Ég heiti Hrefna og ég er bloggari
Já góðir lesendur, ég er stolt af því að vera bloggari!
Bloggið mitt góða er minn griðarstaður þar sem hugsanir mínar láta ljós sitt skína og við tengjumst öll saman í tilfinningasúpu.
Í gær lenti ég í hörkudeilum við einn samnenamda minn hvort blogg væri bara fyrir athyglissjúkt og leiðinlegt fólk. Sá sauður virtist halda því fram að þeir sem blogguðu væru hreinlega að opinbera öll sín leyndarmál á veraldarvefnum og gætu alveg eins staðið berrössuð á Laugarveginum því það væri minna berskjaldað þar en á blogginu.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við blogg er að maður getur lesið um líf fólks sem maður þekkir og séð aðra hlið á þeim.
Ef ég mundi ekki blogga þá væri hausinn minn líklegast sprunginn af hugmyndum!
Ég heiti Hrefna og ég er bloggari
Engin ummæli:
Skrifa ummæli