Þa víkend
Ji minn eini, bissý bissý bissý verð ég að segja.
Ég er svo mikið bókuð þessa dagana að ég verð að skipuleggja eigin klósettferðir.
Ef einhver er með smá tíma aflögu væri ég alveg til í að borga dágóðan pening.
Máske ég fái mér bara svona aðstoðarmann, svona eins og í myndinni Van Wilder. Það væri nú gaman og gleðilegt.
En ef helgin á að vera rakin hér , verður það aðeins stutt, og hnitmiðað:
Á föstudaginn byrjaði ballið niðri í MH, þar sem ég og Anges vorum soldið desperate ef við notum það fágaða orð, og kíktum aðeins á busadjamm. En þar sem Hrefna Sif var í gæslunni var þetta bara fínasta mál.
Svo kíktum við niður í bæ, þar sem farið var inn á Vídalín, og var það bara hið mesta gleðiefni, hitti ég nokkra kunningja og allir voru hressir.
Reyndar stakk Hrefna Sif okkur af og við festumst niðri í bæ, en tókum bara taxa heim á leið.
Laugardagurinn er enn í móðu.
En á föstudaginn átti skemmtileg pæling sér stað. Ég og Agnes vorum staðsettar í Smáralind, og vorum í hraðbanka. Þá fór ég að spá, hvernig væri að vinna í hraðbanka?
Auðvitað væri þetta vaktavinna, og soldið þröngt að sitja inni í hraðbankanum, en þetta er skemmtileg hugmynd.
En ég hvet alla til að mæta á dragkeppni Fg sem verður haldin í Urðarbrunni, hátíðarsal FG, næstkomandi fimmtudag kl 20:00, þ.e.a.s. þá sem ætla ekki á MH Busaballið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli