,rokk í mýkri kantinum, rapp og flest nema eitthvað þungarokk, ég fæ bara hausverk af því.
Hvernig myndir þú lýsa góðu laugardagskvöldi?
Það byrjar eiginlega um daginn, fara á kaffihús og svona, hittast svo um kvöldið, haft það rólegt og svo er farið á nett flippað djamm!
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Fólk sem dæmir aðra of fljótt og heldur að það sé betra en aðrir!
Sefurðu í náttfötum?
Ég og náttföt eigum ekki samleið skal ég segja ykkur.
EF ég sofna í náttfötum þá næ ég að klæða mig úr þeim á einhvern undarlegann hátt í svefni.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert?
Allt Rocky Horror batteríið var skemmtun út í gegn. Samt stendur upp úr þegar við skemmtum á Broadway fyrir 2500 manns og allir að blístra og klappa! Þvílíkt egóflipp!
Hvert er mesta prakkarastrikið sem þú hefur gert?
Það er ennþá í bígerð.. hehe
Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Þegar ég brákaði ristina á vinstri fæti á generalprufinni á Rocky Horror, fullur salur og ég datt niður stiga. Náði samt að halda feisi og kláraði sýninguna og stærsta dansatriðið eftir!
Ef þú mættir fara í ókeypis ferðalag, hvert myndir þú fara og með hverjum?
Ég myndi fara til allra þeirra landa sem mig lystir, sólarlanda þá helst með bestu vinunum að sjálfsögðu!
Ef þú mættir breyta einhverjum afmörkuðum þætti í þjóðfélaginu, hverju myndir þú vilja breyta?
Mér finnst alveg ferlegt að horfa á þetta heimilislausa fólk vera ráfandi niðri i bæ. Sem betur fer er ástandið að batna, en þó er alltaf eitthvað sem bæta má!
Hvaða einstaklings lítur þú mest upp til?
Mömmu; hún er mögnuð alveg hreint!
Trúirðu á eitthvað?
Ég trúi á eitthvað æðra já, ekki endilega guð, svo trúi ég á vorið og ástina.
Áttu þér eitthvað lífsmottó?
Ekki hika, láttu vaða!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli