mánudagur, apríl 28

Rosalega er maður nú slappur. Hef ekki skrifað alveg heillengi en ætla að reyna að bæta það upp með því að skrifa oftar.
Við setjum bloggið á átakalistann minn sem ég setti saman í dag:

Hreyfing:Frá og með mánudeginum 4 maí ætla ég að vera rosalega dugleg að hreyfa mig og stunda hvers kyns íþróttir sem mér dettur í hug...
Heimilisstörf:Ég ætla að vera duglegri heima við og taka oftar til í herberginu mínu, svo að ég finni kannski einhverntíman peysuna sem ég hef ekki fundið í nokkrar vikur
Bloggið:Ég ætla mér að verða duglegri við blogg skrif í framtíðinni.

Ef þið sjáið mig brjóta einhverra þessara átaka er sá hinn sami vinsamlegast beðin um að slá mig með upprúlluðu dagblaði í höfuðið.

mánudagur, apríl 21

Gleðikona í háska=gleðilega páska

fimmtudagur, apríl 17

Loksins, já loksins eru myndirnar frá frumsýningu Rocky Horror komnar- allavega nokkrar!
Lítið á og veriði ekki feimin!
mynd_1

mynd_2

mynd_3

mynd_4

mynd_5

mynd_6

mynd_7

FERMINGAR
Ég ætla að skrifa hér stuttan.. (ehemm) pistil um fermingar, og fermingarveislur.
Ég er þannig persóna að eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í fermingarveislur. Mér leiddist meira að segja í minni eigin fermingarveislu, allavega áður en gjafirnar fögru voru opnaðar.
Fermingar byrja oftar en ekki á því að gestirnir koma inn í salinn, húsið eða þar sem veislan er haldin og taka í hönd fermingarbarnsins, foreldra þess og réttir gráðugu barninu fermingargjöf. Síðan er skimað um salinn og í leit að borði til að sitja á. Fólk á það oft til að skima eftir einhverjum kunnulegum, svo það verði nú ekki einmana meðan á veislunni stendur. Oft vill það nú svo skemmtilega til einnig að maður þekki ekki sálu í þessum veislum, heldur einungis foreldrar manns.
Eftir um hálftíma bið kemur feimið fermingarbarnið fram fyrir veisluborðið og segjir oftar en ekki í lágum tóni; "gjöri´ði svo vel". Þá fara veislugestir í biðröð, eitt af stoltum okkar Íslendinga. Eftir matinn fer fullorðna og fullorðnara fólkið að ræða saman. Ég hef gert það að vana mínum, lesendur góðir að hlusta á umræðuefni fólksins og þau eru alls ekki spennandi.

"Já hvað segiru Jón, ennþá að aka um á Volvoinum?"
"Gasalega er þetta lekker kjóll, gvuð þú ert svo fín" "Oh takk.. ég hoppaði bara beint úr rúminu í kjólinn, og út..."
"Hvaða bók eru þið að lesa í augnarblikinu?", "Ja, ég fékk bókina Grafarþögn í jólagjöf, en hún hefur legið á náttborðinu mínu síðan á aðfangadagskvöld. Ég þarf endilega að fara að glugga eitthvað í hana"


Lesendur góðir, þetta er ástæðan fyrir því að ég forðast fermingarveislur!
ég hlakka akkurat og nákvæmlega ekki neitt til þess að verða stærri og eldri því eftir því sem maður verður eldri, greinilega því leiðinlegri hluti hefur maður að tala um!!!!

þriðjudagur, apríl 15

Eitt orð.. PÁSKAFRÍ!!! síðustu tvo daga hef ég ætlað að sofa út.. svona í tilefni þess að ég er í páskafríi, en viti menn. Ekki hefur verið smuga að sofa út vegna þess að nú er verið að smíða eldúsinnréttingu í nýja fína húsið mitt, sem er góður hlutur ekki satt, allavega væri hann það ef smiðurinn mundi ekki byrja klukkan 8 á morgnana með bor og læti!!!!
En nóg um það... ég er svona nýbúin að átta mig á því að öllu er lokið.. Rocky Horror er búið!

#Nú er ég ekki lengur kynóð geimvera frá Transylvaníu, heldur Hrefna.
#Ég klæðist ekki lengur undirkjól og netasokkabuxum heldur buxum og peysu.
#Það tekur ekki 2 og 1/2 tíma að mála mig heldur fimm mínútur, engar pallíettur og ekker glimmer.


Svo var toppinum náð í dag.. ég steig í poll. Samt var ekki rigning en ég fann með einhverjum undraverðum hætti eina pollinn á landinu og steig í hann í nýju fínu stígvélunum sem ég VAR að kaupa.

Nú ætla ég að detta í það til að lina þjáningar mínar.....
nei annars ég fæ mér bara ÍS!

sunnudagur, apríl 13

Ég er alls ekki sátt. Blettur hefur verið settur á nafn mitt, Hrefna Þórarins. ég komst að því fyrir stuttu að ung stulka með sama nafn hefur fetað braut tónlistarinnar í hljómsveitinni "KIÐLINGARNIR". Einhver smáp*** hefur stolið nafni mínu og ætlað að vera stharna á undan mér... held nú síður. Ég komst að þessu þegar hringt var í farsímann minn um daginn, frá ÆSKUNNI og ég beðin um að koma í viðtal. Auðvitað var ég hress með það, fannst samt soldið skrýtið af hverju ég ætti að fara í viðtal og spurði konuna, stelpuna eða hvað sem þetta var í símanum hvert tilefnið væri. Jú, það var að kynna hljómsveitina Kiðlingarnir. Ég æaði og óaði í smá tíma en jafnaði mig svo.. eða hvað. Ég held að ég muni aldrei fá þennan skaða bættan, allavega ekki í bráð.

Lifi ljósið

mánudagur, apríl 7

Ég vil endilega minna alla á að þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar og taka fyrir mig svona eins og eitt stærðfræðipróf á miðvikudaginn næstkomandi skráið ykkur hjá www.eghatastaerdfraedi..is Í alvöru.. hvað ætli það sé langur dómur að ræna stærðfræðikennaranum sínum, svona rétt eins og í bókinni "Killing Mr. Griffin" sem ég las í Ensku fyrir stuttu? Svo væri ég alveg til í að fá , svona í lok annar að gefa kennurum einkun, svona rétt eins og þeir gefa okkur einkun. Þá gætu kennarar til dæmis fallið í vinsælastikennarinn103 og þurft að vinna einhvers konar samfélagsþjónustu á næstu önn, t.d. að þurfa alltaf að hleypa nemendum 10mín fyrr úr tíma. Hvernig væri það?