laugardagur, nóvember 15

Í morgunsárið
Fyrir um 10 mínútum skreið ég úr dvala svefnsins við dyrabjölluhljóm.
Þar sem ég var ein heima varð ég að standa upp og gjöra svo vel að opna hurðina.
Fyrir utan stóðu tveir menn, einn örugglega á fertugsaldri og annar töluvert yngri, ætli hann hafi ekki verið svona 20 ára, ef það.
Þeir spurðu mig nývaknaða hvort þeir mættu fræða mig um Biblíuna, og þá varð ég sko skelkuð.
Ég sagði pent nei takk, en þar sem ég hef hlotið gott uppeldi þáði ég þó nokkra bæklinga frá þessum fræðandi mönnum og óskaði þeim síðan góðs gengis.

Svo spurði ég sjálfa mig;

Nú var ég í kristnifræði öll mín 7 ár í grunnskóla og svo stundaði ég sunnudagaskólann á mínum yngri árum og var leiðtogi í KFUK og ætti því að vera vel lærð um guð, jesús og allar þeirra gjörðir.

Er eitthvað meira sem ég hef ekki lært?

Ég trúði þessu öllu þar til ég fermdist.
Eftir fermingu má segja að ég hafi séð "ljósið".
Ég fékk hvolpavit og fór að efast um þetta allt, en samt ekki.
Það er sumt sem ég trúi, og sumt ekki.

Ég trúi t.d. að það hafi verið til einhver kraftaverkamaður að nafni Jesús sem gat breytt vatni í vín, en kallast það bara ekki töframaður?
Er Davið Blane þá ekki jafningi hans?

En ég trúi alls ekki að það sé til einn guð, sem er guð allra og alls.
Að vísu trúi ég á líf eftir dauðann en ekki að ég komi upp í eitthvað himnaríki og hitti þar fyrir Lykla-Pétur við Gullna-Hliðið.

Ef guð skapaði manninn hvaðan komu þá steinaldarmennirnir?

Í dag trúi ég einungis á sjálfan mig og lífið í heild.

Þetta eru einungis mínar skoðanir og bið ég þá að afsaka sem gætu hafa særst af lestri þessa bloggs.

Engin ummæli: