Af veðurfregnum
Hversu trúverðugt er það að sitja fyrir framan sjónvarpið og hlusta á veðurfræðing spá sól og blíðu veðri út vikuna þegar hún spókar sig um í útsendingu í jakka sem er sláandi líkur regnjakkanum mínum?
Kannski hefur veðurfræðingurinn hugsað sem svo;
"ég spái góðu veðri og allir trúa mér, en ég er svo varkár að ég verð í regnjakkanum mínum öllum stundum til að verjast svo sem einum regndropa...hin fíflin fatta þetta aldrei og verða öll hundvot..hahaha"
www.hrebbna.tk
-með lausa skrúfu-
mánudagur, júní 27
miðvikudagur, júní 22
Ég var stödd í vinnunni á venjulegum mánudagsmorgni.
Ég hafði tyllt mér ein í runnabeð langt frá litlu gelgjunum og strákunum sem voru að einbeita sér að því að fara í taugarnar á þeim.
Ég var komin langt í minn eigin heim, hugsandi um djamm síðustu helgar og næstu helgar þegar skyndilega berst djúpur karlmannsrómur úr runnanum segja; ,,væriru nokkuð til í að rétta mér vatnið?"
Ég leit í kringum mig og sá bara runna svo langt sem augað eygði og hugsaði með sjálfri mér að ég væri líklegast bara að tapa glórunni, enda ekki skrýtið þegar maður hangir og reytir arfa einn langt fram eftir degi.
Ég gerði aðra tilraun til að leggja upp í ímyndað ferðalag en allt kom fyrir ekki þegar röddin barst til mín í annað sinn og sagði ; ,,hey, þú í hvítu peysunni(undirrituð var í hvítri peysu), viltu rétta mér vatnið hægra megin við þig?"
Ég gerði heiðarlega tilraun til að leita að vatni þess sem talaði og var farin að gruna að runninn talaði til mín(sá fram á ýmis gróðaplön and so on), en sá ekkert, nema hafið sem var reyndar hægra megin við mig.
Nú fór ég að leggja saman tvo og tvo. Ég hafði lent á runna, sem var orðinn svo þyrstur í rigningu að hann var farinn að tala til mín, starfsmanns í bæjarvinnunni og biðja mig um að gefa sér vatn.
Ég hlaut að fá fálkaorðu fyrir að upplýsa heiminn um það að gróður vors lands væri vatnsþurfa..sá fyrir mér ljósmyndara, rautt teppi og þúsund blómvendi og kossa..en blaðra frægðar minnar sem plöntutúlkur sprakk skyndilega þegar ungur strákur stóð upp hinu megin í beðinu og horfði hneykslaður á mig og spurði með djúpu röddinni sinni "ertu heyrnarlaus" og tók upp vatnsflöskuna sem var í beðinu, vinstra megin við mig og labbaði í burtu hneykslaður.
Óáhugavert líf sem ég lifi þessa dagana
www.hrebbna.tk
-bloggar í það minnsta-
Ég hafði tyllt mér ein í runnabeð langt frá litlu gelgjunum og strákunum sem voru að einbeita sér að því að fara í taugarnar á þeim.
Ég var komin langt í minn eigin heim, hugsandi um djamm síðustu helgar og næstu helgar þegar skyndilega berst djúpur karlmannsrómur úr runnanum segja; ,,væriru nokkuð til í að rétta mér vatnið?"
Ég leit í kringum mig og sá bara runna svo langt sem augað eygði og hugsaði með sjálfri mér að ég væri líklegast bara að tapa glórunni, enda ekki skrýtið þegar maður hangir og reytir arfa einn langt fram eftir degi.
Ég gerði aðra tilraun til að leggja upp í ímyndað ferðalag en allt kom fyrir ekki þegar röddin barst til mín í annað sinn og sagði ; ,,hey, þú í hvítu peysunni(undirrituð var í hvítri peysu), viltu rétta mér vatnið hægra megin við þig?"
Ég gerði heiðarlega tilraun til að leita að vatni þess sem talaði og var farin að gruna að runninn talaði til mín(sá fram á ýmis gróðaplön and so on), en sá ekkert, nema hafið sem var reyndar hægra megin við mig.
Nú fór ég að leggja saman tvo og tvo. Ég hafði lent á runna, sem var orðinn svo þyrstur í rigningu að hann var farinn að tala til mín, starfsmanns í bæjarvinnunni og biðja mig um að gefa sér vatn.
Ég hlaut að fá fálkaorðu fyrir að upplýsa heiminn um það að gróður vors lands væri vatnsþurfa..sá fyrir mér ljósmyndara, rautt teppi og þúsund blómvendi og kossa..en blaðra frægðar minnar sem plöntutúlkur sprakk skyndilega þegar ungur strákur stóð upp hinu megin í beðinu og horfði hneykslaður á mig og spurði með djúpu röddinni sinni "ertu heyrnarlaus" og tók upp vatnsflöskuna sem var í beðinu, vinstra megin við mig og labbaði í burtu hneykslaður.
Óáhugavert líf sem ég lifi þessa dagana
www.hrebbna.tk
-bloggar í það minnsta-
þriðjudagur, júní 7
Járnmærin
Tónleikar sveitarinnar Iron Maiden virtust vera íslendingum, sem og útlendingum ofarlega í huga í dag.
Í öðru hverju samtali sem ég hleraði meðan ég lét mér leiðast í vinnunni var hljómsvetin nefnd á nafn, eða samtalið snérist algjörlega um það hversu geðveikir tónleikarnir í kvöld yrðu og þorri fólks sem ráfaði um Kringluna klæddist bolum með merki sveitarinnar.
Ég gekk um og fann óneitanlega fyrir því að ég var útundan, klædd í bol með merki Hagkaupa, langt frá því að vera eins svöl og allir hinir.
Þrátt fyrir það ætla ég að sithja heima í kvöld með tærnar upp í loft og undirbúa mig undir það að vera ennþá meira útundan þegar aðalumræðuefni morgundagsins á kaffistofunni, sem og annars staðar verður án efa; tónleikar Iron Maiden í Egilshöll.
www.hrebbna.tk
-skemmtir sér, og engum öðrum-
Tónleikar sveitarinnar Iron Maiden virtust vera íslendingum, sem og útlendingum ofarlega í huga í dag.
Í öðru hverju samtali sem ég hleraði meðan ég lét mér leiðast í vinnunni var hljómsvetin nefnd á nafn, eða samtalið snérist algjörlega um það hversu geðveikir tónleikarnir í kvöld yrðu og þorri fólks sem ráfaði um Kringluna klæddist bolum með merki sveitarinnar.
Ég gekk um og fann óneitanlega fyrir því að ég var útundan, klædd í bol með merki Hagkaupa, langt frá því að vera eins svöl og allir hinir.
Þrátt fyrir það ætla ég að sithja heima í kvöld með tærnar upp í loft og undirbúa mig undir það að vera ennþá meira útundan þegar aðalumræðuefni morgundagsins á kaffistofunni, sem og annars staðar verður án efa; tónleikar Iron Maiden í Egilshöll.
www.hrebbna.tk
-skemmtir sér, og engum öðrum-
laugardagur, júní 4
Lífið á laugardegi
Hversu svekkjandi er það að hugsa að á meðan sól skín í heiði og fólk svamlar um í sundi, slappar af á Austurvelli, liggur á ströndinni í Nauthólmsvík, borðar ís og labbar Laugaveginn, rótar til í garðinum og hlustar á góða tónlist eða situr úti á palli með góðann kaffibolla þá sit ég inni, svara í símann og þjóna litlum sem engum tilgangi á vinnustaðnum?
Hversu svekkjandi er það að hugsa að sólin er bara einni hurð í burtu?
Niðurstaða; MJÖG SVEKKJANDI
Hversu svekkjandi er það að hugsa að á meðan sól skín í heiði og fólk svamlar um í sundi, slappar af á Austurvelli, liggur á ströndinni í Nauthólmsvík, borðar ís og labbar Laugaveginn, rótar til í garðinum og hlustar á góða tónlist eða situr úti á palli með góðann kaffibolla þá sit ég inni, svara í símann og þjóna litlum sem engum tilgangi á vinnustaðnum?
Hversu svekkjandi er það að hugsa að sólin er bara einni hurð í burtu?
Niðurstaða; MJÖG SVEKKJANDI