Samsæri
Mig langar að segja ykkur stutta sögu.
Reyndar ætla ég að gera stuttu sögu langa, og rekja hana frá upphafi til enda.
Þegar ég byrjaði í skólanum mínum, FG var mér kynnt þessi frábæra matsala sem er staðsett á neðstu hæð skólans.
Ég var yfir mig hrifin, því matsala þessi seldi vörur á lágu verði og ekki voru gæðin að spilla fyrir manni.
Nú í ár mætti ég hress og kát í skólan eins og vera ber, og viti menn er ekki enn þetta frábæra verð í matsölunni.
En allt breyttist þetta í gær.
Í sakleysi mínu ætlaði ég að kaupa mér skyr.is og trópi eins og siður er hjá mér, en mér féllust hendur þegar ég heyrði heildarupphæðina 200 kr.
Áður hef ég alltaf keypt þennan sama varning á 140 kr, en skyndilega hafði allt hækkað í verði á matsölunni.
Ég ætlaði að gubba á manneskjuna sem stóð hinu megin við borðið af undrun og hætti við viðskipti mín.
Þegar ég fór að tala við samnemendur um þessa skyndilegu hækkun vildum við vita af hverju þessi hækkun stafaði.
Um hádegið í gær var svo hengdur upp miði í matsölunni og á honum stóð;
"Vegna lélegrar umgengni í matsölu nemenda hefur verið tekið ákvörðun um að hækka allan varning matsölunnar um vissa upphæð til að standa undir kostnaði á brotnum glösum, bognum hnífapörum og brotnum diskum."
Nú er ég hlessa, eru samnemendur mínir svo óþroskaðir að ekki er hægt að treysta okkur fyrir glösum og hnífapörum?
Er kostnaðurinn svo mikill að matsalan er komin í mínus?
Af hverju fengum við enga viðvörun?
Svo er eitt. Ég, normalnemandi hef aldrei á ævi minni fengið hnífapör eða diska lánaða í skólanum.
Þarf ég þá að gjalda þess að fólki er ekki treystandi? Þarf virkilega að hækka allar vörur um 20-50% til að eiga fyrir nýjum borðbúnaði.
Af hverju eru þá ekki notaðir pappadiskar og plasthnífapör?
Ég mótmæli þessari ákvörðun skólastjórnar og fer í hungurverkfall á skólatíma!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli