föstudagur, ágúst 20

Portúgal- skammtur 1.

Þriðjudagurinn 3.ágúst:
Það var fríður hópur sem hittist í Leifsstöð um fimm að morgni þann 3.ágúst.
Flogið var kl 07:30 frá Keflavík og áttum við að lenda á flugvellinum í Faro rúmum 4 tímum síðar.
Þegar komið var upp á hótelið, Sol Doiro var byrjað á því að fá lyklana að íbúðunum tveim sem áttu eftir að vera heimili okkar næstu vikurnar.
Við fengum íbúðir 86(Elísa,Lísa,Elísa Hildur,Sara(og héraðsstubbur)) og 87(Hrefna,Erna og Adam), á næstefstu og efstu hæðinni.
Við vorum ekki lengi að hoppa í bikini og beint niður á strönd þar sem við sóluðum okkur í smá tíma. Elísa gat ekki haldið lengur í sér og fékk sér fyrsta kokteil ferðarinnar í leiðinni.
Síðan var farið beinustu leið upp á hótel til að sjæna sig fyrir kvöldið, en planið var að hitta skvísurnar(Birnu,Hrönn og Agnesi) sem voru að fara heim daginn eftir.
Við fórum með þeim á Ítalskan stað, alveg prima og síðan fór hver til síns heima en ákveðið var að hittast síðar um kvöldið.
Við stelpurnar vorum ekki lengi að búa til ágætis svalarpartý til að hita upp fyrir djammið.
Frekar snemma, eða um 10 leytið þrammaði hópurinn á Laugaveginn, eða "The Strip" þar sem aðalfjörið er.
Við fórum frá einu bar til annars, tókum hvert skotið á fætur öðru og dönsuðum af okkur allt vit.
Erna og Adam fóru snemma heim, en við stelpurnar heimsóttum alla aðalstaðina; Matt´s, La Bamba,Paradise og Café Del Mar.
Um fjögurleytið var svo haldið heim, enda flestar af okkur frekar þreyttar eftir daginn.

Miðvikudagurinn 4.ágúst:
Ljóst var að eftir annasama nótt þurftum við á værum blundi að halda, og því var sofið út.
Fórum í hádeginu og fengum okkur í svanginn og því næst var haldið niður á strönd þar sem við eyddum deginum í sól- og-sjóböð. Karlmaðurinn í hópnum leigði sér Jet-Ski meðan við stelpurnar sleiktum sólina og drukkum bjór.
Ákveðið var að fara á kínverskan stað um kvöldið, en þar sem Elísa Hildur og Sara voru ekkert spenntar fyrir því fóru þær tvær á rómatískt stefnumót á pizzastaðnum Frog´s.
Eftir að allir voru búnir að fá sig fullsadda af mat var haldið upp á hótel og slegið upp svalarpartýi sem var eitt það svaðalegasta í ferðinni.
Stjáni, vinur Elísu bættist svo í hópinn þegar leið á kvöldið sem gerði gleðina enn meiri.
Þegar við loks fórum niður í bæ týndu allir öllum.
Ég,Elísa,Sara og Stjáni týndum Ernu,Lísu og Elísu Hildi á La Bamba en fundum þær til allrar hamingju efst upp á Laugarveginum þar sem þær voru að spjalla við einhverja Norsara.
Eftir spjall um Ísland,Noreg, Njálu og fleira komu norsararnir Stian,Joakim,Veigar og Magnus með okkur á Café Del Mar þar sem tveir af þeim urðu frekar nánir á dansgólfinu með tveim stúlkum sem verða ekki nafngreindar hér.

Fimmtudagurinn 5.ágúst:
Dagurinn byrjaði ekki vel.
Í íbúð 86 var bankað frekar snemma, eða um 10 leytið og í hurðinni var farastjórinn.
Elísa Hildur,Sara og Lísa voru nývaknaðar og vildu ekki hleypa honum inn þannig að þær hittu hann niðri í lobbýi stuttu síðar. Þeim var tjáð að kvartað hefði verið undan þeim vegna hávaða eftir 12..en það má víst ekki heyrast múkk eftir tólf á kvöldin.
Fararstjórinn sagði að ef þetta héldi svona áfram yrðu þær reknar af hótelinu..góð byrjun á deginum.
Í frekar skrýtnu skapi sátum við við sundlaugarbakkann nokkra stund
Stjáni og systir hans, Kolla bættust í hópinn. Seinni partinn var ákveðið að halda í Modello, litla verslunarmiðstöð örstutt frá hótelinu. Allir voru frekar þreyttir og því voru engin alvarleg innkaup gerð, nema í áfengisdeildinni.
Loks var haldið upp á hótel þar sem Lísa matreiddi fyrir mig og Elísu Hildi gómsætt spagetti.
Aðrir fóru á Frog´s að ég held.
Erna og Adam skelltu sér á nautaat um kvöldið meðan við hinir drukkum og sungum á svölunum.
Við pössuðum okkur þó að hafa lætin í lágmarki og fórum á slaginu tólf niður á Matt´s.
Sumir voru frekar vel við skál(Elísa Hildur) og fóru því frekar snemma heim í háttinn.
Við enduðum á karoki barnum Paradise þar sem Elísa og Lísa sýndu sína bestu takta hingað til með laginu Hit Me Baby One More Time með frú Britney.
Þegar fólk fór að halda heim ákváðum ég og Lísa að labba smá því að við vorum í góðum gír.
Skyndilega varð laugarvegurinn tómur og fórum við því niður á hótel þar sem við hittum íslenskan strák, Steina og Portúgala sem var með honum í för. Við fórum með þeim upp á herbergi í smá partý en flúðum eftir að Portúgalinn hóf að sleikja aðra okkar(undirritaða) á hálsi og höndum..

Föstudagurinn 6.ágúst:
Afmælisdagur undirritaðrar..18 ára stúlkan.
Dagurinn var tekinn rólega..fórum í labbitúr upp og niður Laugaveginn og kíktum í búðir.
Um kvöldið var svo farið fínt út að borða í tilefni dagsins, en þjónustan á staðnum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
Fyrirpartý á svölunum sveik engann og svo var haldið á Bar Rá(hótelbarinn) í smá karoki.
Stelpurnar tóku lagið fyrir mig(Lady Marmalade) og Al sem sá um karokiið stjórnaði Happy Birthday hópsöng og barþjónninn gaf mér kokteil í boði hússins.
Trölluðum síðan á Matt´s bar þar sem við hittum Norsarana aftur.
Einnig mætti Regína á svæðið og fór með mig,Elísu Hildi,Stjána og Söru á High Class strippklúbb(eða þannig) sem var ekkert spes að mínu mati.
Um fjögurleytið var haldið niður á strönd með nokkra Íslenska og Norska stráka í eftirdragi og Elísa kynntist norsaranum Stian aðeins nánar.
Ég áttaði mig skyndilega á því að ég sat ein meðan Elísa og Stian kynntust,Sara og Stjáni kynntust og fleiri voru að kynnast. Ég tók þá upp góðvin minn, Mr. Carlsberg og við tvö fórum saman í moonbathing(andstætt við sólbað) og það var mjög fínt. Um sex leytið var svo haldið heim í háttinn.

Engin ummæli: