sunnudagur, nóvember 27

Við matarborðið

Fyrir stuttu sat fjölskyldan við matarborðið og ræddi erjur við nágranna sem og aðra aðila.

Ég sat í sakleysi mínu og borðaði matinn sem var þakinn brúnni sósu. Þegar móðir mín var komin á öskurstigið meðan hún lýsti því yfir að vilja tortíma köttum og eigendum þeirra(sérstaklega þeirra sem hoppa inn um gluggann í borðstofunni og míga á gólfið) fann ég mig knúna til þess að spurja hvað þetta væri eiginlega sem ég væri að borða.

Svarið sem ég fékk var heldur sjokkerandi!

Móðir; "hjörtu og lifur"

Ég hljóp frá borðinu og á meðan ég blogga þessi ósköp get ég ekki hugsað um annað en aumingja kettina!

Ég kveð að sinni því hver veit, ef ég ergi mömmu frekar þá verð ég kannski í matinn á morgun.

www.hrebbna.tk
-hrædd um líf sitt-

sunnudagur, nóvember 13

Myndablogg

Hlutur dagsins
Eitthvað sem öll fyrirtæki, stórverslanir og staðir sem hafa opin svæði sem gætu myndað hálku.
Tækninýjung á sviði mannverndar...hálkusaltið!
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, nóvember 3

London baby!











Vildi bara svekkja ykkur kæru lesendur á því að undirrituð mun eftir 5 klst. stíga um borð í flugvél sem mun bera mig og fleiri til London(baby) þar sem ég mun dvelja í 5 daga!
Á dagskránni er m.a. leikhús,verslunarleiðangar(í fleirtölu) og hinir ýmsu staðir sem vert er að skoða.

Goodbye for now(ji hvað ég er sleip í enskunni)
Hrebbna