mánudagur, september 15

nafnlaust blogg.. vegna skortar á hugmyndum
Er heimurinn í einhverju samsæri gegn mér?
Þessi dagur var sko ekki minn happadagur.
Þetta byrjaði allt á því að ég var í ensku í morgun, þar sem fyrsta blogg dagsins var skapað. Ég, í sakleysi mínu ætlaði að fara inn á www.hugi.is og skoða mig þar um og segja skoðanir mínar á hinum ýmsu hlutum.
Nei, haldiði að það sé ekki bara búið að loka fyrir síðuna, ekki smuga að komast inn! Ég var ekki sátt!
Svo komst ég að því að ég væri að fara í dönskupróf sem gildir 10% tak så meget en mín bara skrópaði vegna hræðslu við kennarann sem er svo yfirþyrmandi gáfaður að manni líður eins og lítilli kuskkúlu sem er föst á sokki hennar og hún er að reyna að ná af með pirringi.. ég held að það sé vegna þess að hún er með doktorsgráðu.

Svo tók ég þetta blessaða bóklega bílpróf og féll með sóma. Fékk 3 villur í fyrrihlutanum og 1 í þeim síðari.. en í fyrrihlutanum er aðeins leyfilegt að hafa tvær

Ég kenni dönskukennaranum um þetta.

En ég vil benda aðdáendum á það að commentakerfið er eitthvað gallað í augnarblikinu og þarf að ýta á "refresh" takkann til að sjá síðuna í réttu ljósi með commentakerfi og alles.

En eins og ég hef alltaf sagt.. þetta kemur allt með kaldavatninu.. nema það sé farið.

Engin ummæli: