sunnudagur, ágúst 29

Hvað er skemmtilegra en....

  • Sitja upp á Arnarhól á laugardagskveldi í góðra vina hópi og syngja "rúllandi, rúllandi" og "hókípókí"?

Skemmtinefnd www.hrebbna.tk

fimmtudagur, ágúst 26

Fréttir:

Myndir frá Busavíglsu FG eru komnar inn á síðuna, og þær má nálgast hér!

Njótið
Ljósmyndarar www.hrebbna.tk

þriðjudagur, ágúst 24

Undir áhrifum

Eitt finnst undirritaðri mjög merkilegt og það er hvernig hinir ýmsu hlutir geta haft áhrif á mann.
Maður er ef til vill að keyra einn í bíl, heyrir eitthvað lag sem hefur svo mikil áhrif á mann að maður er að springa úr tilfinningum, góðum eða slæmum.

Undirrituð var t.d. að koma af myndinni Dirty Dancing 2(sem starfsmenn síðunnar mæla hiklaust með) og það eina sem henni langar að gera er að spranga um götur höfuðborgarinnar, dansandi suðræna og seiðandi dansa með blóm í hárinu og fagran pilt til að dansa við...

er einhver sjálfboðaliði til í fjörið?

sunnudagur, ágúst 22

Portúgal- part2

Laugardagurinn 7.ágúst:
Dagurinn var frekar súr.
Undirrituð,Elísa,Sara,Stjáni,Erna og Adam fórum saman í mollið meðan Elísa Hildur hjúkraði Lísu í þynkunni.
Ekkert fór eins og við vildum. Það var allt allt allt of heitt til að versla og allir þunnir og vitlausir, og eftir áfengiskaup í stórmarkaðinum var haldið heim á leið.
Um kvöldið var svo hitað upp á svölunum eins og vanalega, og síðan var skundað á Matt´s bar eins og vanalega.
Þar hittum við Norsarana síkátu og Elísa kynntist hinum undurfagra Stiani enn betur.
Ég,Kolla,Elísa Hildur og Lísa fórum siðan í heimsókn á Forte De Oura þar sem norsararnir dvöldu og Lísa fékk sér sundsprett(svona til að láta renna af sér) meðan við spjölluðum við einhverja mishressa Hollendinga.
Þegar okkur loks tókst að fá Lísu upp úr lauginni var haldið heim á leið.

Sunnudagurinn 8.ágúst:
Ég,Elísa Hildur og Erna héldum í verslunarleiðangur á The Strip eftir sólbað, þ.e. seinnipartinn meðan aðrir ferðalangar sváfu á sínu græna eyra.
Um kl 7 var svo haldið heim á leið til að sjæna sig því planið var að fara á froðudiskótek á Kadoc um kvöldið.
Eftir mikla drykkju á svölunum var haldið á Matt´s bar og dvöldum við þar með norsurum og fleiri útlendingum þar til um 3. leytið.
Þá settist hópurinn á hringtorg neðst á The Strip þar sem rúta átti að sækja okkur til að fara að fyrrnefnt froðudiskó.
Eftir um 40 min. bið og fjölmörg íslensk sönglög gáfust nokkrir upp og vildu halda djamminu áfram í stað þess að bíða.
Þegar við loks gerðum okkur grein fyrir því að rútan væri ekkert á leiðinni gáfust Lísa,Elísa Hildur og Elísa upp og fóru aftur á djammið.
Eftir voru sem sagt Ég,Sara og Stjáni ásamt þónokkrum íslendingum og var ákvörðun tekin um að taka leigubíl, því ekki vildum við missa af froðufjörinu.
Eftir bílferð sem aldrei mun gleymast(við vorum hætt komin vegna ofsaaksturs leigubílstjórans) komum við loks á Kadoc.
Staðurinn var fáránlega stór..3 hæðir og 5000 manna.
Froðan var alveg mögnuð...þrátt fyrir of ágenga pilta á dansgólfinu.
Ég týndi krökkunum á gólfinu, ekki furða því froðan náði upp fyrir höfuð og allir litu út eins og snjókarlar..en sem betur fer fann ég þau eftir stutta stund.
Blaut, en sátt tókum við svo leigubíl heim og fórum í háttinn.

Mánudagurinn 9.ágúst:
Við stelpurnar fórum saman í mollið, en Elísa var heima.
Kvöldið fór svo í djamm á Matt´s bar(minnir mig) og endaði niðri á strönd þar sem gítarinn var óspart notaður.

Þriðjudagurinn 10.ágúst:
Dagurinn er allir í móðu..ekkert spes hefur gerst...
Um kvöldið var haldið á Bar Crawl, eða Pöbbarölt sem Bretinn hann Sean plataði okkur á.
Bar Crawl, svo ég útskýri það nánar var hópferð(200 manns)milli staða og á hverjum stað voru drykkjuleikir og frí skot á liðið og rúsínan í pylsuendanum var ferð á næturklúbbinn Kiss.
Á Crawlinu hittum við margan landann, Fatou og vinkonur hennar ásamt strákum úr Hafnarfirði(Hákon,Egill,Elli ofl.).
Við stelpurnar gáfumst samt upp á þessu og fórum í næstu áfengisverslun og drukkum okkur hressar og fórum svo upp á hótel, nánar tiltekið á svalirnar þar sem við slógum upp partý fyrir okkur og norsarana.
Eitthvað var Amor að boðflennast á svæðinu og skaut Elísu Hildi okkar beint í hjartastað en hún fann rómantíkina hjá Vegari hinum norska. Við sem fengum nóg af rómatíkinni hjá Elísunum fórum beinustu leið upp á Matt´s bar og gerðum gott úr kveldinu, en þær stöllur enduðu víst niðri á strönd með Stian og Vegari.

Miðvikudagurinn 11.ágúst:
Okkur tókst loksins að vakna á temmilegum tíma, eða um hádegi og sleiktum sólina mestan part af deginum.
Elísurnar fóru á rómantískt stefnumót á ströndinni allan daginn..en seinnipartinn fóru Ég,Erna,Sara,Stjáni,Lísa og Adam niður í gamla bæ og kíktum á stemninguna þar.
Um kvöldið fórum við svo allar stelpurnar út að borða með Norsurunum og flestar enduðu í fyrirpartý hjá þeim, en ég og sara höfðum það kósý uppi á svölum á okkar hóteli, og Stjáni kíkti í heimsókn á elskuna sína(Söru)en þau náðu vel saman í ferðinni. Við hittum krakkana loks uppi á Matt´s bar þar sem kvöldinu var eytt.

Fimmtudagurinn 12.ágúst:
Dagurinn fór að öllum líkindum í sólbað og djamm...

Föstudagurinn 13.ágúst:
Deginum var eytt í sundlaugargarðinum þar sem ég og Sara smökkuðum Sangríu í fyrsta sinn og drukkum mestallan daginn.
Erna,Adam og Hlynur veittu okkur félagsskap en restin af stelpunum var á ströndinni með norsurunum.
Um kvöldið fór allur hópurinn(+norsrarar og +3 íslendingar) á Michael Jackson show á Cocanut´s bar sem átti víst að vera alveg hreint magnað. Ekkert fannst mér það spes..gaurinn var ekkert líkur M.J...hann mæmaði allan tímann og tók bara börn upp á svið.
Eftir það var haldið á 60´s bar, mjög skemmtilegann bar þar sem við stelpurnar tókum nokkur lög í karókí og dönsuðum fyrir gesti og gangandi.
Loks var haldið á Matt´s bar..til að viðhalda hefðinni.

Laugardagurinn 14.ágúst:
Eyddum deginum í sólbað..norsarar kíktu í heimsókn á sundlaugarbakkann og við kynntumst nokkrum hressum Íslendingum á hótelinu.
Um kvöldið kíktum við stelpurnar, og Stjáni og Kolla, upp á hótel til norsarana í smá partý sem var alveg ágætis afþreyjing.
Sara,ég ,Stjáni og Kolla fórum þó fyrr en hinir á Matt´s bar..en kvöldið endaði í einu stóru drama....ekkert nánar farið út í það hér.

Sunnudagurinn 15.ágúst:
Ég,Lísa,Elísa og Sara fórum í dýragarðinn Crazy Zoo meðan Elísa Hildur eyddi deginum með Vegari.
Við sáum ófá dýrin, snáka,kameldýr,bamba ofl.ofl.(sjá myndaalbúm).
Um kvöldið var svo djammað eins og vanalega á Matt´s..og fleiri stöðum.

Mánudagurinn 16.ágúst:
Ég,Erna og Lísa vöknuðum snemma og fórum út í sólbað í síðasta sinn, og loks bættist restin af hópnum við.
Síðan var haldið niður á strönd að hitta norsarana og Rakel, litlu horn-dúlluna okkar..en undirrituð fór snemma heim vegna bruna á öxlum.
Loks sameinuðumst ég,Rakel,Lísa og Elísa Hildur í búðarrápi í síðasta sinn og síðan hélt hver til síns heima í sturtu eftir sandbaðið á ströndinni.
Hittumst svo öll(stelpurnar,norsarar og Rakel) á hryllilegasta veitingastað sem ég hef stigið fæti inn á.
Við byrjuðum á því að sitja úti..en maurar gerðust boðflennur á borðinu okkar og færðum við okkur því inn.
Þjónustan var léleg,starfsfólk ókurteist og staðurinn frekar óskemmtilegur...við flýttum okkur því að borða og fórum svo sem leið lá upp á bar Rá í karóki.
Loks var haldið á Matt´s bar í síðasta sinn..barinn sem reddaði ferðinni fyrir okkur!!
Nokkrir héldu snemma heim til að pakka niður(ölvaðir að sjálfsögðu) og gekk það betur en á horfðist, en aðrir eyddu síðustu kvöldstundinni með norsurunum.
Adam kom upp í íbúð til mín og Ernu með morgunpartýgesti í eftirdragi(Júlla og Hákon) og var það hin hreinasta skemmtun.

Þriðjudagurinn 17.ágúst:
Vorum komin úr íbúðunum kl 10..sumir í frekar annarlegu ástandi en það reddaðist á endanum.
Kvöddum norsarana og mikið var grátið í rútunni upp á flugvöll, enda frekar erfitt fyrir Elísurnar að kveðja sumarástina frá Noregi.
Lentum hálf þunglyndar á Íslandi um fimmleytið og söknuðum Portúgal strax.

Í heildina var þessi ferð ógleymanleg..og vil ég þakka öllum sem að henni komu innilega fyrir, þetta hefði ekki verið sama ferðin án stelpnanna,drykkjunnar,rifrildanna,pirringsins,strákanna,misskilningsins,brandaranna,þeirra sem voru of kynþokkafullir,útlendinganna sem við töluðum við á hverju kvöldi, og okkar ástsæla Matt´s bar!

Hér hafiði það kæru lesendur..þetta er í eitt af þeim fáu skiptum sem hrebbnan bloggar í dagbókarformi, svo ekki hneykslast á skrifum þessum.

Yfir og út

laugardagur, ágúst 21

Gleðiskammtur 1

Já, fyrsti skammturinn af myndunum frá Portúgal er kominn inn á netið og hann má nálgast hér!
Vinsamlegast athugið að myndirnar eru allar í vitlausri tímaröð en það mun lagast fljótlega eftir helgi um leið og fleiri myndir streyma inn.

Njótið
starfsmenn www.hrebbna.tk

föstudagur, ágúst 20

Portúgal- skammtur 1.

Þriðjudagurinn 3.ágúst:
Það var fríður hópur sem hittist í Leifsstöð um fimm að morgni þann 3.ágúst.
Flogið var kl 07:30 frá Keflavík og áttum við að lenda á flugvellinum í Faro rúmum 4 tímum síðar.
Þegar komið var upp á hótelið, Sol Doiro var byrjað á því að fá lyklana að íbúðunum tveim sem áttu eftir að vera heimili okkar næstu vikurnar.
Við fengum íbúðir 86(Elísa,Lísa,Elísa Hildur,Sara(og héraðsstubbur)) og 87(Hrefna,Erna og Adam), á næstefstu og efstu hæðinni.
Við vorum ekki lengi að hoppa í bikini og beint niður á strönd þar sem við sóluðum okkur í smá tíma. Elísa gat ekki haldið lengur í sér og fékk sér fyrsta kokteil ferðarinnar í leiðinni.
Síðan var farið beinustu leið upp á hótel til að sjæna sig fyrir kvöldið, en planið var að hitta skvísurnar(Birnu,Hrönn og Agnesi) sem voru að fara heim daginn eftir.
Við fórum með þeim á Ítalskan stað, alveg prima og síðan fór hver til síns heima en ákveðið var að hittast síðar um kvöldið.
Við stelpurnar vorum ekki lengi að búa til ágætis svalarpartý til að hita upp fyrir djammið.
Frekar snemma, eða um 10 leytið þrammaði hópurinn á Laugaveginn, eða "The Strip" þar sem aðalfjörið er.
Við fórum frá einu bar til annars, tókum hvert skotið á fætur öðru og dönsuðum af okkur allt vit.
Erna og Adam fóru snemma heim, en við stelpurnar heimsóttum alla aðalstaðina; Matt´s, La Bamba,Paradise og Café Del Mar.
Um fjögurleytið var svo haldið heim, enda flestar af okkur frekar þreyttar eftir daginn.

Miðvikudagurinn 4.ágúst:
Ljóst var að eftir annasama nótt þurftum við á værum blundi að halda, og því var sofið út.
Fórum í hádeginu og fengum okkur í svanginn og því næst var haldið niður á strönd þar sem við eyddum deginum í sól- og-sjóböð. Karlmaðurinn í hópnum leigði sér Jet-Ski meðan við stelpurnar sleiktum sólina og drukkum bjór.
Ákveðið var að fara á kínverskan stað um kvöldið, en þar sem Elísa Hildur og Sara voru ekkert spenntar fyrir því fóru þær tvær á rómatískt stefnumót á pizzastaðnum Frog´s.
Eftir að allir voru búnir að fá sig fullsadda af mat var haldið upp á hótel og slegið upp svalarpartýi sem var eitt það svaðalegasta í ferðinni.
Stjáni, vinur Elísu bættist svo í hópinn þegar leið á kvöldið sem gerði gleðina enn meiri.
Þegar við loks fórum niður í bæ týndu allir öllum.
Ég,Elísa,Sara og Stjáni týndum Ernu,Lísu og Elísu Hildi á La Bamba en fundum þær til allrar hamingju efst upp á Laugarveginum þar sem þær voru að spjalla við einhverja Norsara.
Eftir spjall um Ísland,Noreg, Njálu og fleira komu norsararnir Stian,Joakim,Veigar og Magnus með okkur á Café Del Mar þar sem tveir af þeim urðu frekar nánir á dansgólfinu með tveim stúlkum sem verða ekki nafngreindar hér.

Fimmtudagurinn 5.ágúst:
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Í íbúð 86 var bankað frekar snemma, eða um 10 leytið og í hurðinni var farastjórinn.
Elísa Hildur,Sara og Lísa voru nývaknaðar og vildu ekki hleypa honum inn þannig að þær hittu hann niðri í lobbýi stuttu síðar. Þeim var tjáð að kvartað hefði verið undan þeim vegna hávaða eftir 12..en það má víst ekki heyrast múkk eftir tólf á kvöldin.
Fararstjórinn sagði að ef þetta héldi svona áfram yrðu þær reknar af hótelinu..góð byrjun á deginum.
Í frekar skrýtnu skapi sátum við við sundlaugarbakkann nokkra stund
Stjáni og systir hans, Kolla bættust í hópinn. Seinni partinn var ákveðið að halda í Modello, litla verslunarmiðstöð örstutt frá hótelinu. Allir voru frekar þreyttir og því voru engin alvarleg innkaup gerð, nema í áfengisdeildinni.
Loks var haldið upp á hótel þar sem Lísa matreiddi fyrir mig og Elísu Hildi gómsætt spagetti.
Aðrir fóru á Frog´s að ég held.
Erna og Adam skelltu sér á nautaat um kvöldið meðan við hinir drukkum og sungum á svölunum.
Við pössuðum okkur þó að hafa lætin í lágmarki og fórum á slaginu tólf niður á Matt´s.
Sumir voru frekar vel við skál(Elísa Hildur) og fóru því frekar snemma heim í háttinn.
Við enduðum á karoki barnum Paradise þar sem Elísa og Lísa sýndu sína bestu takta hingað til með laginu Hit Me Baby One More Time með frú Britney.
Þegar fólk fór að halda heim ákváðum ég og Lísa að labba smá því að við vorum í góðum gír.
Skyndilega varð laugarvegurinn tómur og fórum við því niður á hótel þar sem við hittum íslenskan strák, Steina og Portúgala sem var með honum í för. Við fórum með þeim upp á herbergi í smá partý en flúðum eftir að Portúgalinn hóf að sleikja aðra okkar(undirritaða) á hálsi og höndum..

