föstudagur, september 26

skondið
Eins og ég hef margoft sagt hér vinn ég í versluninni Bónus, Hafnarfirði.
Oftar en ekki koma til mín konur, með börn sín.
Tökum dæmi:
Kona kemur að kassanum með barn c.a 1 árs í körfunni. Barnið hefur fengið súkkulaðistykki í hendurnar inni í búðinni til að róa það aðeins niður og þegar kemur að því að borga það segjir móðirin ; láttu konuna fá aúkkulaðið.
Konuna? Er ég allt í einu orðin kona?
Ég, sem er rétt nýfermd.. eða ekki.. en allavega hélt ég í minni vitleysu að kona væri einhver sem væri kannski komin yfir 30 aldurinn.. ekki 17.
Mér finnst ég varla orðin dama, hvað þá kona?

Er þetta ég?, er ég svona konuleg?
Á ég að fara að kaupa mér ömmuilmvatn og slæður?

Er ekki hægt að finna annað orð yfir okkur kvenmennina á aldrinum 17-30 ára.. eitthvað sem er auðvelt að bera fram og auðvelt að muna.
Þá er ég ekki að tala um orð eins og ;gella,skonsa og fleiri orð sem ég skammast mín bara að setja út fyrir mínar varir.

Ég auglýsi hér með eftir góðu og gildi Íslensku orði yfir kvenmenn á aldrinum 17-30 ára.. orðið dama er ekki tekið gilt.


Já, ég auglýsi einnig eftir stuðningsmanni Hallgerðar Langbrókar.. Íslenskukennara mínum virðist mikið í mun að finna stuðningsmann fyrir þetta skass sem fyrst.

Engin ummæli: