Blessuð hálkan..
Allir landsmenn með tölu elska hálkuna, fyrir því hef ég staðfastar heimildir.
Við vöknum að morgni dags, lítum út um gluggann og sjáum kuldann og vosbúðina úti fyrir og segjum með sjálfum okkur; loksins, loksins kom hálkan.
Ég hef oft verið þekkt sem hrakfallabálkur og er tíðni hrakfallanna mest á veturna, eimmitt þegar hálkan lætur sjá sig og hef ég þess vegna ákveðið að læsa mig inni hvern þann dag sem hálkan lætur sjá sig til sparnaðar á mjög háum sjúkrahúsreikningum sem berast um þetta tímabil inn um bréfalúguna.
Þeir sem vilja ná sambandi við mig eru vinsamlegast beðnir um að gera það í gegnum síma, internet eða með hjálp bréfdúfu!
Þar til þiðnar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli