laugardagur, ágúst 2

busy woman
Já,, verlsunarmannahelgin gengin í garð og fólk er að verða alveg spinnegal!
Fyrir þá sem ekki vita vinn ég endrum og eins í Bónus, Hafnarfirði.
Í dag og í gær við opnun var eins væri verið að endursýna lélegt hlaupaatriði úr Baywacth, mér fannst ég sjá allt í slow motion og fólkið ruddist inn eins og beljur að vori og tók kerrur og byrjaði að henda ofaní. Á meðan á þessu stóð heyrði ég titillag þáttanna í fjarska og ég sá allt í móðu.
Mæður voru með grenjandi börn í eftirdragi, heilu fjölskyldurnar sameinuðust í kringum brauðrekkana og svo voru nokkrir stakir..ekki margir samt.
Ég náði að greina nokkrar týpur úr þessum fríða hópi..

#Tilboðsóða konan:Kona sem gengur um í versluninni með Bónusbæklinginn að vopni eins og landakort og þefar upp hvert eitt og einasta tilboð í versluninni.
#Ég er bara hérna maðurinn:Harðgifti maðurinn sem fer sem sjaldnast inn í matvörubúðir nema þá til að grípa í eina kók. Gengur um búðina á eftir konunni sinni sem labbar eins og hershöfðingi um allt og marserar.
#Kærulausa fólkið: Er alveg sama hvað það kostar sem það kaupir.. common, það er nú einusinni verslunarmannahelgi!
#á leið í "vímulausa" útilegu:Stelpur og strákar á aldrinum 14-20, kaupa mest bland í áfengi, nammi, snakk og eitthvað smá í gogginn.

Svona var dagurinn í dag, já í gær líka, svo ekki sé minnst á miðvikudag og fimmtudag!

Og nú sit ég heima, .. kom heim klukkan 20:30 eftir erfiðan vinnudag, sofnaði og var að vakna..
Planið var að fara í fylleríisferð á Akureyri.. en ég missti af farinu mínu, einfaldlega vegna þess að ég hélt að ég væri búin að vinna klukkan 4 ekki 8!
Langar mest að kikja aðeins á iNNi púkann en enginn nennir með mér, ekki einu sinni Inga, en hún er að vera voða næs við einhverja hollenska skáta.. og mér er ekki boðið.
Reyndar er mér boðið, en ég hef fengið nóg af túristum eftir heimsókn Tony!!!

Vikan var ósköp þreytt eitthvað.. vinna á fullu og fór á leikritið Date aftur, og er að fara aftur á þriðjudaginn.. einfaldlega vegna þess að mér var boðið og verður boðið... já svona er að vera grúppía!
En ég þarf ekki að gráta glataðann tíma, því ég er í fríi í næstu viku.. alla vikuna og ætla ég að njóta þess.. ójá.
Á afmæli á miðvikudaginn og svona!
En nú ætla ég að reyna að fara að plögga partýi.. nenni ekki að horfa á fullar vínflöskur á hillunni minni, verð....að....dre..dree..dreeeekka!

Engin ummæli: