þriðjudagur, nóvember 25

Í tímaþröng

Ung stúlka óskar eftir auka klukkutíma á lágu verði sökum tímaleysis. Hafið samband, Hrefna hrefna_@hotmail.com

Ef ég hefði tima til að hugsa um hvað ég ætti að blogga um væri heimurinn miklu betri, en því miður lesendur góðir.
Hverjum datt í hug að hafa 24 klst. í sólarhring, af hverju ekki 26?
Persónulega gæti ég þegið tvo klukkutíma í svefn í viðbót.

Helstu orsök tímaleysis er lokaverkefni sem ég er að vinna að í leiklist.
Sýning á verkinu verður á fimmtudaginn kl 19:30 að öllum líkindum og kostar ekkert inn! Ég persónulega mæli með þessari listrænu sýningu og ekki spillir fyrir að fá heitt kakó og með því eftir á, eða jafnvel fyrir.

Sýning þessi fjallar um Rómeó og Júlíu á nýstárlegann hátt. Leikritið hefur verið stytt niður í tvö atriði, þ.e. ástarsenur og verður sýningin með frumlegum blæ.

Þeir sem hafa áhuga geta nálgast frekari upplýsingar hjá undirritaðri.

Engin ummæli: