þriðjudagur, maí 23

Í sól og sumaryl...

Já kæru lesendur! Á meðan það snjóar og rignir á landið kalda held ég til Búlgaríu þar sem meðalhitinn er 29 gráður thank jú verí næs!


Hér munum við dvelja næstu tvær vikurnar á Victoria Palace hótelinu á Sunny Beach. Yfir 30 manna hópur heldur þangað í dag og á næstu dögum eiga víst verslingar og flensborgarar að bætast í hópinn.

Að sjálfsögðu verður fréttaritari síðunnar á staðnum og reynir að blogga eitthvað smávegis en blogg má líklegast lesa á www.blog.central.is/las_divas ef það birtist ekki hér.

Þið skemmtið ykkur í sköflunum og hálkunni á meðan!

www.hrebbna.tk
-á farandsfæti-

sunnudagur, maí 21

Af evróvisjón

Fyndið þykir mér að sjá hve margir keppendur í Evróvisjón kusu að nota húsgögn í atriðum sínum í keppninni.

Sérstaklega þótti mér gaman af yngismeyjunum sem snéru sér í hringi og dönsuðu á skrifborðsstólum og Armeninn sem dansaði uppi á prýðilegu borðstofuborði.

www.hrebbna.tk
-og Evróvisjón-

föstudagur, maí 19

Tímamót

Á meðan þjóðin æjar og veinar yfir kjaftforu Silvíu Night standa yfir mikil tímamót í lífi undirritaðar. Á morgun mun hún setja upp hvíta húfu og kveðja FG, skólann sem hefur verið stór partur af lífi hennar síðustu fjögur ár.

Nú er bara fokking framtíðin eins og einhver meðstúdent sagði svo skemmtilega og þá kvikna spurningar á við; "hvað á að gera næsta haust?", "ætlaru í háskólann eða fara að vinna?"...?????

Satt að segja hef ég ekki hugmynd um það og læt það bara ráðast á næstu dögum.

www.hrebbna.tk
-stúdent-

p.s. ekki nema þrír dagar í sól,bjór og afslöppun..nánar um það eftir helgi

fimmtudagur, maí 11

Pæling

Er það merki um að maður eigi að taka sér pásu frá próflestri þegar maður er farinn að sjá tvöfalt?

Er kannski annað merki um að maður eigi að taka sér pásu, eða jafnvel að fara að sofa þegar klukkan sýnir 01:30 að staðartíma?

Er jafnvel enn annað merki um það að þú eigir að taka þér pásu þegar þú ert farin að kunna málsgreinina utanbókar vegna þess að þú ert búinn að byrja á henni fimmtán sinnum á síðustu fimm mínútum?

Tjah..maður spyr sig

www.hrebbna.tk
-enn í prófum-

fimmtudagur, maí 4

Myndskilaboð

Myndablogg
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Ear classic eyrnatappar....bráðnauðsynlegir í próflesturinn
-í prófum-