Vetrarböl
Kæru lesendur.
Spennið beltin, þrengið axlaböndin,herðið slaufuna því hálkan er komin.
Já, ég segji það og meina það, hún er komin og ekki til þess að kveða burt snjóinn ónei!
Litla sögu langar mig að segja ykkur:
Í gær var faðir minn kær staddur fyrir utan sjoppu nokkra í bæ einum er kenndur er við Garða. Í sínu mesta sakleysi ætlar hann að stíga út úr bifreið sinni og ganga galvaskur inn í sjoppuna, en það vill nú ekki betur til en hann dettur í hálkunni og beint á andlitið.
Maðurinn lá þar slasaður í framan og enginn kom til hjálpar. Fólk labbaði fram hjá og enginn gerði neitt.
Faðir minn náði þó að standa á fætur og labba inn í sjoppuna og biðja um aðstoð, sem hann og fékk.
Þar sem faðir minn er einstaklega þrjóskur maður neitaði hann alfarið því að hringt yrði á sjúkrabíl og keyrði slasaður í framan heim þar sem ég tók á móti honum alblóðugum.
Ég fylltist reiði út í mannkynið sjálft og langaði helst að rífa símaskrána í tætlur og brenna hana til að ná að hefna mín á sem flestum en ég hélt ró minni.
Ég keyrði föður minn upp á slysavarðstofu þar sem gott fólk tók á móti og hlúði að honum.
Í dag er maðurinn stórskaddaður í framan, sért vart út um hægra augað. Hann er allur svartur á auganu og upp að enni og líður honum frekar illa.
Ég spyr ykkur kæru lesendur, er Ísland virkilega svona í dag?
Að fólki sé algerlega sama um náungan?
Ef svo er græt ég það sem ég á eftir ólifað, því mér finnst þetta mjög hart.
Ég vil skoðanir, hvað mundu þið lesendur góðir gera ef þið sæjuð mann á sjötugsaldri liggja alblóðugann og sárþjáðann í götunni að vetri til?
Ég vona að ég fái aftur trú á mannkyninu
Engin ummæli:
Skrifa ummæli