þriðjudagur, nóvember 30

Endurkoma hálkunnar

Ágætur samnemandi benti undirritaðri á að eldra fólki hefði snarlega fækkað í dag og í gær á götum úti.
Þegar hún spurði samnemandann af hverju það gæti verið sagði hann að allt gamla fólkið væri í röð uppi á slysavarðsstofu.

www.hrebbna.tk
-og hálkan-

laugardagur, nóvember 27

Áfallahjálp

Undirrituð óskar eftir manneskju sem telur sig geta sinnt öllum hennar þröfum á meðan á jólaprófum stendur.
Starfið felst m.a. í:

  • Lyfjagjöf(þá helst róandi lyfja)
  • Sitja tímunum saman og hlusta á undirritaða í taugakreppu
  • Hlýða undirritaðri yfir við próflestur
  • og einnig gæti vel verið að heppinn umsækjandi fengi að taka eins og eitt próf fyrir undirritaða.

Áhugasamir umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila umsóknum í kómentakerfið hér að neðan

www.hrebbna.tk

-mannleg eins og allir hinir-

föstudagur, nóvember 19

Að brjóta saman 103

Kæru lesendur.
Námskeiðið "Að reima skó 103" sló aldeilis í gegn nú á haustdögum og hefur ekki sést manneskja á vegi mínum með illa reimaða skó.
Ég tók því ákvörðun að halda þessu námskeiðahaldi áfram og kem sterk inn með nýtt og ferskt námskeið-"Að brjóta saman 103".
Ástæðan er sú að um þessar mundir er uppfinning að tröllríða öllu á landinu kalda er nefnist "flip&fold".
Undratæki þetta fæst í öllum Hagkaupsverslunum á 1990 kr. en þar sem lesendur mínir eru flestir á framhaldsskólaaldri eins og undirrituð og eiga þar af leiðandi engann aur ákvað ég að kenna fólki að brjóta saman eins og alvöru samanbrjótarar.

1. skref:
Hafið bol við höndina, hvaða tegund sem er.
Leggjið bolinn á sléttann flöt eins og hér sést.
Betra er samt að snúa bolnum við þannig að framhliðin snúi að slétta fletinum.

2.skref:
Takið laust með 2. fingrum um vinstri hliðina á bolnum og færið vinstri hliðina á c.a. miðjuna eða þannig að endinn á vinstri erminni passi við hægri enda hálsmálsins.

3.skref:
Nú endurtökum við 2.skref en framkvæmum það nú á hægri hliðinni.
Þá er eins og áður sagði hægri hliðin færð yfir á c.a. miðjuna, eða þannig að endinn á hægri erminni passi við vinstri enda hálsmálsins.
Þá ætti bolurinn að líta svona út.

4.skref:
Nú fer allt að verða mjög auðvelt, þ.e.a.s. ef nemendur hafa ekki enn fengið taugaáfall af áreynslu.
Í fjórða skrefi brjótum við bolinn saman til helminga og byrjum á neðri partinum og færum hann að efsta partinum eins og hér má sjá, eða þannig að endinn snerti efsta partinn.

5.skref:
Loks er bolnum snúið við á ný og útkoman er fullkomlega samanbrotinn bolur...ekkert flip&fold sem aðstoðaði okkur!
Því næst liggur beinast við að setja bolinn, með stolti, inn í svotilgerðann fataskáp sem ætti nú að finnast á einhverjum heimilum ennþá.

..og til hamingju!
Þú, lesandi góður hefur lokið námskeiðinu "Að brjóta saman 103" og getur haldið stoltur út í lífið.

p.s: námskeiðið "að binda bindishnút 103 er í vinnslu"

Kennarinn vill þakka gott hljóð og biður síðasta mann að loka á eftir sér.


www.hrebbna.tk
-mennt er máttur-
Undirrituð auglýsir eftir tímavél, helst notaðri, sem fyrst.

Einnig auglýsi ég, ef fyrrnefnd vél finnst eftir ferðafélögum sem vilja ferðast með mér aftur um tuttugu ár eða svo, til þess eins að upplifa 80´s brjálæðið sem tröllreið heiminum um 1980.

Vegabréf eru ekki skylda, gsm símar bannaðir sem og öll nútímatæki en öll fótanuddtæki eru velkomin.

Hafið 80's samband

www.hrebbna.tk
-80's er inn-

sunnudagur, nóvember 14

Blessuð hálkan..

Allir landsmenn með tölu elska hálkuna, fyrir því hef ég staðfastar heimildir.

Við vöknum að morgni dags, lítum út um gluggann og sjáum kuldann og vosbúðina úti fyrir og segjum með sjálfum okkur; loksins, loksins kom hálkan.

Ég hef oft verið þekkt sem hrakfallabálkur og er tíðni hrakfallanna mest á veturna, eimmitt þegar hálkan lætur sjá sig og hef ég þess vegna ákveðið að læsa mig inni hvern þann dag sem hálkan lætur sjá sig til sparnaðar á mjög háum sjúkrahúsreikningum sem berast um þetta tímabil inn um bréfalúguna.

Þeir sem vilja ná sambandi við mig eru vinsamlegast beðnir um að gera það í gegnum síma, internet eða með hjálp bréfdúfu!

Þar til þiðnar...

miðvikudagur, nóvember 10

Tilkynning!:

Leiktu Betur- spunakeppni framhaldsskólanna fer fram fimmtudaginn 11.nóv kl 19:00 í Tjarnarbíó(frítt inn!!!)

Fólk er hvatt til að mæta örlítið fyrr, því vanalega er troðfullur salur, enda ekki að undra því hér er á ferðinni einhver skemmtilegasta keppni í sögu keppna!

Ykkur einlæg mun keppa fyrir hönd FG ásamt Önnu Guðný,Lenu og Bryndísi og höfum við staðið í ströngu við undirbúning, m.a. skroppið í æfingarbúðir í Austur-Búlgaríu.

aðdáendaklúbbur www.hrebbna.tk vinsamlegast beðinn um að athuga það að skyldumæting er á staðinn!
-leikur betur-

föstudagur, nóvember 5

Sakamálasaga I

Meðlimir grúbbunnar mættu í skólann á miðvikudaginn síðasta og misstu andlitið í orðsins fyllstu merkingu, og hér verður skýrt frá sakamáli því sem enn er í rannsókn.

Aðsetur grúbbunnar hefur oft gengið undir ýmsum nöfnum, en þekkja flestir það undir nafninu "hornið"-eða "hoddnið" eins og það er borið fram á okkar fagra blandaða tungumáli.
Hingað til höfum við meðlimir þurft að þola ýmislegt, mótmæli frauleininnar,líkþornamannsins, einelti frá 3.hæð og nefnið það..það hefur gerst.

En af einhverjum ástæðum höfum við alltaf þraukað og héldum á tímabili að við værum búnar að sigra fraulein í matsölumálinu svokallaða, en svo reyndist ekki.

Þegar meðlimir grúbbunnar mættu sifjaðir og margir illa fyrir kallaðir í skólann að morgni miðvikudagsins 3. nóvember löbbuðu þeir sem leið lá inn í horn og ætluðu nokkrir að leggjast niður í sófana okkar.. en engir sófar voru á staðnum.

Einn ætlaði að leggja vatnsglasið sitt á borð, en ekkert var borðið.

Þegar enn annar ætlaði í öngum sínum að kveikja á útvarpinu kom hann að engu útvarpi.

Allt okkar hafurtask var horfið og engar útskýringar!

Eftir miklar vangaveltur komumst við að því að hafurtask okkar hafði verið fært upp um eina hæð, allt nema útvarpið sem var okkur mjög kært.

Meðlimir grúbbunnar ærðust sumir, og nokkrir hafa ekki enn náð að jafna sig og eru nú í meðferð í Borgarnesi, en sumir tóku saman höndum og færðu dótið okkar aftur niður í mótmælaskyni.

Undirrituð fór með skjálfandi bein að ræða við fraulein um þetta dularfulla mál, og var hún blíð sem kettlingur og vissi ekkert meira en við.

Þegar leið og beið á daginn og eftir mikla hjálp frá fraulein sem skyndilega vildi allt fyrir okkur gera, fengum við þær fregnir að þetta hafði verið gert af yfirmönnum skólans, einfaldlega vegna þess að á næstu dögum verður skipt út húsgögnum sem eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla rassa enda sófarnir ekki endilega þeir þægilegustu en þeir þjónuði sínum tilgangi.

Þrátt fyrir gleðilega lausn hefur ekkert enn heyrst né frést af útvarpinu okkar og hefur sakamálanefnd www.hrebbna.tk hafið störf við þetta dularfulla hvarf.

Þeir sem hafa orðið varir við útvarpið okkar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirritaða sem fyrst, því þess er sárt saknað.

www.hrebbna.tk
-og fraulein eru eitt-

þriðjudagur, nóvember 2

Áfall dagsins

Hrebbnan hefur verið undir stöðugu eftirliti sálfræðinga í allan dag vegna atburðar sem átti sér stað síðastliðna nótt.

Atburður þessi átti sér stað meðan hrebbnan svaf á sínu græna, alveg grunlaus um það áfall sem var í vændum.

Hrebbnan var í fastasvefni þegar kattarkvikindi eitt sá einhvern skemmtilegann leik í því að fara inn um gluggann á svefnherbergi hennar, sem er beint fyrir ofan rúm hinnar grunlausu-réttara sagt beint fyrir ofan þar sem andlitið snýr vanalega.
Kötturinn stekkur á hrebbnuna í svefni og lenti eins og fimleikamær á andliti hennar.
Hún vaknar og æpir af sínum lífs og sálarkröftum og kastar kvikindinu í bræði sinni á gólfið þar sem hann mændi á hana saklausum kattaraugum.
Hrebbnan vorkenndi kettinum ekki baun og vísaði honum sömuleið út og hann kom inn.

Eftir þessa hræðilegu vakningu hefur hrebbnan ekki sofnað, og mun að öllum líkindum forðast ketti um hríð.

Frekari fregnir af hrebbnunni er hægt að fá á hrefna_@hotmail.com

www.hrebbna.tk
-mjáw-