miðvikudagur, október 27

Varúð-EFTIRLIT!

Þessa vikuna hefur fólk verið að velta því fyrir sér hvar ég hef verið, þá sérstaklega í skólanum.
Fyrir ykkur kæru vinir kem ég með útskýringu!

Ég,Hrefna Þórarinsdóttir hef læst mig inni á klósetti frá kl. 12:30-13:00 á degi hverjum(sem fyrir þá sem eru ekki í FG er hádegishléið okkar).
Ástæðan fyrir þessu uppátæki mínu er sú að nú geta nemendur FG ekki lengur snætt hádegisverð sinn utan matsalarins nema undir eftirliti gamals karls með líkþorn sem bíður þess eins að geta komist á eftirlaun.
Enginn sleppur lifandi út úr matsalnum ef hann er með eitthvað matarkyns á sér, hvort sem það er í töskunni,munninum eða hendinni því herrann hefur augu allstaðar og hikar ekki við að láta siga hundinum sínum, fraulein á okkur saklausa nemendur sem ætluðum bara að fá okkur smá í gogginn til að lifa langann og strangann daginn af.

Er virkilega svona fyrir okkur komið kæru vinir?
Þurfum við virkilega að hafa eftirlitsmann yfir okkur meðan við borðum hádegismatinn?

Ég hef fengið nóg, það eina sem ég vil er að borða minn hádegismat í friði og ró án þess að þurfa að ganga um með þann hnút í maganum að í þetta sinn verði ég gómuð!

Á morgun, já á morgun segji ég(eða hinn daginn) skal ég sko koma með matinn minn og troða honum í mig fyrir framan þau fyrir utan matsalinn og frussa honum svo framan í þau!

www.hrebbna.tk
-hefur fengið nóg!-




sunnudagur, október 24

Bingó

.....er skemmtileg íþrótt!



Á föstudaginn var undirrituð ásamt skvísunum Söru og Elísu Hildi aðgerðalaus sem gerist eigi oft. Eftir mikla umhugsun kom hugmyndin að fara á Bingó í Vinabæ upp, og hví ekki að skella sér á eitt slíkt.

Við löbbuðum inn í salinn og lækkuðum meðalaldurinn um svona c.a. 50-60 ár á einni sekúndu.
Við skimuðum eftir sætum, og fundum loks sæti hjá þaulvönum bingóspilara.
Það var alveg greinilegt að við vorum nýgræðingar í bingóspilun því allir þaulvönu bingóspilararnir voru með sérstaka bingópenna,bingóspik,bingórödd og hvað eina...við vorum svolítið útúr.

Dauðaþögn í salnum.

Bingókallarinn kallar upp tölurnar og nýgræðingarnir reyna að fylgjast með, en fá vel þegna hjálp frá þaulvana bingóspilaranum á sama borði.
Skyndilega er kallað bingó og uppi verður fótur og fit í salnum..fólk rífur bingóblöðin sín í ofvæni!

Bingónýgræðingarnir verða skelfingu lostnir en eftir stutt stopp erum við komnar á fullt í leikinn.

Eftir nokkrar umferðir og ekki nema eitt bingó sem Elísa Hildur á heiðurinn af fengum við nóg og yfirgáfum svæðið.

--------

Eftir þetta alltsaman fór ég að spá í það að bingó væri bara alls ekki hættulaus íþrótt.
Gamla fólkið situr þarna með vonirnar bundnar við tölur sem eru á spjaldi í grafarþögn, svo skyndilega er kallað bingó og fólkinu bregður og tilfinningarnar fara á flug....er þetta hollt spyr ég nú bara?

-------

En þrátt fyrir allt vil ég endilega hvetja sem flesta að fara á bingó við tækifæri...alveg fín skemmtun!

www.hrebbna.tk
-spilar bingó-

mánudagur, október 18

Bylting á sviði tónlistar!

Kæru lesendur.

Ný hljómsveit er komin á markaðinn og hefur hlotið nafnið :
Júgóslavneska Jarðarfararbandið.

Hljómsveitin var stofnuð í apríl 2004 og hefur legið í dvala frá stofndegi en er nú risin upp frá dauðum og mun tröllríða íslenskum tónlistarmarkaði bráðlega.

Bandið hélt nú á dögunum sína fyrstu tónleika á Arnarhól þar sem tekin voru lög eins og; rúllandi rúllandi og hókípóki og voru m.a. meðlimir freknuverndunarfélagsins og www.hrebbna.tk boðið að fylgjast með þessum stórviðburði.

Hljómsveitin er tilbúin að taka ýmiss verkefni að sér t.d. söng í brúðkaupum,fermingum,affermingum,skírnum,afmælum,meðmælum og á fleiri stöðum þar sem stuð ríkir.

Á döfinni er t.d. frumflutningur slagarans "..ég finn það oní maga" og "hátt upp til hlíða".

Þeir sem hafa áhuga á að bóka Júgóslavneska Jarðarfararbandið er bent á pöntunarþjónustu í gegnum commentin á síðunni www.hrebbna.tk

www.hrebbna.tk
-í bransanum-

laugardagur, október 16

Eldheit sýning!

Kæru lesendur!
Undanfarna viku hef ég farið alls 4 sinnum í leikhús og hver ferð annari betri, en gærkveldið toppaði allt sem toppa verður.

Ég, saklaus áhorfandi sat í sæti mínu á Svartri Mjólk, nýkomin inn í salinn eftir hlé og beið eftir því að leikhús andinn svifi yfir á ný þegar brunabjallan fór í gangi.
Upp hófst mikið skvaldur og fólk fór að velta fyrir sér hvort það væri nokkuð kviknað.
Skyndilega kom kona inn í salinn og tjáði okkur að allt væri undir kontról, það væri bara plat í brunarvarnarkerfinu og allt væri í fínu lagi.

Eftir eina mínútu kom fyrrnefnd kona aftur í salinn og bað okkur áhorfendur vinsamlegast um að rýma salinn því eldur væri kviknaður í kjallaranum.
Fólk óttaðist um líf sítt, en undirrituð labbaði í hinum mestu rólegheitum.

Um 600 manns voru samankomnir fyrir utan leikhús allra landsmanna og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikur Edit Piaf sem var eimmit verið að sýna á stóra sviðinu gerði sér lítið fyrir og byrjaði að syngja á tröppum leikhússins við mikinn fögnuð áhorfenda og loks kom hljómsveit hússins til hennar og byrjaði að spila undir.

Eftir um 30 mín. útiveru og skemmtun var okkur loks óhætt að fara aftur inn og horfa á restina af leikritinu.

Þetta var allavega eins skemmtilegasta brenna sem ég hef farið á, það eitt er víst.

www.hrebbna.tk
-alltaf allstaðar-

föstudagur, október 8

Enn eitt samsærið- hvar endar þetta?

Kæru lesendur

Ég hef komið upp um enn eitt samsærið sem skólayfirvöld bera ábyrgð á.
Samsæri þetta ber það saklausa nafn; vetrarfrí og hljómar frekar skemmtilega fyrir þá sem átta sig ekki á staðreyndunum.

Ég hef nefnilega komist að því að tilgangurinn með þessu vetrarfríi er að láta saklausa framhaldsskólanemendur halda að yfirvöld séu að gera þeim greiða með þessu fríi..en svo er ekki kæru vinir.

Málið er að eftir þetta frí eiga eftir að hellast yfir ykkur verkefni-próf-próf-próf o.s.frv. í tugatali og er fríið einungist til þess gert að hafa ykkur góð.

Þá geta kennarar komið með það svar ef saklaus nemendi kvartar yfir skyndilega miklu álagi að hanns kuli nú ekkert vera að kveina..hann sé nýkominn úr fríi og hafi bara gott af því að læra svolítið í sinn litla haus.

Látum ekki blekkjast lengur og verum viðbúin áfallinu sem skellur á bráðlega....

Uppljóstrarar www.hrebbna.tk

mánudagur, október 4

Gone with the wind...

Kæru lesendur

Rétt áðan sá ég kött nágrannans fljúga fram hjá glugga mínum, og fylgdi nágranninn á eftir stuttu síðar.
Fyrir um klukkustund hvarf reiðhjól mitt sem ég hef átt í háa herrans tíð út í buskan og verður þess saknað sárt.

Rokið er svo mikið hér á Álftanesinu að enginn er óhultur, hvorki menn,kettir eða reiðhjól.

Ef veðrir heldur svona áfram í nótt gæti vel verið að ég vakni bara í Færeyjum í fyrramálið

Fylgist með..

Veðurfregnadeild www.hrebbna.tk


sunnudagur, október 3

Áttu við vandamál að stríða?

Hér á síðunni hefur allsherjar ráðgjafi hafið störf, og tími til kominn.
Ráðgjafinn hefur hlotið nafnið Bobby Sue og bið ég lesendur að koma með nokkur vandamál sem þeir glíma við í einrúmi og athuga hvort hann Bobby okkar geti ekki gefið ykkur nokkur góð og gild ráð.

Vandamálin mega berast á tölvupóstformi(hrefna_@hotmail.com, í commentunum eða einfaldlega í gegnum telefón.
101% nafnleynd er lofað og vonar undirrituð að lesendur grípi gæsina meðan hún gefst.

Með kveðju
Nýjungadeild www.hrebbna.tk