föstudagur, nóvember 19

Að brjóta saman 103

Kæru lesendur.
Námskeiðið "Að reima skó 103" sló aldeilis í gegn nú á haustdögum og hefur ekki sést manneskja á vegi mínum með illa reimaða skó.
Ég tók því ákvörðun að halda þessu námskeiðahaldi áfram og kem sterk inn með nýtt og ferskt námskeið-"Að brjóta saman 103".
Ástæðan er sú að um þessar mundir er uppfinning að tröllríða öllu á landinu kalda er nefnist "flip&fold".
Undratæki þetta fæst í öllum Hagkaupsverslunum á 1990 kr. en þar sem lesendur mínir eru flestir á framhaldsskólaaldri eins og undirrituð og eiga þar af leiðandi engann aur ákvað ég að kenna fólki að brjóta saman eins og alvöru samanbrjótarar.

1. skref:
Hafið bol við höndina, hvaða tegund sem er.
Leggjið bolinn á sléttann flöt eins og hér sést.
Betra er samt að snúa bolnum við þannig að framhliðin snúi að slétta fletinum.

2.skref:
Takið laust með 2. fingrum um vinstri hliðina á bolnum og færið vinstri hliðina á c.a. miðjuna eða þannig að endinn á vinstri erminni passi við hægri enda hálsmálsins.

3.skref:
Nú endurtökum við 2.skref en framkvæmum það nú á hægri hliðinni.
Þá er eins og áður sagði hægri hliðin færð yfir á c.a. miðjuna, eða þannig að endinn á hægri erminni passi við vinstri enda hálsmálsins.
Þá ætti bolurinn að líta svona út.

4.skref:
Nú fer allt að verða mjög auðvelt, þ.e.a.s. ef nemendur hafa ekki enn fengið taugaáfall af áreynslu.
Í fjórða skrefi brjótum við bolinn saman til helminga og byrjum á neðri partinum og færum hann að efsta partinum eins og hér má sjá, eða þannig að endinn snerti efsta partinn.

5.skref:
Loks er bolnum snúið við á ný og útkoman er fullkomlega samanbrotinn bolur...ekkert flip&fold sem aðstoðaði okkur!
Því næst liggur beinast við að setja bolinn, með stolti, inn í svotilgerðann fataskáp sem ætti nú að finnast á einhverjum heimilum ennþá.

..og til hamingju!
Þú, lesandi góður hefur lokið námskeiðinu "Að brjóta saman 103" og getur haldið stoltur út í lífið.

p.s: námskeiðið "að binda bindishnút 103 er í vinnslu"

Kennarinn vill þakka gott hljóð og biður síðasta mann að loka á eftir sér.


www.hrebbna.tk
-mennt er máttur-

Engin ummæli: