mánudagur, september 29

af grínurum..
Í dag fékk ég upphringingu.
Sem væri nú varla frásögufærandi ef ekki efði verið fyrir upplýsingarnar á skjánum "call"..sem sagt, einhver að hringja úr leyninúmeri.
Ég svaraði og á hinni línunni var grínisti framtíðarinnar sem á milli hlátursgusa náði að kreista úr sér orðin;
"Hvað finnst þér um hrefnuveiðar, Hrefna?".
Það virtist koma stráksa að óvörum að ég hafði skoðun á þessu máli, og lét gaminn geysa, þangað til að skellt var á.

Þetta var grín dagsins.

Reyndar rakst ég á í dag á veraldarvefnum, er ég átti að vera einbeittur nemandi í dönsku, þessa skemmtilegu síðu.. sem er tvímælanlaust betra grín dagsins.
Það er ekki nóg að hafa þetta grín dagsins.. grín ársins.
En fyrir þá sem ekki vita, er þetta hún Inga

föstudagur, september 26

skondið
Eins og ég hef margoft sagt hér vinn ég í versluninni Bónus, Hafnarfirði.
Oftar en ekki koma til mín konur, með börn sín.
Tökum dæmi:
Kona kemur að kassanum með barn c.a 1 árs í körfunni. Barnið hefur fengið súkkulaðistykki í hendurnar inni í búðinni til að róa það aðeins niður og þegar kemur að því að borga það segjir móðirin ; láttu konuna fá aúkkulaðið.
Konuna? Er ég allt í einu orðin kona?
Ég, sem er rétt nýfermd.. eða ekki.. en allavega hélt ég í minni vitleysu að kona væri einhver sem væri kannski komin yfir 30 aldurinn.. ekki 17.
Mér finnst ég varla orðin dama, hvað þá kona?

Er þetta ég?, er ég svona konuleg?
Á ég að fara að kaupa mér ömmuilmvatn og slæður?

Er ekki hægt að finna annað orð yfir okkur kvenmennina á aldrinum 17-30 ára.. eitthvað sem er auðvelt að bera fram og auðvelt að muna.
Þá er ég ekki að tala um orð eins og ;gella,skonsa og fleiri orð sem ég skammast mín bara að setja út fyrir mínar varir.

Ég auglýsi hér með eftir góðu og gildi Íslensku orði yfir kvenmenn á aldrinum 17-30 ára.. orðið dama er ekki tekið gilt.


Já, ég auglýsi einnig eftir stuðningsmanni Hallgerðar Langbrókar.. Íslenskukennara mínum virðist mikið í mun að finna stuðningsmann fyrir þetta skass sem fyrst.

þriðjudagur, september 23

Samsæri
Mig langar að segja ykkur stutta sögu.
Reyndar ætla ég að gera stuttu sögu langa, og rekja hana frá upphafi til enda.

Þegar ég byrjaði í skólanum mínum, FG var mér kynnt þessi frábæra matsala sem er staðsett á neðstu hæð skólans.
Ég var yfir mig hrifin, því matsala þessi seldi vörur á lágu verði og ekki voru gæðin að spilla fyrir manni.

Nú í ár mætti ég hress og kát í skólan eins og vera ber, og viti menn er ekki enn þetta frábæra verð í matsölunni.
En allt breyttist þetta í gær.


Í sakleysi mínu ætlaði ég að kaupa mér skyr.is og trópi eins og siður er hjá mér, en mér féllust hendur þegar ég heyrði heildarupphæðina 200 kr.
Áður hef ég alltaf keypt þennan sama varning á 140 kr, en skyndilega hafði allt hækkað í verði á matsölunni.
Ég ætlaði að gubba á manneskjuna sem stóð hinu megin við borðið af undrun og hætti við viðskipti mín.
Þegar ég fór að tala við samnemendur um þessa skyndilegu hækkun vildum við vita af hverju þessi hækkun stafaði.
Um hádegið í gær var svo hengdur upp miði í matsölunni og á honum stóð;
"Vegna lélegrar umgengni í matsölu nemenda hefur verið tekið ákvörðun um að hækka allan varning matsölunnar um vissa upphæð til að standa undir kostnaði á brotnum glösum, bognum hnífapörum og brotnum diskum."
Nú er ég hlessa, eru samnemendur mínir svo óþroskaðir að ekki er hægt að treysta okkur fyrir glösum og hnífapörum?
Er kostnaðurinn svo mikill að matsalan er komin í mínus?
Af hverju fengum við enga viðvörun?
Svo er eitt. Ég, normalnemandi hef aldrei á ævi minni fengið hnífapör eða diska lánaða í skólanum.
Þarf ég þá að gjalda þess að fólki er ekki treystandi? Þarf virkilega að hækka allar vörur um 20-50% til að eiga fyrir nýjum borðbúnaði.
Af hverju eru þá ekki notaðir pappadiskar og plasthnífapör?

Ég mótmæli þessari ákvörðun skólastjórnar og fer í hungurverkfall á skólatíma!

sunnudagur, september 21

aftur og nýbúin
Já, ég vil enn og aftur minna dygga aðdáendur mína á að skriflega bílprófið verður endurtekið á morgun á sama tíma uppi í Frumherja, þ.e.a.s. kl 15:00.
Sá sem mætti með lúður síðast er vinsamlegast beðinn um að skilja hann eftir heima, hann var of hávær.
Hins vegar væri gaman að sjá gítarstemningu, Inga gæti þá séð um það.

Ég vil einnig þakka pent samúðarkransinn sem ég fékk sendan á þriðjudaginn.
Við skulum bara vona að ég komi til með að taka á móti hamingjuóskarkrönsum á morgun, ekki samúðar-fall- krönsum.

Skráning í klappliðið stendur enn yfir hér í commentakerfinu að neðan.

laugardagur, september 20

Heimilið liggur niðri
Jú mikið rétt lesendur góðir, heimili mitt liggur niðri vegna veikinda.
Faðir minn liggir sárþjáður af flensu og mamma þvertekur fyrir það að hún hafi nælt sér í kvef, þrátt fyrir hóstaköst og snýtingar af bestu gerð.

Það sem maður tekur helst eftir þegar heimilisráðendur eru í veikindafríi er að oft vantar mat í ískápinn, klósettpappír er af skornum skammti vegna ofsnýtinga, og þar af leiðandi eru kuðlaðar bréflkúlur með hori í á víð og dreif um húsið.
Þið afsakið máské hversu beinar lýsingar voru hér, en svona eru veikindin hér á bæ.

Ég held að áðan á tímabili hafi móðir mín alvarlega hugleitt að hringja á taxa eftir tissjúi, því auðvitað er enginn hér með fullri heilsu. Allir með hor í heilahvelinu og stíflað nef.


En gaman er að segja frá því að áðan fór ég í eltingaleik.
Nei, ekki við systur mína.
Ekki heldur við nágrannastelpuna, heldur garðstólana hennar mömmu.

Þeir hafa um tíma verið hennar mesta stolt, fyrir utan yngstu dótturina (mig).
Garðstólar þessir voru komnir hálfa leið út á götu þegar ég loks náði að elta þá uppi.. hver leyfði þennan vind eiginlega?

En svona til dægrastyttingar ætla ég að fara að snýta mér.

Far vel

fimmtudagur, september 18

hvurslags

Já.. eitt orð til að lýsa deginum?
undarleg tifinning

Rétt í þessu fékk ég þessa undarlegu tilfinningu eins og eitthvað sæti á öxl minni... það var enginn sem sótti um lendingarleyfi hjá mér.

Fyrsta sem ég hugsaði um var sjóræningjar.. af hverju?
Jú það var vegna þess að þegar ég var lítil voru illmenni teiknimyndanna sjóræningjar með páfagauka á öxlinni. Alltaf langaði mig í svoleiðis.. svona gauk sem rífur stólpakjaft.

Ef einhver á svona páfagauk.. þó það væri ekki nema tuskubrúða mætti hann gjarnan lána mér hana í sirka dag eða svo.. bara til að fá fílinginn.

mánudagur, september 15

nafnlaust blogg.. vegna skortar á hugmyndum
Er heimurinn í einhverju samsæri gegn mér?
Þessi dagur var sko ekki minn happadagur.
Þetta byrjaði allt á því að ég var í ensku í morgun, þar sem fyrsta blogg dagsins var skapað. Ég, í sakleysi mínu ætlaði að fara inn á www.hugi.is og skoða mig þar um og segja skoðanir mínar á hinum ýmsu hlutum.
Nei, haldiði að það sé ekki bara búið að loka fyrir síðuna, ekki smuga að komast inn! Ég var ekki sátt!
Svo komst ég að því að ég væri að fara í dönskupróf sem gildir 10% tak så meget en mín bara skrópaði vegna hræðslu við kennarann sem er svo yfirþyrmandi gáfaður að manni líður eins og lítilli kuskkúlu sem er föst á sokki hennar og hún er að reyna að ná af með pirringi.. ég held að það sé vegna þess að hún er með doktorsgráðu.

Svo tók ég þetta blessaða bóklega bílpróf og féll með sóma. Fékk 3 villur í fyrrihlutanum og 1 í þeim síðari.. en í fyrrihlutanum er aðeins leyfilegt að hafa tvær

Ég kenni dönskukennaranum um þetta.

En ég vil benda aðdáendum á það að commentakerfið er eitthvað gallað í augnarblikinu og þarf að ýta á "refresh" takkann til að sjá síðuna í réttu ljósi með commentakerfi og alles.

En eins og ég hef alltaf sagt.. þetta kemur allt með kaldavatninu.. nema það sé farið.
kvíði
Já kæru lesendur, nú er loksins komið að því, ég er að fara að taka bílpróf.
Í dag kl 15:00 er ég bókuð í bóklegt próf og vona ég bara að ég nái.
Þrátt fyrir veikindi hef ég lesið myrkranna á milli, í herberginu mínu, við tölvuna, inni í eldhúsi, í bílnum, og á klósettinu.

Dyggum aðdáendum mínum er bent á að koma fyrir framan Frumherja um fjögurleytið til að taka á móti mér eftir prófið.
Ekki get ég lofað hvort ég verði glöð eða alveg bandbrjáluð.
En ég veðja á bandbrjáluð.


Bækur eru nefnilega að sniðugar að það er hægt að taka þær með hvert sem er.
Já, þið sem ekki enn eruð búin að uppgötva bækur ættuð að skella ykkur á bókasafn sem allra allra fyrst, þ.e.a.s. ef þið vitið hvað bókasafn er.

En best að snúa sér aftur að enskutímanum sem ég er víst í , maður er nú í honum til þess að læra.
Annars væri skólinn bara griðarstaður til að hitta vini og borga háar fjárupphæðir fyrir bækur sem ekki væru opnaðar.
Best að nýta peninginn sem allra allra best og nota bækurnar sem stóla. Gott er að stafla þeim nokkrum saman upp og tilla sér síðan lauslega á þær.
(ég persónulega mæli með bókinni Stærðfræði 3000, þeirri bláu og ekki skemmir að nota þá grænu með)

föstudagur, september 12

þetta fullorðna fólk er svo skrýtið

Nú í þessum töluðu orðum fer fram keppni í Ungfrú Evrópu og er henni sjónvarpað alla leið hingað á kalda skerið.
Þó ég heyri aðeins orð hér og þar berast inn í herbergi frá sjónvarpsholinu get ég glögglega greint að keppnin fer fram á frönsku og ensku.. já nú kemur sér vel að hafa tekið frönsku 103. Mér finnst ég alveg hámenntuð að geta þýtt orð eins og ce soir, merci og fleiri og fleiri orð.
Reyndar held ég að móðir mín blessaða taki þessa keppni einum of alvarlega.
Vildi ég að þið lesendur kærir gætuð verið flugur á vegg, því viðbrögð hennar eru slík að ætla mætti að hún væri að hórfa á úrslitaviðureign í enska boltanum.
Hún stendur upp og hrópar; "nei andskotinn hafi það.. þessi pólska komst inn"
og bölvar kynninum, alveg eins og á fótboltaleikjum.
Eftir keppnina býst ég við að hún fari út að brenna eitthvað til að reyna að koma af stað óeirðum.

fimmtudagur, september 11

Líf mitt, sem grískur harmleikur
Mér þykir leitt að tilkynna það að ég var eigi svo lukkuleg að ná miða á MH ballið í tæka tíð. Þó svo að ég hafi tilkynnt Tyrfingi hátíðlega að ég ætlaði að mæta blindfull og grína aðeins í honum.
En það var þó sköminni skárra, því ég gat mætt á mína eigin dragkeppni sem fór bara andskoti vel fram!
Á sviðinu mátti sjá Olgu Ferseth skoppa bolta, Mimi úr "Drew Cary show", Ingibjörgu Sólrúnu og fleiri og fleiri úr þotuliðinu.
Annars hefur voðalega lítið að ske í mínu annars óspennandi lífi, . fyrir utan framhjáhald, svik, ráðabrugg og launráð.. nei annars það var í Glæstum Vonum

En eftir allt þetta dragstand fylltist ég löngun til að setja á svið keppni fyrir stelpur, að klæða sig upp sem karlmenn, líkt og karlmenn klæða sig upp í kvenmansföt.. þó svo að keppnin tæki nokkur ár að festa sig í sessi væri það alveg þess virði. Stelpur í jakkafötum.. stelpur í vinnugöllum..stelpur í mörgæsasmóking og svo framvegis.. hvernig væri það?
þriðjudagur, september 9

tímarugl
Tíminn líður svo hratt að ég er hrædd um að missa af jólunum!
En nú styttist óðara í ball MH sem er á fimmtudaginn og hlakka ég ekkert smá mikið til!
Glöggir lesendur taka máske eftir því að ég hef stuðlað að nokkrum breytingum hér á síðunni.
Tveir nýjir þættir hafa litið dagsins ljós og eru þeir; Á döfinni og Afmæli
Hugmyndir að fleiri þáttum eru vel þegnar!

sunnudagur, september 7

Þa víkend
Ji minn eini, bissý bissý bissý verð ég að segja.
Ég er svo mikið bókuð þessa dagana að ég verð að skipuleggja eigin klósettferðir.
Ef einhver er með smá tíma aflögu væri ég alveg til í að borga dágóðan pening.
Máske ég fái mér bara svona aðstoðarmann, svona eins og í myndinni Van Wilder. Það væri nú gaman og gleðilegt.

En ef helgin á að vera rakin hér , verður það aðeins stutt, og hnitmiðað:
Á föstudaginn byrjaði ballið niðri í MH, þar sem ég og Anges vorum soldið desperate ef við notum það fágaða orð, og kíktum aðeins á busadjamm. En þar sem Hrefna Sif var í gæslunni var þetta bara fínasta mál.
Svo kíktum við niður í bæ, þar sem farið var inn á Vídalín, og var það bara hið mesta gleðiefni, hitti ég nokkra kunningja og allir voru hressir.
Reyndar stakk Hrefna Sif okkur af og við festumst niðri í bæ, en tókum bara taxa heim á leið.
Laugardagurinn er enn í móðu.

En á föstudaginn átti skemmtileg pæling sér stað. Ég og Agnes vorum staðsettar í Smáralind, og vorum í hraðbanka. Þá fór ég að spá, hvernig væri að vinna í hraðbanka?
Auðvitað væri þetta vaktavinna, og soldið þröngt að sitja inni í hraðbankanum, en þetta er skemmtileg hugmynd.

En ég hvet alla til að mæta á dragkeppni Fg sem verður haldin í Urðarbrunni, hátíðarsal FG, næstkomandi fimmtudag kl 20:00, þ.e.a.s. þá sem ætla ekki á MH Busaballið.

fimmtudagur, september 4

ó, vor æska
Ég fylltist hryllingi fyrir stundu er ég var í sakleysi mínu vafrandi um á veraldarvefnum.

Iðulega fer ég inn á síðunahugi.istil dægrastyttingar. En ég fékk nóg.
Ég var stödd á áhugamálinu Rómantík og rak augun í könnun. Það sem vakti viðbjóð hjá mér er grunnhyggi sumra einstaklinga sem spurtðu: hvort vildir þú vera með manneskju sem er skemmtileg og ljót, eða falleg og leiðinleg.
Hversu grunnur er hægt að vera? Ég sem hélt að ást kæmi innan frá, og ekki skipti máli hvernig manneskjan liti út að utan, heldur að innri manneskjan væri málið.
Ég hélt alltaf að einhverjum gæti fundist ákveðin manneskja falleg, þó að aðrir í kringum hann væru ósammála.
Ég sem hélt að sá sem maður væri hrifinn af væri alltaf sá fallegasti og besti í heiminum þá stundina.. en ég hafði greinilega rangt fyrir mér.

Erum við virkilega orðin svo grunn að útlit er farið að skipta okkur máli.. þarf ég að spyrja.. auðvitað er útlit farið að skipta máli. Annars væri ekki helmingur íslendinga í fínu formi og sólbekkjabrúnn. Er ég gamaldags að vilja bara maka sem er sá sem hann er, og reynir ekki um of að vera einhver sem hann er ekki?
Mér er alveg sama þótt sá sem ég er hrifinn af sé ekki súkkulaðibrúnn og með mikinn massa, flott hár og fallegar tennur. Bara að ég hrífist af honum.

Ég þarf greinilega að fara að hugsa minn gang, rækilega ef þetta er málið.
Hot spring river this book?
Já kæru lömb, dagarnir líða hjá eins og fiðrildi á kynþroskaskeiði eins og ég hef sagt áður og mun segja oftar í framtíðinni með þessu áframhaldi.
Ég stóð statt og stöðugt á því í gær að það væri þriðjudagur en ekki miðvikudagur, og ætlaði að fara í þriðjudagsgírinn er ég vaknaði, en nei.
Þegar ég leit á Morgunblaðið sá ég að það stóð; Miðvikudagurinn 3.september...var heilum degi stolið af mér? Eða leið hann svo hratt að ég tók ekki eftir honum?

Mikið að gera, voðalega mikið að gera. Og aftur stend ég í sömu stöðu og síðast þegar ég bloggaði.. ég þarf að velja á milli tveggja atburða sem eiga sér stað fimmtudaginn 11. september næstkomandi.
Fyrir löngu, þ.e.a.s tveimur vikum var ég búin að bóka mig á Busaball MH sem á að halda þetta kvöld, en það kom í ljós í gær að dragkeppni FG verður haldin á sama tíma. Þar sem ég er nú fulltrúi listanefndar verð ég að undirbúa atburðinn að minnsta kosti, er svo ekki bara málið að fara á ballið eftirá?

Segjum það bara...

En mér finnst rosalega dræm mæting á þessa síðu, fyrir utan aðdáenda nr.1 hana Kristínu sem heimsækir mig reglulega.
Góðir gestir, ég vil biðja þá sem sækja síðuna að rita í svokallaða gestabók sem telst nú hin almenna kurteisi að ég tel. Einnig meiga áhugasamir skrifa sínar skoðanir á blógi mínu hér í commentin að neðan.
Svo lofa ég að verða duglegri að blogga...

Samþykkt?