fimmtudagur, ágúst 7

Þetta yndislega líf

Já, ég vona að það hafi ekki farið fram hjá neinum að í dag.. eða réttara sagt í gær.. klukkan er orðin 00:00 átti ég afmæli.

Þessi afmælisdagur fær alveg 4 stjörnur af 6.. byrjaði vel.. endaði vel.

Mætti í vinnu kl 8 í morgun, fékk hamingjuóskir og knús og gaman. Fór svo á Bess-Inn í hédeginu með góðum vinum, Ingu, Öggu, Hrefnu S. og fleirum.. borðaði þar hamborgara og fékk köku í tilefni dagsins.
Fór svo í ökutíma, verslaði smá fyrir kvöldið og svona.
Bauð svo nánustu vinum heim í "teboð" þar sem ekkert te var á boðstólnum heldur ostar og vínber og fansí.

Bestu afmælin eru í góðra vina hópi og þetta var yndislegur dagur.

En nóg af í dag gerði ég þetta bloggi.

Ég fékk hörmulegar fréttir áðan. Það á að leyfa Hrefnuveiðar
hmm?
Þýðir það þá að ég verð hözzluð meira? eða bara hözzluð yfir höfuð.. er þetta kannski mitt tækifæri?
Reyndar eru flestir Íslendingar ánægðir með þetta leyfi, ef það verður samþykkt.. hahaha!
Ég og Hrefna Sif ætlum að stofna Hrefnuverndarafélagið.
Allir sem vilja ganga í félagið geta skráð sig í commentin hér að neðan eða haft samband við mig á hrefna_@hotmail.com.
Framundan hjá félaginu er t.d. skákkvöld, bingó og kleinusala! hehe
En endilega skráið ykkur og eigið góða nótt.

Engin ummæli: