Að finna upp hluti
Það eru svo margir hlutir þessa dagana sem mig vanhagar um sem hafa ekki enn verið fundnir upp.
T.d. af hverju eru ekki framljós á bílum, rétt eins og stefnuljós? Þá er ég að meina svona blikkandi framljós sem sýna að maður ætli áfram en ekki beygja?
Svo lenti ég í því um daginn að ég stóð í sakleysi mínu í miðborginni á gangstétt einni og beið eftir að komast yfir götuna, þar sem grasið var grænna. Þar sem engin gangbraut var í aðsigi ákvað ég að reyna eftir fremsta megni að labba yfir götuna þegar tækifæri gafst, en það kom aldrei.
Og þarna stóð ég, ein eins og kjáni að bíða eftir að labba yfir götu kl 17:00 á föstudegi, ekki gáfað það? Ég ætla að finna upp svona gangbrautardúk eða handhægt stöðvunarskyldumerki sem eru bæði tvö svona vasaútgáfur af frumútgáfunum. Þá væri gangbrautin í handhægu dúkaformi og stoppskyldan væri í svipuðu formi og regnhlíf, bara smella upp og þá er það komið!
Einnig leita ég, þar sem prófin eru að nálgast að buxum með rasspúða, því oft reynist prófsetan löng og ströng og því vert að sitja á þægilegu undirlagi.
Svo af því að ég er byrjuð að hugsa um próf og svona, þá væri ég alveg til í að búa til svona prófborð með bjöllu sem maður dinglar ef manni vantar aðstoð svo maður þurfi ekki að sitja með upprétta hendi í langan tíma og vera síðan það slappur í hendinni að maður getur ekki skrifað.
Ég óska eftir samstarfsmanni til að framkvæma þessi verkefni, sjúkrakostnaður er ekki innifalinn.
miðvikudagur, nóvember 26
þriðjudagur, nóvember 25
Í tímaþröng
Ung stúlka óskar eftir auka klukkutíma á lágu verði sökum tímaleysis. Hafið samband, Hrefna hrefna_@hotmail.com
Ef ég hefði tima til að hugsa um hvað ég ætti að blogga um væri heimurinn miklu betri, en því miður lesendur góðir.
Hverjum datt í hug að hafa 24 klst. í sólarhring, af hverju ekki 26?
Persónulega gæti ég þegið tvo klukkutíma í svefn í viðbót.
Helstu orsök tímaleysis er lokaverkefni sem ég er að vinna að í leiklist.
Sýning á verkinu verður á fimmtudaginn kl 19:30 að öllum líkindum og kostar ekkert inn! Ég persónulega mæli með þessari listrænu sýningu og ekki spillir fyrir að fá heitt kakó og með því eftir á, eða jafnvel fyrir.
Sýning þessi fjallar um Rómeó og Júlíu á nýstárlegann hátt. Leikritið hefur verið stytt niður í tvö atriði, þ.e. ástarsenur og verður sýningin með frumlegum blæ.
Þeir sem hafa áhuga geta nálgast frekari upplýsingar hjá undirritaðri.
Ung stúlka óskar eftir auka klukkutíma á lágu verði sökum tímaleysis. Hafið samband, Hrefna hrefna_@hotmail.com
Ef ég hefði tima til að hugsa um hvað ég ætti að blogga um væri heimurinn miklu betri, en því miður lesendur góðir.
Hverjum datt í hug að hafa 24 klst. í sólarhring, af hverju ekki 26?
Persónulega gæti ég þegið tvo klukkutíma í svefn í viðbót.
Helstu orsök tímaleysis er lokaverkefni sem ég er að vinna að í leiklist.
Sýning á verkinu verður á fimmtudaginn kl 19:30 að öllum líkindum og kostar ekkert inn! Ég persónulega mæli með þessari listrænu sýningu og ekki spillir fyrir að fá heitt kakó og með því eftir á, eða jafnvel fyrir.
Sýning þessi fjallar um Rómeó og Júlíu á nýstárlegann hátt. Leikritið hefur verið stytt niður í tvö atriði, þ.e. ástarsenur og verður sýningin með frumlegum blæ.
Þeir sem hafa áhuga geta nálgast frekari upplýsingar hjá undirritaðri.
sunnudagur, nóvember 23
Internetið hefur máttinn
Þegar fólk kemst á vissan aldur hugsar það oft um hver það er í raun og veru.
Margir eyða fleiri klukkustundum í leit að "sjálfinu" og komast að öllum líkindum hvert það er.
En kæru vinir, við þurfum ekki að eyða dægrunum löngum í það að leita hver við sjálf erum því internetið hefur lausnina.
Á fjölmörgum síðun internetsins má finna það út hver maður er, hver maður var í fyrralífi og hver maður hugsanlega mun vera í framtíðinni.
Einnig er hægt að finna út hvort maður sé í raun og veru gella, hvaða poppstjarna maður væri ef maður væri poppstjarna og hvaða friens-persóna maður væri.
Sem sagt, Internetið hefur lausnina, og samkvæmt því...
1.Mun ég hafa verið ljónatemjari og þjálfari í sirkus á 12.öld á Norður-Englandi í fyrra lífi.
2.Ætti ég að vera rauðhærð
3.Mun ég verða geimvísindafrömuður í framtíðinni
4.Er ég gella
5.Er uppáhalds osturinn minn Feta
6.Væri ég afródita ef ég væri gyðja
7.Þá héti ég zskdof ef ég byggi á mars
8.Kostar sál mín 7.879 $
Kæru lesendur, ég mun nú alfarið tileinka mér geimvísindi sem áhugamál, versla fetaost í tugatali og breyta nafni mínu í zskdof því ég hef fundið "sjálfið" á netinu.
Þegar fólk kemst á vissan aldur hugsar það oft um hver það er í raun og veru.
Margir eyða fleiri klukkustundum í leit að "sjálfinu" og komast að öllum líkindum hvert það er.
En kæru vinir, við þurfum ekki að eyða dægrunum löngum í það að leita hver við sjálf erum því internetið hefur lausnina.
Á fjölmörgum síðun internetsins má finna það út hver maður er, hver maður var í fyrralífi og hver maður hugsanlega mun vera í framtíðinni.
Einnig er hægt að finna út hvort maður sé í raun og veru gella, hvaða poppstjarna maður væri ef maður væri poppstjarna og hvaða friens-persóna maður væri.
Sem sagt, Internetið hefur lausnina, og samkvæmt því...
1.Mun ég hafa verið ljónatemjari og þjálfari í sirkus á 12.öld á Norður-Englandi í fyrra lífi.
2.Ætti ég að vera rauðhærð
3.Mun ég verða geimvísindafrömuður í framtíðinni
4.Er ég gella
5.Er uppáhalds osturinn minn Feta
6.Væri ég afródita ef ég væri gyðja
7.Þá héti ég zskdof ef ég byggi á mars
8.Kostar sál mín 7.879 $
Kæru lesendur, ég mun nú alfarið tileinka mér geimvísindi sem áhugamál, versla fetaost í tugatali og breyta nafni mínu í zskdof því ég hef fundið "sjálfið" á netinu.
Fordæmi sambloggara fylgt
Í þessu bloggi ætla ég að fylgja fordæmi sambloggara,vinkonu og leiklistarunnanda og blogga um leikverk það er sett verður upp á vegum NFFG þetta árið, eða í raun næsta árið.
Í ár verður það enginn annar en söng- og gleðileikurinn Litla Hryllingsbúðin-eða á frummáli The Little Shop of Horrors.
Eftir langar og strangar prufur var loks í gær tilkynnt hverjir færu með hvaða hlutverk og eru allir á því máli að vel hafi verið valið í flest hlutverk.
Undirrituð fékk hlutverk í sýningu þessari og mun ég fara með hlutverk guðlegrar raddar sem kynnir í raun framvindu verksins í forleik, og bráðfyndins kúnna.
Nánari hlutverkaskipan verður svo að koma í ljós á frumsýningardegi , þ.e. mars 2004 því ég er ekki viss hvort ég megi leka út þessu hernaðarleyndarmáli.
Í þessu bloggi ætla ég að fylgja fordæmi sambloggara,vinkonu og leiklistarunnanda og blogga um leikverk það er sett verður upp á vegum NFFG þetta árið, eða í raun næsta árið.
Í ár verður það enginn annar en söng- og gleðileikurinn Litla Hryllingsbúðin-eða á frummáli The Little Shop of Horrors.
Eftir langar og strangar prufur var loks í gær tilkynnt hverjir færu með hvaða hlutverk og eru allir á því máli að vel hafi verið valið í flest hlutverk.
Undirrituð fékk hlutverk í sýningu þessari og mun ég fara með hlutverk guðlegrar raddar sem kynnir í raun framvindu verksins í forleik, og bráðfyndins kúnna.
Nánari hlutverkaskipan verður svo að koma í ljós á frumsýningardegi , þ.e. mars 2004 því ég er ekki viss hvort ég megi leka út þessu hernaðarleyndarmáli.
föstudagur, nóvember 21
Gamalt og gleymt
Þegar maður eldist eru margir hlutir sem áður voru spennandi hversdagslegir og leiðinlegir.
Hér á eftir kemur listi yfir mjög svo hversdagslega hluti sem áður mér framandi..
1. Að fara í strætó: Eftir að hafa alist upp í krummaskurði eins og Álftanes er, var framandi að taka strætó t .d. upp í Kringlu eða á Laugarveginn. Hugsa sér, engir foreldrar að keyra og maður gat ferðast hvert á land sem er-fyrir aðeins 50 kr.
2.Að vera einn heima:Þó svo að það væri ekki nema hálftími var svo margt sem hægt var að gera þegar maður var einn heima. Oft notaði ég ímyndunaraflið og byggði oft indjánatjald inni í stofu mér til yndis og skemmtunar. (Ef ykkur vantar upplýsingar um byggingu slíks tjald, endilega látið mig vita)
3. Að fara í matvörubúð: Hver man ekki eftir því þeagr maður labbaði inn í matvörubúð, beint í nammideildina og fannst maður vera kominn í himnaríki?
Lista lokið í bili.
Þegar maður eldist eru margir hlutir sem áður voru spennandi hversdagslegir og leiðinlegir.
Hér á eftir kemur listi yfir mjög svo hversdagslega hluti sem áður mér framandi..
1. Að fara í strætó: Eftir að hafa alist upp í krummaskurði eins og Álftanes er, var framandi að taka strætó t .d. upp í Kringlu eða á Laugarveginn. Hugsa sér, engir foreldrar að keyra og maður gat ferðast hvert á land sem er-fyrir aðeins 50 kr.
2.Að vera einn heima:Þó svo að það væri ekki nema hálftími var svo margt sem hægt var að gera þegar maður var einn heima. Oft notaði ég ímyndunaraflið og byggði oft indjánatjald inni í stofu mér til yndis og skemmtunar. (Ef ykkur vantar upplýsingar um byggingu slíks tjald, endilega látið mig vita)
3. Að fara í matvörubúð: Hver man ekki eftir því þeagr maður labbaði inn í matvörubúð, beint í nammideildina og fannst maður vera kominn í himnaríki?
Lista lokið í bili.
þriðjudagur, nóvember 18
pæling
Fyrir allnokkru var ég stödd í Kringlunni á vappi í mínum eigin heimi eins og vanalega, og kem ég auga á mann nokkurn að nafni Snorri. Sá labbaði milli fólksfjöldans og var að reyna að selja þeim syndaaflausn fyrir 1000 kr stykkið. Syndaaflausnin var í A4- blaðaformi.
Ég æjaði og veinaði og skammaðist yfir því hvert heimurinn væri eiginlega að fara. Mest langaði mig að hrifsa öll blöðin af manninum og borða þau og hindra þar með að maðurinn gæti selt þeim vitlausu fyrrnefnt plagg.
Ég hugsaði með mér að maðurinn stæði þarna til einskis, "það kaupir enginn þessa vitleysu" sagði ég við sjálfa mig, en viti menn. Ég var ekki fyrr búin að ljúka þeim orðum í huga mér að maður keypti eitt ef ekki tvö plögg.
Hvernig ætlar Snorri þessi að koma því til skila til hins æðra að einhver aðili sé laus synda sinni og sé þar með orðin hrein sál?
Ég fór heim, bjó til mitt eigið plagg, hengdi það upp á vegg og grét yfir heimsku samborgara minna.
Fyrir allnokkru var ég stödd í Kringlunni á vappi í mínum eigin heimi eins og vanalega, og kem ég auga á mann nokkurn að nafni Snorri. Sá labbaði milli fólksfjöldans og var að reyna að selja þeim syndaaflausn fyrir 1000 kr stykkið. Syndaaflausnin var í A4- blaðaformi.
Ég æjaði og veinaði og skammaðist yfir því hvert heimurinn væri eiginlega að fara. Mest langaði mig að hrifsa öll blöðin af manninum og borða þau og hindra þar með að maðurinn gæti selt þeim vitlausu fyrrnefnt plagg.
Ég hugsaði með mér að maðurinn stæði þarna til einskis, "það kaupir enginn þessa vitleysu" sagði ég við sjálfa mig, en viti menn. Ég var ekki fyrr búin að ljúka þeim orðum í huga mér að maður keypti eitt ef ekki tvö plögg.
Hvernig ætlar Snorri þessi að koma því til skila til hins æðra að einhver aðili sé laus synda sinni og sé þar með orðin hrein sál?
Ég fór heim, bjó til mitt eigið plagg, hengdi það upp á vegg og grét yfir heimsku samborgara minna.
laugardagur, nóvember 15
Í morgunsárið
Fyrir um 10 mínútum skreið ég úr dvala svefnsins við dyrabjölluhljóm.
Þar sem ég var ein heima varð ég að standa upp og gjöra svo vel að opna hurðina.
Fyrir utan stóðu tveir menn, einn örugglega á fertugsaldri og annar töluvert yngri, ætli hann hafi ekki verið svona 20 ára, ef það.
Þeir spurðu mig nývaknaða hvort þeir mættu fræða mig um Biblíuna, og þá varð ég sko skelkuð.
Ég sagði pent nei takk, en þar sem ég hef hlotið gott uppeldi þáði ég þó nokkra bæklinga frá þessum fræðandi mönnum og óskaði þeim síðan góðs gengis.
Svo spurði ég sjálfa mig;
Nú var ég í kristnifræði öll mín 7 ár í grunnskóla og svo stundaði ég sunnudagaskólann á mínum yngri árum og var leiðtogi í KFUK og ætti því að vera vel lærð um guð, jesús og allar þeirra gjörðir.
Er eitthvað meira sem ég hef ekki lært?
Ég trúði þessu öllu þar til ég fermdist.
Eftir fermingu má segja að ég hafi séð "ljósið".
Ég fékk hvolpavit og fór að efast um þetta allt, en samt ekki.
Það er sumt sem ég trúi, og sumt ekki.
Ég trúi t.d. að það hafi verið til einhver kraftaverkamaður að nafni Jesús sem gat breytt vatni í vín, en kallast það bara ekki töframaður?
Er Davið Blane þá ekki jafningi hans?
En ég trúi alls ekki að það sé til einn guð, sem er guð allra og alls.
Að vísu trúi ég á líf eftir dauðann en ekki að ég komi upp í eitthvað himnaríki og hitti þar fyrir Lykla-Pétur við Gullna-Hliðið.
Ef guð skapaði manninn hvaðan komu þá steinaldarmennirnir?
Í dag trúi ég einungis á sjálfan mig og lífið í heild.
Þetta eru einungis mínar skoðanir og bið ég þá að afsaka sem gætu hafa særst af lestri þessa bloggs.
Fyrir um 10 mínútum skreið ég úr dvala svefnsins við dyrabjölluhljóm.
Þar sem ég var ein heima varð ég að standa upp og gjöra svo vel að opna hurðina.
Fyrir utan stóðu tveir menn, einn örugglega á fertugsaldri og annar töluvert yngri, ætli hann hafi ekki verið svona 20 ára, ef það.
Þeir spurðu mig nývaknaða hvort þeir mættu fræða mig um Biblíuna, og þá varð ég sko skelkuð.
Ég sagði pent nei takk, en þar sem ég hef hlotið gott uppeldi þáði ég þó nokkra bæklinga frá þessum fræðandi mönnum og óskaði þeim síðan góðs gengis.
Svo spurði ég sjálfa mig;
Nú var ég í kristnifræði öll mín 7 ár í grunnskóla og svo stundaði ég sunnudagaskólann á mínum yngri árum og var leiðtogi í KFUK og ætti því að vera vel lærð um guð, jesús og allar þeirra gjörðir.
Er eitthvað meira sem ég hef ekki lært?
Ég trúði þessu öllu þar til ég fermdist.
Eftir fermingu má segja að ég hafi séð "ljósið".
Ég fékk hvolpavit og fór að efast um þetta allt, en samt ekki.
Það er sumt sem ég trúi, og sumt ekki.
Ég trúi t.d. að það hafi verið til einhver kraftaverkamaður að nafni Jesús sem gat breytt vatni í vín, en kallast það bara ekki töframaður?
Er Davið Blane þá ekki jafningi hans?
En ég trúi alls ekki að það sé til einn guð, sem er guð allra og alls.
Að vísu trúi ég á líf eftir dauðann en ekki að ég komi upp í eitthvað himnaríki og hitti þar fyrir Lykla-Pétur við Gullna-Hliðið.
Ef guð skapaði manninn hvaðan komu þá steinaldarmennirnir?
Í dag trúi ég einungis á sjálfan mig og lífið í heild.
Þetta eru einungis mínar skoðanir og bið ég þá að afsaka sem gætu hafa særst af lestri þessa bloggs.
föstudagur, nóvember 14
LEIKTU BETUR
Í gærkveldi mætti spunalið FG á vígvöllinn( Tjarnarbíó ) og bjóst alls ekki við miklu.
Ástæðan? Jú hún var sú að kvöldið áður bjuggumst við hreinlega ekki við því að komast á úrslitakvöldið. Það var því með undrun sem við löbbuðum inn í Tjarnarbíó, um klukkan 6 í gær og bjuggumst ekki við neinu.
Fyrsta viðureignin okkar var við FB, og má til gamans geta að hálfbróðir Önnu Guðnýjar var í því liði.
Við sigruðum með þónokkrum stigamun, man samt ekki hversu miklum.
Afrakstur: Komin í 4-liða úrslit
Við sátum baksviðs og nöguðum af okkur allar neglur og vorum byrjuð á olbogunum þegar MH og Kvennó öttu kappi og hlaut MH sigur í þeirri keppni.
Næsta viðureign okkar var við MA og þar sigruðum við einnig með 24 stigum á móti einhverju.. afsakið gleymskuna.
Afrakstur: Komin í 2-liða úrslit
Það var sem sagt með mikilli hræðslu sem við stigum á svið og kepptum á móti MH. Í liði MH voru: Jakob Búllerjahn, Jóhanna, Antoine og Kobbi sem öll eru prýðisleikarar og þau áttu alveg salinn, það var bókað mál.
Leikar fóru þannig að MH vann okkur með 4-5 stiga mun.
Mér finnst það hafa verið mikill heiður að fá að keppa við þessa snillinga sem MH liðið var og áttu þau svo sannarlega sigurinn skilið!
Sem sagt var afrakstur allra herlegheitanna 2.sætið í Leiktu Betur-spunakeppni framhaldsskólanna sem mér finnst alveg frábært og segji ég bara til hamingju MH-ingar!
Í gærkveldi mætti spunalið FG á vígvöllinn( Tjarnarbíó ) og bjóst alls ekki við miklu.
Ástæðan? Jú hún var sú að kvöldið áður bjuggumst við hreinlega ekki við því að komast á úrslitakvöldið. Það var því með undrun sem við löbbuðum inn í Tjarnarbíó, um klukkan 6 í gær og bjuggumst ekki við neinu.
Fyrsta viðureignin okkar var við FB, og má til gamans geta að hálfbróðir Önnu Guðnýjar var í því liði.
Við sigruðum með þónokkrum stigamun, man samt ekki hversu miklum.
Afrakstur: Komin í 4-liða úrslit
Við sátum baksviðs og nöguðum af okkur allar neglur og vorum byrjuð á olbogunum þegar MH og Kvennó öttu kappi og hlaut MH sigur í þeirri keppni.
Næsta viðureign okkar var við MA og þar sigruðum við einnig með 24 stigum á móti einhverju.. afsakið gleymskuna.
Afrakstur: Komin í 2-liða úrslit
Það var sem sagt með mikilli hræðslu sem við stigum á svið og kepptum á móti MH. Í liði MH voru: Jakob Búllerjahn, Jóhanna, Antoine og Kobbi sem öll eru prýðisleikarar og þau áttu alveg salinn, það var bókað mál.
Leikar fóru þannig að MH vann okkur með 4-5 stiga mun.
Mér finnst það hafa verið mikill heiður að fá að keppa við þessa snillinga sem MH liðið var og áttu þau svo sannarlega sigurinn skilið!
Sem sagt var afrakstur allra herlegheitanna 2.sætið í Leiktu Betur-spunakeppni framhaldsskólanna sem mér finnst alveg frábært og segji ég bara til hamingju MH-ingar!
miðvikudagur, nóvember 12
Fögur er hlíðin
Já góðir gestir ég segi fögurer Hlíðin vegna þess að í kvöld gerðist það óvænta.
Í kvöld sigraði spunalið effgje fva í leiktu betur forkeppninni sem haldin var í Urðarbrunni.
Svakalegt stuðningslið mætti fyrir hönd effgje og vil ég persónulega þakka þeim öllum fyrir frábæra frammistöðu!
6 lið mættu, sáu og sum sigruðu.
Liðin sem komust i úrslit voru:
EffGje
MH
Kvennó
MA
Sem sagt góðir hálsar, annað kvöld kl 20:00 mun EffGje etja kappi við þessi frábæru lið og vonandi komast sem lengst.
Húsið opnar sem fyrr kl 19:00 og hvet ég alla til að mæta snemma, því sætin eru fá og aðsókn mikil!
Hvað: Leiktu Betur, ÚRSLIT
Hvar: Tjarnarbíói, Reykjvaík
Hvenær: 13. NÓV, Miðvikudagur KL 20:00
Já góðir gestir ég segi fögurer Hlíðin vegna þess að í kvöld gerðist það óvænta.
Í kvöld sigraði spunalið effgje fva í leiktu betur forkeppninni sem haldin var í Urðarbrunni.
Svakalegt stuðningslið mætti fyrir hönd effgje og vil ég persónulega þakka þeim öllum fyrir frábæra frammistöðu!
6 lið mættu, sáu og sum sigruðu.
Liðin sem komust i úrslit voru:
EffGje
MH
Kvennó
MA
Sem sagt góðir hálsar, annað kvöld kl 20:00 mun EffGje etja kappi við þessi frábæru lið og vonandi komast sem lengst.
Húsið opnar sem fyrr kl 19:00 og hvet ég alla til að mæta snemma, því sætin eru fá og aðsókn mikil!
Hvað: Leiktu Betur, ÚRSLIT
Hvar: Tjarnarbíói, Reykjvaík
Hvenær: 13. NÓV, Miðvikudagur KL 20:00
Það er komið að ÞVÍ
Ertu orðin/nn leið/ur á sífelldu skólanámi dag eftir dag?
Ertu orkulaus eftir að hafa eytt öllum deginum í skólanum og átt engann tíma fyrir sjálfan þig?
Ég hef ekki lausn á því vandamáli, en......
Leiktu Betur forkeppni verður haldin í Urðarbrunni, FG í kvöld kl 20:00!
Húsið opnar kl 19:00 og allir að mæta.
Undirrituð er fyrirliði FG!
Ertu orðin/nn leið/ur á sífelldu skólanámi dag eftir dag?
Ertu orkulaus eftir að hafa eytt öllum deginum í skólanum og átt engann tíma fyrir sjálfan þig?
Ég hef ekki lausn á því vandamáli, en......
Leiktu Betur forkeppni verður haldin í Urðarbrunni, FG í kvöld kl 20:00!
Húsið opnar kl 19:00 og allir að mæta.
Undirrituð er fyrirliði FG!
sunnudagur, nóvember 9
Líf mitt hefur legið niðri
Undanfarnar tvær vikur eða svo hefur líf mitt legið niðri.
Þannig er nefnilega mál með vexti að bróðir föður míns, Steinþór Eyþórsson lést mánudaginn 27. október og hafa síðustu tvær vikur liðið í einhversskonar móki.
Þetta var mikill missir fyrir alla fjölskylduna því Steini var mjög indæll og skemmtilegur maður. Reyndar var þetta uppáhalds frændi minn.
En margt spennandi er á döfinni, t.d. Leiktu Betur spunakeppni framhaldsskólanna, prufur fyrir söngleik og svo æfingar á sýningu sem ég er að leika í (nánar um það síðar).
En eftir þetta blogg lofa ég hins vegar að snúa aftur í mitt gamla góða bloggform og koma sterk inn.
Undanfarnar tvær vikur eða svo hefur líf mitt legið niðri.
Þannig er nefnilega mál með vexti að bróðir föður míns, Steinþór Eyþórsson lést mánudaginn 27. október og hafa síðustu tvær vikur liðið í einhversskonar móki.
Þetta var mikill missir fyrir alla fjölskylduna því Steini var mjög indæll og skemmtilegur maður. Reyndar var þetta uppáhalds frændi minn.
En margt spennandi er á döfinni, t.d. Leiktu Betur spunakeppni framhaldsskólanna, prufur fyrir söngleik og svo æfingar á sýningu sem ég er að leika í (nánar um það síðar).
En eftir þetta blogg lofa ég hins vegar að snúa aftur í mitt gamla góða bloggform og koma sterk inn.
fimmtudagur, nóvember 6
Ég heiti Hrefna og ég er bloggari
Já góðir lesendur, ég er stolt af því að vera bloggari!
Bloggið mitt góða er minn griðarstaður þar sem hugsanir mínar láta ljós sitt skína og við tengjumst öll saman í tilfinningasúpu.
Í gær lenti ég í hörkudeilum við einn samnenamda minn hvort blogg væri bara fyrir athyglissjúkt og leiðinlegt fólk. Sá sauður virtist halda því fram að þeir sem blogguðu væru hreinlega að opinbera öll sín leyndarmál á veraldarvefnum og gætu alveg eins staðið berrössuð á Laugarveginum því það væri minna berskjaldað þar en á blogginu.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við blogg er að maður getur lesið um líf fólks sem maður þekkir og séð aðra hlið á þeim.
Ef ég mundi ekki blogga þá væri hausinn minn líklegast sprunginn af hugmyndum!
Ég heiti Hrefna og ég er bloggari
Já góðir lesendur, ég er stolt af því að vera bloggari!
Bloggið mitt góða er minn griðarstaður þar sem hugsanir mínar láta ljós sitt skína og við tengjumst öll saman í tilfinningasúpu.
Í gær lenti ég í hörkudeilum við einn samnenamda minn hvort blogg væri bara fyrir athyglissjúkt og leiðinlegt fólk. Sá sauður virtist halda því fram að þeir sem blogguðu væru hreinlega að opinbera öll sín leyndarmál á veraldarvefnum og gætu alveg eins staðið berrössuð á Laugarveginum því það væri minna berskjaldað þar en á blogginu.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við blogg er að maður getur lesið um líf fólks sem maður þekkir og séð aðra hlið á þeim.
Ef ég mundi ekki blogga þá væri hausinn minn líklegast sprunginn af hugmyndum!
Ég heiti Hrefna og ég er bloggari
laugardagur, nóvember 1
Vetrarböl
Kæru lesendur.
Spennið beltin, þrengið axlaböndin,herðið slaufuna því hálkan er komin.
Já, ég segji það og meina það, hún er komin og ekki til þess að kveða burt snjóinn ónei!
Litla sögu langar mig að segja ykkur:
Í gær var faðir minn kær staddur fyrir utan sjoppu nokkra í bæ einum er kenndur er við Garða. Í sínu mesta sakleysi ætlar hann að stíga út úr bifreið sinni og ganga galvaskur inn í sjoppuna, en það vill nú ekki betur til en hann dettur í hálkunni og beint á andlitið.
Maðurinn lá þar slasaður í framan og enginn kom til hjálpar. Fólk labbaði fram hjá og enginn gerði neitt.
Faðir minn náði þó að standa á fætur og labba inn í sjoppuna og biðja um aðstoð, sem hann og fékk.
Þar sem faðir minn er einstaklega þrjóskur maður neitaði hann alfarið því að hringt yrði á sjúkrabíl og keyrði slasaður í framan heim þar sem ég tók á móti honum alblóðugum.
Ég fylltist reiði út í mannkynið sjálft og langaði helst að rífa símaskrána í tætlur og brenna hana til að ná að hefna mín á sem flestum en ég hélt ró minni.
Ég keyrði föður minn upp á slysavarðstofu þar sem gott fólk tók á móti og hlúði að honum.
Í dag er maðurinn stórskaddaður í framan, sért vart út um hægra augað. Hann er allur svartur á auganu og upp að enni og líður honum frekar illa.
Ég spyr ykkur kæru lesendur, er Ísland virkilega svona í dag?
Að fólki sé algerlega sama um náungan?
Ef svo er græt ég það sem ég á eftir ólifað, því mér finnst þetta mjög hart.
Ég vil skoðanir, hvað mundu þið lesendur góðir gera ef þið sæjuð mann á sjötugsaldri liggja alblóðugann og sárþjáðann í götunni að vetri til?
Ég vona að ég fái aftur trú á mannkyninu
Kæru lesendur.
Spennið beltin, þrengið axlaböndin,herðið slaufuna því hálkan er komin.
Já, ég segji það og meina það, hún er komin og ekki til þess að kveða burt snjóinn ónei!
Litla sögu langar mig að segja ykkur:
Í gær var faðir minn kær staddur fyrir utan sjoppu nokkra í bæ einum er kenndur er við Garða. Í sínu mesta sakleysi ætlar hann að stíga út úr bifreið sinni og ganga galvaskur inn í sjoppuna, en það vill nú ekki betur til en hann dettur í hálkunni og beint á andlitið.
Maðurinn lá þar slasaður í framan og enginn kom til hjálpar. Fólk labbaði fram hjá og enginn gerði neitt.
Faðir minn náði þó að standa á fætur og labba inn í sjoppuna og biðja um aðstoð, sem hann og fékk.
Þar sem faðir minn er einstaklega þrjóskur maður neitaði hann alfarið því að hringt yrði á sjúkrabíl og keyrði slasaður í framan heim þar sem ég tók á móti honum alblóðugum.
Ég fylltist reiði út í mannkynið sjálft og langaði helst að rífa símaskrána í tætlur og brenna hana til að ná að hefna mín á sem flestum en ég hélt ró minni.
Ég keyrði föður minn upp á slysavarðstofu þar sem gott fólk tók á móti og hlúði að honum.
Í dag er maðurinn stórskaddaður í framan, sért vart út um hægra augað. Hann er allur svartur á auganu og upp að enni og líður honum frekar illa.
Ég spyr ykkur kæru lesendur, er Ísland virkilega svona í dag?
Að fólki sé algerlega sama um náungan?
Ef svo er græt ég það sem ég á eftir ólifað, því mér finnst þetta mjög hart.
Ég vil skoðanir, hvað mundu þið lesendur góðir gera ef þið sæjuð mann á sjötugsaldri liggja alblóðugann og sárþjáðann í götunni að vetri til?
Ég vona að ég fái aftur trú á mannkyninu