Föstudagurinn 6.ágúst:
Afmælisdagur undirritaðrar..18 ára stúlkan.
Dagurinn var tekinn rólega..fórum í labbitúr upp og niður Laugaveginn og kíktum í búðir.
Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins, en þjónustan á staðnum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
Fyrirpartý á svölunum sveik engann og svo var haldið á Bar Rá(hótelbarinn) í smá karoki.
Stelpurnar tóku lagið fyrir mig(Lady Marmalade) og Al sem sá um karokiið stjórnaði Happy Birthday hópsöng og barþjónninn gaf mér kokteil í boði hússins.
Trölluðum síðan á Matt´s bar þar sem við hittum Norsarana aftur.
Einnig mætti Regína á svæðið og fór með mig,Elísu Hildi,Stjána og Söru á High Class strippklúbb(eða þannig) sem var ekkert spes að mínu mati.
Um fjögurleytið var haldið niður á strönd með nokkra Íslenska og Norska stráka í eftirdragi og Elísa kynntist norsaranum Stian aðeins nánar.
Ég áttaði mig skyndilega á því að ég sat ein meðan Elísa og Stian kynntust,Sara og Stjáni kynntust og fleiri voru að kynnast. Ég tók þá upp góðvin minn, Mr. Carlsberg og við tvö fórum saman í moonbathing(andstætt við sólbað) og það var mjög fínt. Um sex leytið var svo haldið heim í háttinn.

fimmtudagur, ágúst 5

I´m in heaven

Ja eg segji og skrifa thad ad eg se i himnariki.

Eftir adeins thriggja daga dvol hofum vid stollurnar og adam aldeilis slegid i gegn skal eg segja ykkur.

Ferdin byrjadi a mikilli tof i flugvelinni..velin for 40 min of seint a loft og allir ad deyja ur hita..en vid lentum a endanum i Portugal sem var audvitad tilgangurinn med thessu ollu saman.
Vid komum upp a hotel, kiktum a herbergin og forum beint ut i bud ad kaupa thetta allra naudsynlegasta..mat,bjor,bjor....osfrv.
Sidan var stefnan tekin a sundlaugina, en thar voru allir bekkir uppteknir thannig ad vid drifum okkur bara nidur a strond i flyti..sem var bara gaman.
Um kvoldid var svo djammad og djusad, og motto kvoldsins var ad profa sem flesta koteila, sem gekk alveg agaetlega ef eg a ad segja eins og er!
Daginn eftir voknudu allir frekar seint..eda um 3 klukkutimum eftir ad vid aetludum ad vakna, en vid letum thad ekki a okkur fa og forum hress i solbad, sem var eiginlega allt thad sem vid gerdum thann daginn. Um kvoldid var svo djammad feitt..og mikid drama var i gangi..

Eg,lisa,elisa og stjani(islendingur sem vid kynntumst) tyndum restinni af hopnum (ernu,elisu h,soru og adam) i ruma tvo tima..og vorum vid ordnar frekar ahyggjufullar og fullar ad sjalfsogdu..vid forum inn a nokkra stadi og leitudum og tokum nokkur spor a dansgolfinu..en ekkert boladi a theim.
Loks fundum vid thau a spjalli vid Norsara sem voru frekar mikid hressir ef eg a ad segja eins og er.
Med theim skundudum vid a nokkra bari, og sumir voru mjog nanir en vid forum ekkert nanar ut i tad her..(siminn er 8660980 ef thid viljid heyra sludrid).
Sidar, eda um 5 leytid var svo trallad upp a hotel, thar sem vid bjuggum til brjalad svalaparty..og hopur af frokkum elti okkur upp a hotel..en vid hleyptum theim ekki inn sem betur fer..tha hefdi nu farid i verra!!!

I morgun var svo vaknad, farid i solbad..kikt i mini mollid Modello og nuna er madur bara a leidinni a djammid!!!

Eitt vekur samt athygli okkar..hversu mikinn ahuga portugalskir strakar syna ollum kvenkyns utlendingum...tetta er ekki edlilegt!!!

En eg er farin, bjorinn kallar!!

Fylgist med a www.hrebbna.tk

mánudagur, ágúst 2

Loksins!

Þegar þessi færsla er rituð eru aðeins 16 klukkutímar þangað til að 6 skvísur og einn peyji skundi upp á Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna í Portúgal.
Mikil spenna virðist vera í hópnum sem hefur undanfarnar vikur hlýjað sér við tilhugsunina um sól,strendur,kokteila og endalausa skemmtun.

Hópurinn mun blogga hér meðan á dvölinni stendur og auðvitað á ykkur ástsælu síðu www.hrebbna.tk . Einnig mun ljósmyndari síðunnar vera með myndavélina á lofti og þær koma inn um leið og hópurinn heldur heim.

Með sólarkveðju
Hrebbbna Rodrigez