sunnudagur, ágúst 17

sögu vil ég segja stutta, nú er sagan öll
Í gær var menningarnótt, þarf ég að segja meira?

Kvöldið byrjaði á því að við hittumst vinahópurinn heima hjá mér að grilla. Reyndar mættu sumir svolítið seint eins og gefur að skilja en það tafði mig, Viggu og Bergdísi ekki neitt en þær voru mættar á réttum tíma.
Svo fór fólkinu að fjölga og ég held að þegar mest var voru svona 12 manns heima, enda átti þetta ekki að verða eitthvað partý.
Mikið var drukkið og borðað og svo um átta leytið var haldið niður í bæ.
Inga elskan var dræver þetta kvöld og lögðum við bílnum hjá BSÍ , sem var bara það gáfaðasta sem við höfum gert lengi held ég bara.
Svo kom hópurinn saman eftir ökuferðina niður í bæ, en hann splittaðist í tvo bíla, og annar fór á undan.
Svo hófst djammið!
Ég drakk og drakk og drakk en fannst mér ég ekki vera full, samt búin með heila passõa flösku, tvo thule og tvo smirnoff ice... ég er greinilega ekta bytta.
Það var rosalega mikið af fólki niðri í bæ og flesti að drekka, og um tíu leytið var ég farin að hætta að spá í að halda í hópinn og þau einhvernveginn bara hurfu.. öll nema Unnsteinn sem var hress. Við tvö horfðum á flugeldasýninguna og hittum Viggu og manninn hennar núverandi eftir það. Svo týndi ég Unnsteini en fann annann Steina, sem ég kynntist úti á Portúgal í fyrra.
Ég og Steini löbbuðum um bæinn og hittum fullt af mjög svo skemmtilegu og óskemmtilegu fólki og um hálf eitt gafst ég upp á að vera sama um hópinn minn og hrindi í krakkana.

Einhversstaðar þarna fyrr um kvöldið týndi ég tímaskyninu og man ekki alveg í hvaða tímaröð hlutirnir gerðust þannig að ef einhver man eftir einhverju sem gerðist fleira má sá hinn sami endilega skrifa í commentin.
Til að hjálpa mér ákvað ég að setja saman smá lista yfir hluti sem ég held að hafi gerst...

The listi
ég held....
*að ég hafi hitt litlu frænku mína með honum Unnsteini, ef svo er hlýtur hún að hafa orðið mjög hneyksluð..
*að ég hafi hitt einn meðleikara í Rocky Horror, ef svo er var ég ekki í góðu ástandi...
*að ég hafi séð foreldra Ingu, sem betur fer heilsaði ég þeim ekki...
* að ég hafi séð Unnstein kyssa tvær góðar vinkonur mínar...
að það hafi eitthvað fleira gerst sem ég man ekki
Já, eins og mamma segjir alltaf.. áfengi er böl ég trúi henni samt ekki!

Engin ummæli: