föstudagur, nóvember 14

LEIKTU BETUR

Í gærkveldi mætti spunalið FG á vígvöllinn( Tjarnarbíó ) og bjóst alls ekki við miklu.
Ástæðan? Jú hún var sú að kvöldið áður bjuggumst við hreinlega ekki við því að komast á úrslitakvöldið. Það var því með undrun sem við löbbuðum inn í Tjarnarbíó, um klukkan 6 í gær og bjuggumst ekki við neinu.

Fyrsta viðureignin okkar var við FB, og má til gamans geta að hálfbróðir Önnu Guðnýjar var í því liði.
Við sigruðum með þónokkrum stigamun, man samt ekki hversu miklum.
Afrakstur: Komin í 4-liða úrslit
Við sátum baksviðs og nöguðum af okkur allar neglur og vorum byrjuð á olbogunum þegar MH og Kvennó öttu kappi og hlaut MH sigur í þeirri keppni.

Næsta viðureign okkar var við MA og þar sigruðum við einnig með 24 stigum á móti einhverju.. afsakið gleymskuna.
Afrakstur: Komin í 2-liða úrslit

Það var sem sagt með mikilli hræðslu sem við stigum á svið og kepptum á móti MH. Í liði MH voru: Jakob Búllerjahn, Jóhanna, Antoine og Kobbi sem öll eru prýðisleikarar og þau áttu alveg salinn, það var bókað mál.
Leikar fóru þannig að MH vann okkur með 4-5 stiga mun.

Mér finnst það hafa verið mikill heiður að fá að keppa við þessa snillinga sem MH liðið var og áttu þau svo sannarlega sigurinn skilið!

Sem sagt var afrakstur allra herlegheitanna 2.sætið í Leiktu Betur-spunakeppni framhaldsskólanna sem mér finnst alveg frábært og segji ég bara til hamingju MH-ingar!

Engin ummæli: