Í vinnunni minni eru margar stundir á degi hverjum sem fara í að forðast að vinna.
Þessar dauðu stundir fara oftar en ekki í blaður en nokkrir eiga það til að hefja samsöng með öðrum flokksmeðlimum og hefur það vakið mikla lukku flokkstjórans.
Nokkrir góðir slagarar eru efst á óskalagalistanum eins og t.d. If you wanna be my lover með Spice Girls, I feel it in my fingers(þýtt af flokksmeðlimum) og gamli góði sunnudagaskólaslagarinn; "ég er ekki fótgönguliði".
En margur getur fengið nóg af þessari vitleysu og hefur maður oft á tíðum í þessu 4 sumur sem ég hef unnið þarna velt því fyrir sér hvað maður geti gert til að drepa tímann, sem er þó tengt vinnunni á einhvern hátt.
Ég hef tekið saman nokkra leiki sem njóta mikilla vinsælda þetta sumarið hjá okkur í Bæjarvinnu Álftanes og vona ég að hver sá sem er við dauðans dyr af leiðindum í sinni vinni geti notið góðs af.
Bíómyndaleikurinn:
Hinn sívinsæli bíómyndaleikur er ekki flókinn.
Einn byrjar að segja nafn á bíómynd, t.d. Lord of the rings. Þá á sá sem er næstur í röðinni að finna nafn á bíómynd sem byrjar á síðasta stafnum í myndinni sem nefnd var á undan. Hugsunartímamörk eru 5 mínútur og sá sem fer yfir þann tíma er dæmdur úr leik. Leikurinn gengur svo sinn gang þar aðeins einn stendur eftir.
Hver er maðurinn?:
Þessi leikur gengur út á það að einn skal finna upp á þekktum manni, og hinir eiga að giska hver sá maður er. Sá sem hugsaði sér manninn má aðeins svara spurningum leikmanna með já eða nei. Sá sem getur að lokum giskað á rétt svar fær að finna sér mann næst.
Hrífukast
Það sem til þarf: garðhrífur fyrir alla keppendur(mæli með grashrífur, fást í Húsasmiðjunni á sanngjörnu verði).
Gamla góða spjótkastið, nema notast er við hrífur.
Skófluleikurinn
Keppendur fá allir skóflu í hönd(fást einnig í húsasmiðjunni á sanngjörnu verði) og standa í hring. Finnið næsta stein og kastið honum á milli og grípið með skóflunni.
Sá sem missir steininn er úr.
Njótið
sunnudagur, júní 27
föstudagur, júní 25
Alltaf eitthvað nýtt
Jú nú eru myndirnar komnar sem allir hafa beðið eftir!
Myndir frá tjaldferð hagkaups,fótboltafári,17. júní og síðast en ekki síst úr afmæli Ernu þann 19.júní
Myndirnar má nálgast hér!
Njótið!
Jú nú eru myndirnar komnar sem allir hafa beðið eftir!
Myndir frá tjaldferð hagkaups,fótboltafári,17. júní og síðast en ekki síst úr afmæli Ernu þann 19.júní
Myndirnar má nálgast hér!
Njótið!
Undanfarna daga hef ég verið frekar utanvelta hér heima við.
Ástæðuna má rekja til EM í knattspyrnu sem nú fer fram í Portúgal.
Ég hef alla tíð haft mjög gaman af fótbolta, æfði íþróttina í rúm fimm ár og ætti að vera nokkuð kunn henni.
Hins vegar hef ég alls ekkert gaman af því að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu.
Aðrir heimilismeðlimir virðast ekki vera á sama máli og ég, og vegna meirihluta þeirra sem horfa á leikina í sjónvarpinu hef ég verið dálítið útundan undanfarið.
Þessi keppni hefur mikil áhrif á heimilislífið skal ég segja ykkur.
Þar sem þau sem horfa á boltann halda öll með sitthvoru liðinu hefur myndast mikil spenna hér og er ég ekki frá því að við matarborðið megi líta ill augnarráð, og rifrildi um boltann er það eina sem glymur í eyrum mínum meðan ég nýt matarins.
Einnig hef ég eytt miklum peningum í höfuverkjatöflur af ýmsu tagi vegna hávaða í þessum fyrrnefndu fjölskyldumeðlimum.
Ég finn geðheilsu mína minnka með degi hverjum og með þessu áframhaldandi verð ég að panta mitt vanalega pláss á geðdeildinni innan skamms.
Þeir sem eiga við sama vandamál að stíða geta haft samband við áfallahjálp í síma 8794566 allan sólarhringinn en í sama síma er einnig hægt að panta handhægar Kurby ryksugur.
Njótið fótboltans
laugardagur, júní 19
Dagur allra landsmanna
Já kæru landar, nú er dagur allra landsmanna liðinn.
Börnin fengu sitt, gasblöðrur,sleikjó og sykurleðjuull og foreldrar sáu mánaðarlaunin fjúka í burt vegna verðsins á þessum varningi.
Hoppað var í hoppiköstulum, fólk horfði á misgóð skemmtiatriði og hitti mann og annan.
Allt gerðist þetta á 24 klst.
-Þegar ég var ung og upp á mitt besta þótti mér einstaklega gaman að vappa um í miðbænum með foreldrum mínum með gasblöðru í hönd og sleikisnuð í kjaftinum.
Foreldrar mínir þutu um allan bæinn í leit að viðeigandi skemmtun fyrir mig og systur mína og höfðum við gaman af.
Í uppáhaldi hjá mér var ávallt Brúðubíllinn sem ég viðurkenni að ég hef enn lúmskt gaman af.-
--Nú, komin á 18 aldursár snýst 17. júní um það að fara niður í miðbæ, hitta mann og annan og drekka innlent brennivín með löndum sínum og horfa á 13. ára gelgjur á ímyndunarfylleríi.--
Dæmi hver um sig hvort er betra.
Já kæru landar, nú er dagur allra landsmanna liðinn.
Börnin fengu sitt, gasblöðrur,sleikjó og sykurleðjuull og foreldrar sáu mánaðarlaunin fjúka í burt vegna verðsins á þessum varningi.
Hoppað var í hoppiköstulum, fólk horfði á misgóð skemmtiatriði og hitti mann og annan.
Allt gerðist þetta á 24 klst.
-Þegar ég var ung og upp á mitt besta þótti mér einstaklega gaman að vappa um í miðbænum með foreldrum mínum með gasblöðru í hönd og sleikisnuð í kjaftinum.
Foreldrar mínir þutu um allan bæinn í leit að viðeigandi skemmtun fyrir mig og systur mína og höfðum við gaman af.
Í uppáhaldi hjá mér var ávallt Brúðubíllinn sem ég viðurkenni að ég hef enn lúmskt gaman af.-
--Nú, komin á 18 aldursár snýst 17. júní um það að fara niður í miðbæ, hitta mann og annan og drekka innlent brennivín með löndum sínum og horfa á 13. ára gelgjur á ímyndunarfylleríi.--
Dæmi hver um sig hvort er betra.
þriðjudagur, júní 15
Enn af sjúkum
Enn verður hér bloggað um hinar sýktu gelgjur sem undirrituð umgengst 8 klukkustundir á hverjum virkum degi.
Undanfarna daga hafa þónokkrar gelgjur fallið í óvit vegna óhappa sem hafa aldeilis tekið á taugar stúlknanna.
Þegar þessar saklausu sálir skráðu sig í Unglingavinnuna gerðu þær sér áreiðanlega ekki grein fyrir þeim augljósu hættum sem fylgja í starfinu.
Nokkrar af gelgjunum hafa fengið áfallahjálp eftir að hafa brotið nögl við grasrakstur, og enn fleiri liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið strá í augað.
Búast má við að helmingur stúlkna, fæddar 1990 verði blindur eftir sumarið með þessu áframhaldi.
Fylgist með framhaldssögu sumarsins, hér á www.hrebbna.tk
Enn verður hér bloggað um hinar sýktu gelgjur sem undirrituð umgengst 8 klukkustundir á hverjum virkum degi.
Undanfarna daga hafa þónokkrar gelgjur fallið í óvit vegna óhappa sem hafa aldeilis tekið á taugar stúlknanna.
Þegar þessar saklausu sálir skráðu sig í Unglingavinnuna gerðu þær sér áreiðanlega ekki grein fyrir þeim augljósu hættum sem fylgja í starfinu.
Nokkrar af gelgjunum hafa fengið áfallahjálp eftir að hafa brotið nögl við grasrakstur, og enn fleiri liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið strá í augað.
Búast má við að helmingur stúlkna, fæddar 1990 verði blindur eftir sumarið með þessu áframhaldi.
Fylgist með framhaldssögu sumarsins, hér á www.hrebbna.tk
þriðjudagur, júní 8
Vátíðindi
Frést hefur að hrebbnan sé nú undir alvarlegum áhrifum gelgjunnar.
Hún er talin hafa smitast af þessum illræmda sjúkdómi í gegnum stúlkur sem hún umgengst í Unglingavinnu Bessastaðarhrepps.
Síðast sást hún í Kringlunni, nánar tiltekið í Kiss að kaupa sér glimmervaralit og magabol, en stuttu síðar var Páll Jónsson, yfirlæknir á barna og-unglingageðdeild Landspítalans var við hana í Skífunni þar sem hún var í þann mund að kaupa sér nýjasta diskinn með Sugarbabes.
Sem betur fer náði Páll að stöðva hrebbnuna áður en fór í verra og hefur hún nú verið lögð inn.
Vill undirrituð vara fólk við að umgangast stúlkur á aldrinum 10-14 ára, því þær munu, samkvæmt rannsókn Háskólans í Austur-Búlgaríu vera með gelgjusýki á háu stigi.
Verið varkár
Frést hefur að hrebbnan sé nú undir alvarlegum áhrifum gelgjunnar.
Hún er talin hafa smitast af þessum illræmda sjúkdómi í gegnum stúlkur sem hún umgengst í Unglingavinnu Bessastaðarhrepps.
Síðast sást hún í Kringlunni, nánar tiltekið í Kiss að kaupa sér glimmervaralit og magabol, en stuttu síðar var Páll Jónsson, yfirlæknir á barna og-unglingageðdeild Landspítalans var við hana í Skífunni þar sem hún var í þann mund að kaupa sér nýjasta diskinn með Sugarbabes.
Sem betur fer náði Páll að stöðva hrebbnuna áður en fór í verra og hefur hún nú verið lögð inn.
Vill undirrituð vara fólk við að umgangast stúlkur á aldrinum 10-14 ára, því þær munu, samkvæmt rannsókn Háskólans í Austur-Búlgaríu vera með gelgjusýki á háu stigi.
Verið varkár
miðvikudagur, júní 2
Atburðir líðandi stundar
Ég var stödd í Hagkaup um fjögurleytið eftir vel heppnaða ferð til tannlæknis.
Rétt eftir þessa tannlæknisför þurfti ég að mæta til vinnu, enn frekar aum eftir ósköpin.
Ég var stödd á kassa í dömudeild Hagkaupa þegar athygli mín beindist að útvarpinu.
Eins og alltaf var stillt á Létt 96,7.
Ég heyrði frekar illa hvað var í gangi í , en heyrði þó fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu.
Eyru mín sperrtust upp eins og á hundi, enda mjög áhugavert mál þetta frumvarp.
Fljótlega áttaði ég mig á að það var rödd frænda míns, Ólafs Ragnars Grímssonar sem ómaði í tækinu.
Loks heyrði ég það frá konum sem staddar voru á kassa hjá mér að nú stæði yfir blaðamannafundur á Bessastöðum.
Skyndilega var eins og öll búðin legðist í dvala.
Fólks stansaði, hætti að tala og hópaðist saman.
Hjörðin var ólík, en átti það þó eitt sameiginlegt, áhugann á frumvarpinu og gjörðum forsetans.
Allir lögðu við hlustir og þegar niðurstaða blaðamannafundarins var kynnt var eins og allt ætlaði um koll að keyra.
Fólk faðmaðist, sumir fögnuðu dátt,klöppuðu og aðrir létu sér það nægja að brosa út í eitt.
Allir virtust á einu máli um það að Óli hafði gert rétt.
Þetta var falleg stund, og sýndi samstöðu landans sem virtist hæst ánægður með að fá að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ég tek að ofan fyrir frænda og segi þrefalt húrra;
Húrra,
Húrra,
Húrra!
Ég var stödd í Hagkaup um fjögurleytið eftir vel heppnaða ferð til tannlæknis.
Rétt eftir þessa tannlæknisför þurfti ég að mæta til vinnu, enn frekar aum eftir ósköpin.
Ég var stödd á kassa í dömudeild Hagkaupa þegar athygli mín beindist að útvarpinu.
Eins og alltaf var stillt á Létt 96,7.
Ég heyrði frekar illa hvað var í gangi í , en heyrði þó fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu.
Eyru mín sperrtust upp eins og á hundi, enda mjög áhugavert mál þetta frumvarp.
Fljótlega áttaði ég mig á að það var rödd frænda míns, Ólafs Ragnars Grímssonar sem ómaði í tækinu.
Loks heyrði ég það frá konum sem staddar voru á kassa hjá mér að nú stæði yfir blaðamannafundur á Bessastöðum.
Skyndilega var eins og öll búðin legðist í dvala.
Fólks stansaði, hætti að tala og hópaðist saman.
Hjörðin var ólík, en átti það þó eitt sameiginlegt, áhugann á frumvarpinu og gjörðum forsetans.
Allir lögðu við hlustir og þegar niðurstaða blaðamannafundarins var kynnt var eins og allt ætlaði um koll að keyra.
Fólk faðmaðist, sumir fögnuðu dátt,klöppuðu og aðrir létu sér það nægja að brosa út í eitt.
Allir virtust á einu máli um það að Óli hafði gert rétt.
Þetta var falleg stund, og sýndi samstöðu landans sem virtist hæst ánægður með að fá að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Ég tek að ofan fyrir frænda og segi þrefalt húrra;
Húrra,
Húrra,
Húrra!